Fréttablaðið - 11.07.2004, Blaðsíða 39

Fréttablaðið - 11.07.2004, Blaðsíða 39
FÓTBOLTI Fylkismenn gerðu fína ferð í Frostaskjólið í gær og náðu 1–1 jafntefli í leik sem var í heild- ina heldur bragðdaufur. Jafnteflið þýðir að gjáin á milli liðanna er enn sú sama – sex stig – og Fylkis- menn sem fyrr á toppnum með 19 stig. Þegar aðeins átta leikir eru eftir af Landsbankadeildinni eru KR-ingar aðeins með 13 stig og eru hreinlega að falla á tíma ef þeir ætla sér að verja Íslands- meistaratitil sinn. Fylkismenn hljóta aftur á móti að teljast meistaraefni. Að ná jafntefli í fjarveru nokkurra lykilmanna er fínt afrek og þeir hafa löngu sýnt að seiglan sem býr í liðinu er mikil þrátt fyrir erfiða leikjatörn á síðustu vikum. KR-ingar hófu leikinn af mikl- um krafti í gær og höfðu þrjú fín færi áður en Arnar Jón Sigur- geirsson kom þeim verðskuldað yfir strax á 12. mínútu. Þá fylgdi hann eftir máttlitlu skoti Kjartans Henry Finnbogasonar sem Bjarni Þórður Halldórsson í markinu náði ekki að halda. Klaufalegt hjá markmanninum bráðefnilega, en hann átti eftir að kvitta fyrir mis- tökin síðar í leiknum með góðri markvörslu. Eftir markið var eins og leik- menn KR væru hreinlega orðnir saddir og Fylkismenn sóttu í sig veðrið. Á markamínútunni – þeirri 43. – náði Sævar Þór Gíslason að jafna metin fyrir gestina með fallegu marki. Sævar var þá með boltann á vinstri kanti og átti það sem virtist vera fyrirgjöf en endaði á því að vera hið fínasta skot – boltinn sveif yfir Kristján Finnbogason í markinu og hafnaði í fjærhorninu. Síðari hálfleikur var tíðinda- lítill og undarlegt að sjá KR-inga jafn máttlausa þrátt fyrir að þurfa nauðsynlega á sigri að halda. Þeir náðu reyndar upp ágætri pressu síðasta stundar- fjórðunginn en Fylkismenn héldu út og sitja áfram einir á toppnum. ■ 23SUNNUDAGUR 11. júlí 2004 Íslandsmeistararnir að falla á tíma 1–1 jafntefli KR og Fylkis þýðir að enn munar sex stigum á liðunum þegar átta leikir eru eftir. Tíminn er að verða knappur fyrir KR-inga. BARÁTTA UM BOLTA Á BLAUTUM VELLI Ólafur Páll Snorrason fær óblíðar viðtökur hjá Sigurvini Ólafssyni í leik liðanna í gær. Gunnar Einarsson vill vera með í baráttunni og Kristján Sigurðsson er við öllu búinn skammt frá. VISA-bikar kvenna: Stjarnan í undanúrslit FÓTBOLTI Mark frá Söru Lentz 10 mínútum fyrir leikslok tryggði Stjörnustúlkum 3–2 sigur gegn Fjölni og um leið fjórða og síðasta sætið í undanúrslitum Visa-bikars kvenna. Fjölnir hafði í tvígang komið til baka eftir að hafa lent undir, en tíminn var ein- faldlega of lítill til að geta jafnað metið þriðja sinni. Stjörnustúlkur voru vel að sigrinum komnar og áttu skilið að fara áfram. Leikmenn Fjölnis mega samt bera höfuðið hátt; þær börðust fram á síðustu mínútu og hefðu með smá heppni getað komist áfram á kostnað Stjörnunnar. ■ ÍA heldur sér við toppinn með sigri á Eyjamönnum: Sigurmark á elleftu stundu hjá Skagamönnum FÓTBOLTI Skagamenn nældu sér í öll þrjú stigin sem í boði voru í Eyjum í gær. Það Hjörtur Hjartarson sem skoraði eina mark leiksins úr vítaspyrnu á 88. mínútu eftir að Einar Hlöðver Sigurðsson hafði handleikið boltann innan teigs. Skagamenn byrjuðu mun betur í leiknum í gær og voru beittari fram á við framan af. Smám saman náðu Eyjamenn að komast meira inn í leikinn og í síðari hálfleik var jafnræði með liðunum og gat sigurinn í raun dottið hvorumegin sem var. ÍA virkuðu þó alltaf hættulegri og það lið sem fékk fleiri og betri færi. Það var kominn mikill jafnteflisfnykur af leiknum þegar vítaspyrnan var óvænt dæmd á lokamínútunum, og gerði Hjörtur engin mistök á punkt- inum. Ólafur Þórðarson var að vonum kátur í leikslok og með gríðarlega mikilvægu stigin þrjú. „Ég er mjög sáttur og mér fannst við eiga þennan sigur skilið. Við fengum fleiri færi og vorum ein- faldlega betra liðið í leiknum,“ sagði Ólafur. ■ ■ KR – FYLKIR 1-1 1–0 Arnar Jón Sigurgeirsson 12. 1–1 Sævar Þór Gíslason 43. DÓMARINN Ólafur Ragnarsson Slakur BESTUR Á VELLINUM Sævar Þór Gíslason Fylki TÖLFRÆÐIN Skot (á mark) 15–8 (7–5) Horn 3–3 Aukaspyrnur fengnar 13–15 Rangstöður 5–2 GÓÐIR Gunnar Einarsson KR Kristján Sigurðsson KR Sævar Þór Gíslason Fylki Ólafur Stígsson Fylki Valur Fannar Gíslason Fylki Þórhallur Dan Jóhannsson Fylki Helgi Valur Daníelsson Fylki VISA-BIKAR KVENNA Stjarnan – Fjölnir 3–2 1–0 Lilja Kjalarsdóttir (23.), 1–1 Hrafnhildur Eymundsdóttir (44.), 2–1 Björk Gunnarsdóttir (63.), 2–2 Vanja Stefanovic (65.), 3–2 Sara Lentz (80.), ■ ÍBV – ÍA 0-1 0–1 Hjörtur Hjartarson, víti 88. DÓMARINN Kristinn Jakobsson Í meðallagi BESTUR Á VELLINUM Hjörtur Hjartarson ÍA TÖLFRÆÐIN Skot (á mark) 9–16 (3–8) Horn 8–9 Aukaspyrnur fengnar 19–19 Rangstöður 1–3 GÓÐIR Birkir Kristinsson ÍBV Mark Schultz ÍBV Einar Þór Daníelsson ÍBV Gunnlaugur Jónsson ÍA Stefán Þórðarson ÍA Hjörtur Hjartarson ÍA Haraldur Ingólfsson ÍA Julian Johnsson ÍA ■ STUTTAR FRÉTTIR LANDSBANKADEILD KARLA Fylkir 10 5 4 1 15:8 19 FH 9 4 4 1 14:9 16 ÍA 10 4 4 2 12:9 16 KR 10 3 4 3 1312 13 ÍBV 9 3 3 3 14:11 12 Keflavík 9 3 2 4 10:15 11 Grindavík 9 2 4 3 9:13 10 Víkingur 9 3 1 5 9:12 10 KA 8 3 1 4 8:10 10 Fram 9 1 3 5 9:14 6 MARKAHÆSTU MENN Gunnar Heiðar Þorvaldsson, ÍBV 6 Arnar Gunnlaugsson, KR 4 Atli Sveinn Þórarinsson, KA 4 Grétar Hjartarson, Grindavík 4 Sævar Þór Gíslason, Fylki 4 NÆSTU LEIKIR FH–KA í kvöld kl. 19.15 ÍBV–Grindavík þri. 13. júlí, kl. 19.15 Víkingur–Fram þri. 13. júlí, kl. 19.15 ■ STAÐAN Í DEILDINNI POZZATO VANN 7. ÁFANGA Ítalinn Filippo Pozzato bar sigur úr býtum í 7. áfanga Tour de France hjól- reiðakeppninnar sem fram fór í gær. Lance Armstrong var 10 sekúndum á eftir Pozzato og er á meðal eftstu manna í heildarstiga- keppninni, en á toppnum trónir hinn franski Thomas Voeckler. RAKKINEN Á RÁSPÓL Finninn Kimi Raikönnen mun hefja Silverstone- kappaksturinn í Formúlu eitt í dag á ráspól en hann náði besta tíma í undanrásum í gær. Michael Schu- macher er fjórði. HETJAN SEM TRYGGÐI STIGIN ÞRJÚ Hjörtur Hjartarson átti mjög góðan leik eftir að hafa komið inn á sem varamaður gegn Eyjamönnum í gær og skoraði eina mark leiksins úr vítaspyrnu á lokamínútunum.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.