Fréttablaðið - 12.07.2004, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 12.07.2004, Blaðsíða 6
6 12. júlí 2004 MÁNUDAGUR SKOÐANAKÖNNUN Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórn- málafræði við Háskóla Íslands, segir að augljóst sé á niðurstöðu könnunar Fréttablaðsins um hvort Davíð Oddsson eigi að hætta af- skiptum af stjórnmálum 15. sept- ember, að stór hluti sjálfstæðis- manna sé sáttur við foringja sinn. „Maður hlýtur hins vegar að velta því fyrir sér hvort þetta sé ásættanleg niðurstaða fyrir jafn sterkan formann og Davíð hefur verið. Ef þessi könnun hefði verið gerð fyrir einu ári eða tveimur hefði Davíð eflaust fengið mun af- dráttarlausari stuðning frá flokks- mönnum,“ segir Gunnar Helgi. „Hafa verður í huga að fylgi við flokkinn er í lágmarki og þarna er því um harðasta kjarnann að ræða. Það er umhugsunarvert að jafnvel í þeim hópi telji 30 prósent að for- maður flokksins eigi að hætta af- skiptum af stjórnmálum,“ segir Gunnar Helgi en bætir við: „Á hinn bóginn má segja að niðurstaðan sýni að flokkurinn hafi ekki snúið baki við Davíð“. ■ 68 prósent vilja að Davíð hætti alveg 15. september Tæplega þriðjungur kjósenda vill að Davíð Oddsson haldi áfram í stjórnmálum eftir 15. septem- ber. Rúmlega 30 prósent stuðningsmanna Sjálfstæðisflokksins vilja að Davíð hætti alveg í haust. SKOÐANAKÖNNUN Rúmlega 68% þeirra sem afstöðu taka í nýrri könnun Fréttablaðsins telja að Davíð Oddsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, eigi að hætta afskiptum af stjórn- málum þegar hann lætur af emb- ætti forsætisráðherra 15. septem- ber en 32 prósent telja að hann eigi að halda áfram í stjórn- málum. Í sömu könnun sögðust 32,3 prósent þeirra sem tóku afstöðu styðja Sjálfstæðisflokkinn. Þegar litið er til þessara stuðnings- manna Sjálfstæðisflokksins ein- göngu segja 71 prósent þeirra að Davíð eigi ekki að hætta afskipt- um af stjórnmálum 15. september en 29% af stuðningsmönnum flokksins töldu að hann ætti að hætta á þeim tímapunkti. Samkvæmt samkomulagi for- manna stjórnarflokkanna mun Davíð láta af embætti forsætis- ráðherra 15. september og Hall- dór Ásgrímsson, formaður Fram- sóknarflokksins, setjast í þann stól. Á sama tíma færist um- hverfisráðuneytið frá Framsókn- arflokki yfir til Sjálfstæðisflokks. Davíð Oddsson hefur gengt em- bætti forsætisráðherra í rúm þrettán ára, frá 30. apríl 1991, lengst allra íslenskra ráðherra. Davíð hefur sjálfur ekki gefið uppi hvort hann hyggist halda áfram í stjórnmálum eftir 15. september. Enginn munur var á afstöðu kynja í könnun Fréttablaðsins en marktækur munur var á afstöðu fólks eftir búsetu. Á landsbyggð- inni töldu 72,4 prósent að Davíð ætti að hætta en 65,1 prósent voru þeirrar skoðunar í þéttbýli af þeim sem afstöðu tóku. Könnun Fréttablaðsins var framkvæmd síðastliðinn föstu- dag. Hringt var í 800 manns, skipt jafnt milli kynja sem og lands- byggðar og höfuðborgarsvæðis, og tóku 91,8% afstöðu til spurn- ingarinnar sem var svohljóðandi: „Telur þú að Davíð Oddsson eigi að hætta afskiptum af stjórnmál- um þegar hann lætur af embætti forsætisráðherra 15. september í haust?“ ■ Danmörk: Húsbátar vinsælli en sumarhús SUMARHÚS Sífellt fleiri Danir varpa hugmyndinni um sumarhús fyrir róða og kaupa sér húsbát í staðinn en með þeim hætti fæst eigulegur sumarbústaður með út- sýn til hafs á mun lægra verði en dýr eign á landi. Er farið að tala um sprengingu í þessu sambandi enda eru kostir húsbáta æði marg- ir fram yfir sumarhúsin. Auðvelt er að flytja ef þörf krefur, engin fasteignagjöld eru innheimt af húsbátum og alltaf er afar stutt á ströndina. ■ VEISTU SVARIÐ? 1Hvaða fyrirtæki var nýlega úrskurðaðtil bráðabirgða brotlegt gagnvart sam- keppnislögum af Samkeppnisstofnun? 2Hver skoraði jöfnunarmark Fylkisgegn KR í Landssímadeildinni á sunnudag? 3Þjóðleikhússtjóri lætur senn af störf-um. Hvað heitir hann? Svörin eru á bls. 31 Bandaríkin: Lestur á undanhaldi BÓKMENNTIR Innan við helmingur átján ára og yngri í Bandaríkjun- um lesa eða hafa lesið bókmenntir af einhverju tagi. Kemur þetta fram í könnun sem Hagstofa Bandaríkjanna stóð fyrir árið 2002. Þar kemur skýrt fram að þrátt fyrir tímabundnar vinsældir bókarinnar af og til sé lestur þeir- ra á miklu undanhaldi í landinu öllu. Sérstaklega á það við um skáldsögur, ljóð og leikrit en sér- fræðinga greinir þó á um hvort niðurstöðurnar séu í raun slæmar. „Helmingur landsmanna er að lesa og ég er ekki frá því að það sé dágóður árangur,“ segir Kevin Starr, prófessor í bókmenntum við háskóla Suður-Kaliforníu. ■ HÆKKANDI FASTEIGNAVERÐ Borgarnes og Akranes njóta vaxandi vinsælda sem búsetustaðir enda tiltölulega stutt frá höfuðborginni. Vesturland: Fasteigna- verð hækkar FASTEIGNAMÁL Fasteignaverð hækkaði hlutfallslega mest á Vesturlandi sé miðað við þróun fasteignaverðs frá árinu 1990 að því er kemur fram í héraðsfrétta- blaðinu Skessuhorni. Er það metið til marks um að sífellt fleiri líti það jákvæðum augum að búa í ná- grenni höfuðborgarinnar en fast- eignaverð þar sem og á Reykja- nesi og á Vesturlandi hefur hald- ist í hendur síðustu árin og hefur eftirspurn verið umfram framboð á öllum stöðunum á sama tíma. ■ FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M GUNNAR HELGI KRISTINSSON „Maður hlýtur hins vegar að velta því fyrir sér hvort þetta sé ásættan- leg niðurstaða fyrir jafn sterkan formann og Davíð hefur verið.“ Flokkurinn hefur ekki snúið baki við Davíð, segir prófessor í stórnmálafræði: Davíð ekki eins sterkur og áður DAVÍÐ ODDSSON Rúmlega 70 prósent stuðnings- manna Sjálfstæðisflokksins telja að Davíð eigi ekki að hætta í stjórnmál- um 15. september en tæplega 30 prósent telja að hann eigi að hætta afskiptum af stjórnmálum þá. Já 68,1% Nei 31,9% Já 29% Nei 71% ALLIR Mikill meirihluti þeirra sem afstöðu tóku töldu að Davíð ætti að hætta alveg. STUÐNINGSMENN FLOKKSINS Stuðningsmenn Sjálfstæðsflokks skiptast í afstöðu sinni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.