Fréttablaðið - 11.07.2004, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 11.07.2004, Blaðsíða 19
3SUNNUDAGUR 11. júlí 2004 Lausar stöður við Háteigskirkju Háteigssöfnuður auglýsir eftirfarandi stöður lausar til umsóknar: • Framkvæmdastjóri (50% staða). Daglegur rekstur safnaðarins, framkvæmdir, ýmis verkefni. • Fræðslufulltrúi (80% staða). Umsjón barna- og unglingastarfs kirkjunnar • Stjórnandi barnakórs (25% staða). Uppbygging nýs barnakórs frá grunni Umsóknarfrestur er til 21. júlí 2004. Nánari upplýsingar um stöðurnar er að finna á heimasíðu kirkjunnar www.hateigskirkja.is Það er gott að búa í Eyjum Vegna forfalla eru lausar kennarastöður við Barnaskóla Vestmannaeyja. Aðalkennslugreinar eru almenn kennsla og raungreinakennsla. Upplýsingar gefa: Hjálmfríður Sveinsdóttir skóla- stjóri í símum 481-1898 og 690-8756, netfang: hjalmfr@ismennt.is og og Björn Elíasson aðstoðar- skólastjóri í símum 481-2776 og 694-2776, netfang: bjorne@ismennt.is. Viðamiklar upplýsingar um skólann er að finna á slóðinni: http://vestmannaeyjar.ismennt.is/ Netbókhald.is óskar eftir að ráða kerfis- eða tölvunarfræðing. Hugbúnaðurinn sem um ræðir er skrifaður í Java og notar JDBC til þess að hafa samskipti við gagna- grunn. RMI er notað í samskiptum á milli miðlara og biðlara. Hæfniskröfur: Viðkomandi þarf að hafa reynslu af forritun í Java umhverfinu. Einnig reynslu af eftirfarandi Java tækni: • JDBC • JSP • JFC/Swing • RMI • XML Reynslu af SQL fyrirspurnarmáli er nausynleg. Einnig þarf viðkomandi að geta séð um IIS vefþjón og Microsoft Exchange póstþjón. Fagleg og sjálfstæð vinnubrögð. Áhugavert starf fyrir metnaðarfullan einstakling. Umsóknir sendist Fréttablaðinu merkt Netbokhald.is 1506 fyrir 20 júlí. Íslenskar jurtir til útflutningsframleiðslu: Heimurinn er svolítið stór „Þar sem eftirspurn er eftir afurðum úr íslenskum jurt- um ákváðum við að bjóða upp á námskeið í tínslu og meðhöndlun þeirra meðal kvenna sem hafa aðgang að hentugu landi,“ segir Bjarnheiður Jóhannsdóttir, starfsmaður verkefnisins Fósturlandsins freyjur. Hún segir kennsluna verða á hendi sérfræðinga Vist- fræðistofunnar og býst við að námskeiðin verði haldin á þremur stöðum á lands- byggðinni og staðsett eftir þátttöku á hverju svæði fyrir sig. Mikill áhugi sé fyrir þeim. „Á fimmta tug kvenna hefur haft samband eftir að við auglýstum. Þær eru óskaplega glaðar yfir því að eitthvað skuli vera gert á þessu sviði,“ segir hún. Fósturlandsins freyjur er þriggja ára verkefni á vegum atvinnu og jafnrétt- isráðgjafa Byggðastofnun- ar og er ætlað konum í dreifbýli. Bjarnheiður seg- ir hægt að skipta þeim í þrjá hópa sem hafi haft samband vegna jurtatínsl- unnar. Í einum þeirra séu konur sem hafi áhuga á að tína villtan gróður. Annar hafi áhuga á að rækta og tína jurtir á jörðum sínum og í þriðja hópnum séu kon- ur sem vilji vinna afurðir úr jurtum. „Þannig að þetta kann að hafa margfeldisá- hrif þegar upp er staðið,“ segir hún ánægjulega og bætir við að í kjölfar nám- skeiðanna verði farið í þró- unarvinnu með þeim kon- um sem áhuga hafi á því. Síðan taki við lífrænis- vottun þar sem fyrirhugað- ir tínslustaðir verði teknir út. En hvaða tegundum er helst sóst eftir? „Það eru til dæmis vallhumall, æti- hvönn, mjaðurt, fjallagrös, smári, blóðberg, baldurs- brá, klóelfting og maríu- stakkur,“ upplýsir Bjarn- heiður. Hún segir tvö ís- lensk fyrirtæki í eigu kvenna vera í samstarfi við Freyjurnar, annað í mat- vælaframleiðslu og hitt í snyrtivörugeiranum og muni þau koma til með að kaupa jurtir af konum víða um land. En skyldi markað- urinn vera ótakmarkaður? „Nei, örugglega ekki en bæði fyrirtækin eru í út- flutningi og heimurinn er svolítið stór,“ svarar hún brosandi. Aðspurð segir Bjarn- heiður körlum ekki meinað- ur aðgangur að grasa- tínslunni og því síður ætl- unina að stuðla að hjóna- skilnuðum, þannig að hjón sem stundi þessa iðju sam- an séu velkomin. Hinsveg- ar sé verkefnið sérstaklega ætlað konum og þeim finn- ist það greinilega heillandi. „Hljómgrunnurinn er góð- ur en við erum bara að stíga fyrstu skrefin.“ segir hún að lokum. gun@frettabladid.is Sumarstarf Starfsmaður óskast tímabundið við þrif á bílum á bílaleigu. Um er að ræða vinnu föstudaga, laugar- daga, sunnudaga og mánudaga. Þarf að geta byrjað strax og verið vel fram í ágústmánuð. Vinsaml. sendið umsóknir á berg@bergcar.is Hvönn er meðal þeirra tegunda sem sóst er eftir. „Áhuginn á jurtatínslu er mikill meðal kvenna víða um land,“ segir Bjarnheiður sem hér er úti í guðs grænni náttúrunni með syni sína Dag og Mána Þórarinssyni.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.