Fréttablaðið - 12.07.2004, Blaðsíða 21

Fréttablaðið - 12.07.2004, Blaðsíða 21
3MÁNUDAGUR 12. júlí 2004 Einar Guðmundsson lögg. fasteignasali Finnbogi Hilmarsson lögg. fasteignasali Skipholti 29a 105 Reykjavík sími 530 6500 fax 530 6505 heimili@heimili.is Opið mánudaga til föstudaga 9-17 Bogi Pétursson lögg. fasteignasali Rósa María Sigtryggsdóttir ritari Félag Fasteignasala HAMRAVÍK - björt og falleg 4ja herberja íbúð með sérinngangi. Nýkomin í sölu ca 124 fm íbúð á 2. hæð með sérinngangi í nýlegu fjölbýlishúsi í Grafarvogi. Þrjú svefnherbergi og björt og góð stogfa með útgengi út á svalir í suður. Áhv. góð lán. Verð 16,7 millj. SÓLVALLAGATA - rúmgóð 3ja í risi. Frábært útsýni af stórum svölum. Góð 3ja herbergja íbúð í risi. Tvö herbergi og björt parketlögð stofa ásamt vinnuherb. Stórar svalir í austur með frábæru útsýni. Íbúðin hefur verið töluvert endurnýjuð. Fallegt hús á góðum stað í miðbænum. Verð 12,9 millj. VESTURBERG. Góð 85 fm íbúð á 2. hæð með vestursvölum Stórt eldhús og FANNAFOLD Parhús á einni hæð með bílskúrHEIMILI er öflug og f rsk f steignasala í eigu þriggja löggiltra fasteignasala sem allir starfa hjá fyrirtækinu og h fa áralanga reynslu af fasteignaviðskiptum. Við leggjum sérstaka áherslu á vönduð og traus vinnubrögð og úrvals þjónustu. Metnaður okkar er að allir viðskiptavinir finni heimili við sitt hæfi og verði sáttir og ánægðir með samskiptin við okkur. Nýstárlegir garðar: Fiskar í tjörn Kannski hafa veðurfarsbreytingar undanfarins áratugar stígið okkur Íslendingum til höfuðs. Að minnsta kosti hafa þær fyllt okkur von og metnaði þegar lýtur að garð- hirðu og aukið uppátækjasemi til muna. Nú eru lækir, gosbrunnar og tjarnir sífellt meira áberandi og nýjasta tískufyrirbærið er fiskeldi sem er skemmtilega bjartsýn til- breyting frá grasfleti og fánastöng. Dýrabúðin Fiskó í Hlíðarsmára selur svokallaða koi-fiska sem eru innfluttir frá Tékklandi, þeim svip- ar til gullfiska og geta orðið allt að 50–60 sm á lengd. Lífsskilyrði þeirra eru að búa í tjörn með vatns- dælu sem kemur hreyfingu á vatn- ið og að fá hæfilega mikið af réttu fóðri. Á Íslandi kjósa fiskarnir að búa inni á veturna eða í tjörn sem er að minnsta kosti metri á dýpt svo þeir frjósi ekki í hel. Í Fiskó er fjölbreytt úrval af koi-fiskum í ýmsum litarafbrigðum og er verðið á bilinu 1.250–12.900 krónur. Fóður fyrir 8–10 meðalstóra fiska í rúman mánuð kostar 1.920 krónur. Jóhannes Lange hefur útbúið fallegan gosbrunn í garðinum sín- um sem gleður bæði augu og eyru. Gosbrunnar: Vatnsniðurinn notalegur Jóhannes Lange er trésmiður á eftirlaunum sem býr yfir vetrar- tímann í Torreveja á Spáni ásamt eiginkonu sinni Auði. Þau hjón vilja þó ekki missa af íslenska sumrinu og koma hingað til lands í byrjun maí og dvelja hér fram í septem- ber. „Það er hvort tveggja, hitinn á Spáni á þessum tíma og íslenska sumarið sem við getum ekki hugs- að okkur að vera án,“ segir Jóhann- es, sem er einmitt nýkominn úr ferð umhverfis landið. Jóhannes dundar sér við garð- vinnu hér heima og hefur komið sér upp fallegum gosbrunni í garð- inum. „Það var nú bara af því að ég átti þetta fiskiker að ég ákvað að grafa fyrir því og útbúa þessa tjörn. Nei,“ segir hann aðspurður, „ég hafði enga fyrirmynd að tjörn- inni heldur gerði þetta svona eftir hendinni. Brunninn sjálfan, eða drenginn með kerið, keypti ég úti á Spáni og svo hlóð ég bara í kring og plantaði blómum. Ég hef gaman af þessu og finnst notalegt að heyra vatnsniðinn,“ segir Jóhannes brosandi. Hann er þó ekki með gullfiska í tjörninni, enda erfitt að eiga við það þegar fólk býr í útlöndum mestan hluta ársins. „Það væri tals- vert meiri fyrirhöfn,“ segir Jó- hannes. „Þetta er bara til gamans gert og ég er ánægður með brunninn eins og hann er.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.