Fréttablaðið - 12.07.2004, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 12.07.2004, Blaðsíða 10
10 12. júlí 2004 MÁNUDAGUR PERLAN ÞVEGIN Þeir þjáðust ekki af lofthræðslu þessir tveir menn sem fengu það vandasama verkefni að þrífa krónu Perlunnar. Þeir unnu verk sitt af kostgæfni enda mikilvægt að Perlan líti vel út. Fjölmörg vitni að láti chiwhawha-hunds: Keyrt yfir smá- hund í Hafnarfirði GÆLUDÝR Mikill söknuður ríkir á heimili Benedikts Ólafssonar og fjölskyldu eftir að annar hunda þeirra, Pjakkur, hljóp fyrir bíl á Reykjavíkurvegi í Hafnarfirði á föstudagseftirmiðdag. „Ég bý á Reykjavíkurvegi og er með tvo chiwhawha-hunda. Það er hundur hinum megin við götuna og annar hundanna minna sér hann og verður svona æstur og vill hitta hann. Ég var niður í garði og heyri að það er eitthvað í gangi. Hundur- inn hleypur út og beint út á götuna. Þar keyrir bíll yfir hann og hann hálsbrotnar stax en bílstjórinn keyrir í burtu,“ segir Benedikt. Benedikt segir fjölmarga hafa orðið vitni að slysinu. „Það fengu allir mikið sjokk og fólkið öskraði upp þegar það sá litla dýrið hlaupa út á götuna.“ Benedikt segir að sjón- arvottarnir hafi ekki náð númerinu á bílnum en um lítinn, dökkbláan sendibíl hafi verið að ræða. „Önnur dóttir mín, tíu ára, horfir upp á þetta og áfallið er mikið,“ segir Benedikt. Hann biður bílstjórann að hafa samband við lögreglu svo þau geti fengið hundinn bættan úr tryggingum því hundurinn hafi kostað um 150 þúsund krónur. ■ Róttækar breytingar á vegamálum Breta Breska samgönguráðuneytið skoðar nú af alvöru hugmyndir þess efnis að rukka ökumenn um 12 krónur fyrir hvern ekinn kílómetra á vegum úti. Miklar tafir og alvarleg slys eru daglegt brauð á þjóðvegum landsins. UMFERÐARMÁL Hægt er að minnka umferð á þjóðvegum Bretlands um allt að helming með róttækum að- ferðum sem breska samgönguráðu- neytið er að skoða. Er um nokkurs konar vegatoll að ræða en þó ekki með því móti sem margir þekkja frá Evrópu þar sem ekið verður gegn- um sérstök tollhlið. Bretarnir sýna því meiri áhuga að nota gervihnatta- tækni til að rukka breska ökumenn. Gengur hug- myndin út á að setja sérstakan tölvukubb í allar 30 milljónir bifreiða sem til eru í land- inu og eftir það sjá gervihnettir um að telja ekna vega- lengd hjá hverjum og einum öku- manni. Verður bíleigendum því næst sendur reikningur fyrir hvern ekinn kílómetra og hefur heyrst að rukka eigi allt að tólf krónum fyrir hvern kílómetra. Mun slíkt kerfi ekki eingöngu bæta milljörðum króna í kistur samgönguráðuneytis- ins heldur einnig spara ríkinu háar fjárhæðir með bættri umferða- menningu. Vegir í Bretlandi og þá sérstak- lega þjóðvegir landsins eru fyrir alllöngu orðnir of litlir fyrir þá gríð- arlegu umferð sem um þá fer og kosta tafir og slys á þeim tugi millj- arða króna tap á ári hverju. Að- gerða er þörf og samkvæmt ráð- leggingum ráðgjafa samgönguráðu- neytisins er þetta í raun eina færa leiðin en þó hefur nefndin bent á tíu aðrar tillögur sem ekki eru jafn rót- tækar. Innan samgönguráðuneytis- ins gera menn sér ljóst að tillaga á borð við þessu mun valda miklum deilum milli hins almenna öku- manns sem vill fá lækkun á þeim þungu bifreiðargjöldum sem hann greiðir í dag og talsmanna iðnaðar og atvinnu en þeir heimta greið- færa vegi til að geta komið vörum sínum til skila á réttum tíma. Til gamans má geta þess að yrði slíku kerfi komið á hérlendis yrði ökumaður sem færi frá Reykjavík til Egilsstaða að greiða litlar átta þúsund krónur í vegatolla sé miðað við sömu upphæð og lagt er til að Bretar greiði. albert@frettabladid.is ■ EVRÓPA ,,Með slíku kerfi hérlendis yrði öku- maður sem færi frá Reykjavík til Egils- staða að greiða litlar átta þús- und krónur í vegatolla. Garðabær: Deiliskipulag endurskoðað SVEITARSTJÓRNARMÁL Skipulagsnefnd Garðabæjar hefur verið falið að endurskoða deiliskipulag Hnoðra- holts en það er sú byggð sem rís hvað hæst í bænum austan megin við Reykjanesbraut. Hefur bæjar- stjórn beint þeim tilmælum til nefndarinnar að skoða jafnframt möguleika á uppbyggingu í landi Vetrarmýri og Vífilsstaða. Þessi svæði þykja liggja afar vel við verslun og þjónustu ýmis konar og tímabært að kortleggja framtíðina og byggja þau upp sem fyrst. ■ Áttræður forstjóri flækti tugi í svikamyllu Tugir manna lögðu fram 100 milljónir í von um hagnað. – hefur þú séð DV í dag? KÓKAÍN FALIÐ Í SANDI Lögreglan í Belgíu fann 15 kíló af kókaíni sem falið var í sandöldum við strand- lengju Norðursjós. Fréttamiðlar hafa greint frá því að handtökur þriggja Breta í vikunni sem grun- aðir eru um fíkniefnasmygl hafi leitt til þess að efnið fannst. Belgíska lögreglan telur að efnið hafi átt að fara á götur Bretlands. Nýjar niðurstöður danskra félagsmálayfirvalda: Dönsk börn lífsglöð, grönn og hamingjusöm Ef trúa skyldi svartagallsrausi danskra fjölmiðla og einstaka þar- lendra sérfræðinga, ættu dönsk börn hreint ekki sjö dagana sæla. Samkvæmt þeim þjást þau af lús, streitu og offitu. Í skólanum kunna þau svo hvorki að sitja kyrr eða lesa, og utan skóla standa þau í stimpingum og einelti. Sannleikurinn er hins vegar sá að dönsk börn hafa aldrei haft það eins gott og nú, ef marka má nið- urstöður nýrrar rannsóknar félagsmálayfirvalda um æsku landsins. Samkvæmt þeim eiga langflest dönsk börn hamingju- ríka barnæsku, eru lífsglöð og félagslega sjálfstæð. Þau eiga vini og eru í góðum samskiptum við jafnaldra sína, sem og hina full- orðnu. Mikill meirihluti býr í dæmigerðum kjarnafjölskyldum, líður engan skort og lagt er dekur við uppeldið í hvívetna. Vildu danskir foreldrar ekki kannast við að börn þeirra ættu í nokkrum vanda með einelti, streitu, offitu eða lífsleiða. Úrtak rannsóknar- innar voru 5000 börn sem fylgst var með frá 1995. ■ FJÖLSKYLDAN hefur fengið samúðarkort frá nágrönnunum sem fannst svo sárt að horfa upp á litla hundinn deyja. DÖNSK BÖRN EIGA HAMINGJURÍKA BARNÆSKU Ný rannsókn sýnir að dönsk börn hafa aldrei haft það eins gott og einmitt í nútímanum. ÁRTÚNSBREKKAN Í Bretlandi er verið að skoða að rukka ökumenn fyrir hvern ekinn kílómetra með flóknu kerfi gervihnatta til að minnka umferðina á vegum landsins. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /P JE TU R SÉÐ YFIR GARÐABÆ Hnoðraholtið er næst á myndinni og er útsýni fjarska gott til Faxaflóans og yfir höfuðborgarsvæðið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.