Fréttablaðið - 12.07.2004, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 12.07.2004, Blaðsíða 8
8 12. júlí 2004 MÁNUDAGUR Dönsk rannsókn um mengun drykkjarvatns: Kólígerlar lífsseigari en talið var HEILBRIGÐI Greint er frá því í Dan- mörku að samkvæmt rannsóknar- verkefni sem þar fór fram eru kólígerlar í vatni mun lífsseigari en áður var talið. Hefur hingað til þumalputtareglan verið sú að gerlar af þessari tegund lifa ekki í drykkjarvatni lengur en nokkra daga en Danirnir hafa uppgötvað að bakteríurnar geta þrifist marg- ar vikur ef aðstæður eru réttar. Víða í landinu glíma stjórnvöld við mengað drykkjarvatn og líður ekki sumar án þess að einhvers staðar verði vart við kólígerla af einhverri tegund. Sem dæmi hafa íbúar í Veilje lengi orðið að láta sér lynda að drekka vatn sem ekki þykir sem best fallið til manneldis vegna mengunar. Þess ber að geta að kólígerlar eru sjaldan hættulegir fólki en fjöldi þeirra og útbreiðsla gefur yfirvöldum tilefni til að vera bet- ur á varðbergi en verið hefur. Til þeirra teljast saurgerlar frá mönnum og dýrum sem berast á tíðum í ár og læki. ■ Landsmót UMFÍ á Sauðarkróki slitið: Friðsælla en ball í Miðgarði Eftir verðlaunaafhendingu sigursælustu liðanna á lands- móti UMFÍ, sem haldið var á Sauðárkróki um helgina, var því slitið í einmuna sumarblíðu að viðstöddum fimmtán þúsund sólbrúnum og himinglöðum gestum á öllum aldri síðdegis á sunnudag. Alls kepptu tæplega þrjátíu lið í tæplega þrjátíu íþróttagreinum, sem bæði voru hefðbundnar; eins og fótbolti, handbolti, blak, siglingar og frjálsíþróttir, en einnig í starfs- íþróttum eins og pönnuköku- bakstri og jurtagreiningu. Voru elstu keppendurnir um nírætt, en á landsmóti er jafnan keppt í greinum sem henta öllum og í sinni fjölbreyttustu flóru. Veðurblíðan lék við mótsgesti allt frá setningu á fimmtudag með glampandi sól og 25 stiga hita. Að sögn Ómars Braga Stef- ánssonar, framkvæmdastjóra landsmótsins, voru haldnir landsmótafundir á hverjum morgni en aldrei lágu nein mál fyrir. „Hér kom enginn skapaður hlutur upp á og ekkert til tíðinda nema friðsæld og góðar fréttir. Við fengum okkur því bara kaffibolla, horfðum á hvort ann- að og brostum af ánægju á þess- um morgunfundum,“ segir Ómar Bragi og tekur undir með lögreglunni á Sauðárkróki sem í hádegisfréttum útvarps þakkaði mótsgestum sérstaklega fyrir frábært mót og góða framkomu. „Lögreglan sagði helgina hafa verið friðsælli ein eitt ball í Miðgarði að jafnaði, enda af- skaplega gaman hér og mikill mannkærleikur í hávegum hafð- ur frá setningu til slita. Held að sólin hafi spilað þar stórt hlut- verk, því þegar hún skín gengur mót sem þetta eins og smurð vél,“ segir Ómar Bragi og lítur yfir tjaldsvæðið, sem eftir af- bragðs umgengni lítur út eins og nýtt, hreint og ónotað eftir alla fimmtán þúsund gestina. Í heildarstigakeppni lands- mótsins voru UMSK stigahæst- ir, en þar á eftir heimamenn. Í þriðja sæti var HSK. thordis@frettabladid.is Ísrael: Færri í háskóla SKÓLAMÁL Mun fleiri arabar sækja orðið háskólanám en gyðingar og veldur þetta ráða- mönnum í Ísrael þungum áhyggjum. Er orsökin talin vera lág fæðingartíðni auk þess sem ásókn í háskóla í miðhluta Ísra- el þangað sem flestir leitast eftir að búa er langt umfram það sem hægt er að veita. Sjá ráðamenn fram á að innan nokkurra ára verði stétt há- skólagenginna í landinu alltof lítil og heimta aðgerðir hið fyrsta. ■ ■ EVRÓPA SVONA ERUM VIÐ FJÖLDI HANDTAKA OG VISTANA Í FANGAGEYMSLUM LÖGREGLUNNAR ÁRIÐ 2003 Handtökur Fjöldi handtaka 3.946 Fjöldi einstaklinga 2.061 Karlar 82% Konur 18% HLUTFALL HANDTEKINNA VISTAÐIR Í FANGAGEYMSLU ER 77% Vistanir Fjöldi vistana 3.041 Fjöldi einstaklinga 1.417 Vistaðir karlar 1.195 Vistaðar konur 222 Heimild: Ársskýrsla Lögreglustjórans í Reykjavík 2003 Evrópusambandið aðvarar Breta: Hunsa fyrirmæli sambandsins EVRÓPUSAMBANDIÐ Evrópusam- bandið hefur nú gefið Bretum sínu þriðju og síðustu aðvörun vegna aðgerða breskra tollayfir- valda sem sýna mikla hörku gagnvart þeim þegnum sínum sem kaupa áfengi og tóbak í öðrum Evrópusambandslöndum. Samkvæmt lögum sambandsins eru engar hömlur á verslun landa á milli að því gefnu að um einkaneyslu sé að ræða en yfir- völd í Bretlandi hafa ítrekað orð- ið uppvís að því að gera upptækt áfengi og tóbak sem þegnar þeirra kaupa mun ódýrara ann- ars staðar. Ástæðan er einfaldlega sú að verð á áfengi og tóbaki er óvíða hærra en í Bretlandi og munar miklu á verði þar og í flestum öðr- um ríkjum sambandsins. Breska stjórnin segir að svartamarkaðs- brask með þessar vörur sé vax- andi og því sé gengið harðar fram en ella en Evrópusambandið fellst ekki á þessi rök og er reiðubúið að senda málið fyrir dómstóla ef ekki er gerð bragarbót á. Bretar eru ekki einir um áhyggjur af tekjumissi vegna ásóknar í ódýrt vín og tóbak. Finnska stjórnin horfir ráðþrota á landa sína versla í Eistlandi og hefur sú verslun aukist hratt þrátt fyrir mikla skattalækkun finnskra stjórnvalda á þessum sömu vörum. ■ Frönsk mannæta: Óánægður með matinn FRAKKLAND Franskur fangi sem situr í lífstíðarfangelsi fyrir morð og mannát á árum áður notaði tækifærið nýlega til að bragða á öðrum fanga þegar verið var að dreifa hádegismat í fangelsinu. Skipti engum togum að um leið og klefi hans var opnaður réðst hann á samfanga sinn með öskubakka, drap manninn og var byrjaður að gæða sér á heila hans þegar fangaverðir loks náðu að skerast í leikinn og draga hann burtu. Ekki fylgdi sögunni hvort maðurinn var svona óánægður með hinn venjulega hádegismat en hann var strax sendur í einangrun. ■ LÍK TIL SÝNIS Á ráðstefnunni gefur á að líta lík manns sem lést úr alnæmi fyrir nokkrum árum. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin: Náði ekki markmiðum sínum HEILBRIGÐISMÁL Á alþjóðlegri ráð- stefnu um alnæmisvandann á heimsvísu sem fram fer í Bankok í Taílandi hefur komið fram gagn- rýni á Alþjóðaheilbrigðisstofnun- ina. Athugasemdir eru gerðar við að stofnuninni hafi ekki tekist að framfylgja þeim markmiðum sín- um að koma þrem milljónum fá- tækra sjúklinga til hjálpar með lyfjum. Kom fram á ráðstefnunni að 440 þúsund manns fá nú nauð- synleg lyf sem er um 60 þúsund- um minna en áætlun gerði ráð fyrir. Er þetta vatn á myllu þeirra sem segja að ef alþjóðastofnanir halda ekki sín loforð sé baráttan við alnæmi því sem næst töpuð. ■ LÆKUR VIÐ NESJAVELLI Rannsókn sýnir að gerlar lifa mun lengur í vatni en áður var talið. 107 TEKNIR Gríska strand- gæslan hefur handtekið 107 innflytjendur. Ekki er enn vitað hvaðan flóttamennirnir koma en ströng öryggisgæsla er við strendur Grikklands í að- draganda Ólympíuleikanna. KYNÞÁTTAÁRÁS Í PARÍS Hópur ungra manna réðst á unga konu og ungabarn í neðanjarðarlest í París á föstudaginn. Þeir skáru konuna og teiknuðu á hana hakakross. Konan bjó í 16. hverfi Parísar og munu árásar- mennirnir hafa sagt að einungis gyðingar byggju þar. Hvorki konan né kornabarnið eru alvarlega slösuð. VÍNFRAMLEIÐSLA Þrátt fyrir að tollar eigi að heita horfnir innan Evrópusambandsríkja eru enn nokkur ríki með takmarkanir á innflutningi á tóbaki og áfengi. VEL HEPPNUÐU LANDSMÓTI UMFÍ LOKIÐ Sólin var í aðalhlutverki á landsmóti UMFÍ á Sauðárkróki um helgina og sendi friðargeisla á fimmtán þúsund landsmótsgesti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.