Fréttablaðið - 12.07.2004, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 12.07.2004, Blaðsíða 24
6 12. júlí 2004 MÁNUDAGUR Fasteignasalan 101 Reykjavík hefur nú flutt sig um set. Reyndar hefur fasteignasalan ekki flutt sig langt heldur aðeins rétt yfir gang- inn í húsnæðinu að Laugavegi 66 í Reykjavík. „Við tókum nú bara lítið hænuskref en þetta rými er miklu bjartara. Nú höfum við góða glugga sem snúa að Lauga- vegi og vinnuumhverfið er allt miklu hlýlegra og skemmtilegra,“ segir Leifur Aðalsteinsson, fram- kvæmdastjóri 101 Reykjavík og sölumaður. „Við erum hérna þrír sölumenn, einn löggiltur fast- eignasali og ritari og okkur líkar mjög vel hér,“ segir Leifur. Flutningurinn var reyndar ekki búinn að vera í bígerð lengi að sögn Leifs. „Þetta gerðist allt mjög hratt. Það losnaði skyndi- lega húsnæði handan við gang- inn sem hentaði okkur mjög vel og þá ákváðum við að kaupa það.“ „Það hefur gengið mjög vel hjá okkur í sumar og við erum mjög samhentur og góður hópur. Það má segja að hver starfs- maður hafi sína sérstöðu og þeg- ar allir leggja sitt í púkk þá er þetta frábært samstarf,“ segir Leifur og segir að framtíðin sé björt hjá 101 Reykjavík. Fasteignasalan Ás er nú með sérlega vandað einbýli til sölu að Ásbúð 49 í Garðabæ. Einbýlinu er vel viðhaldið og á tveimur hæð- um. Húsið er 267,9 fermetrar með innbyggðum 48,6 fermetra tvö- földum bílskúr og fjörutíu fer- metra sólskála, eða samtals 356,5 fermetrar. Á hæðinni er forstofa með flís- um á gólfi og skápum. Gangurinn er með flísalögðu gólfi og einnig stofan og borðstofan. Loft er upp- tekið í stofunni með innbyggðu hátalarakerfi. Fallegur arinn prýðir einnig stofuna. Út úr stof- unni er gengið út í sólskálann sem hægt er að opna frá öllum hliðum. Þar eru flísar á gólfi og hiti. Þaðan er gengið út á stóra suður- lóð sem hönnuð var af arkitekt. Þar er hellulögð verönd, heitur pottur og tjörn. Eldhúsið er með fallegum eik- arinnréttingum, flísum á milli skápa og á borðplötum, helluborð, ofn, háfur, borðkrókur og flísar á gólfi. Búr er inn af eldhúsinu með innréttingum og flísum á gólfi. Tvö rúmgóð svefnherbergi eru á hæðinni, annað með flísum og hitt með parketti. Setustofa er fyrir framan hjónaherbergi með skápum og flísum á gólfi. Setu- stofan var eitt sinn herbergi og lítið mál að breyta því aftur. Baðherbergið er inn af hjóna- herberginu með innréttingu, baðkari, sturtu og ljósum flísum í hólf og gólf. Gestasnyrtingin er með sturtuklefa, eikarinnréttingu og ljósum flísum á gólfi og veggjum. Jarðhæðin er möguleg séríbúð. Þar er fallegur viðarstigi niður af gangi og sérinngangur. Forstofan er með flísum á gólfum og skáp- um. Gólfið í sjónvarpsholi er parkettlagt. Á jarðhæðinni eru þrjú svefnherbergi og eru skápar í þeim öllum og parkett á gólfum. Baðherbergið er með eikarinn- réttingu, baðkari, sturtuklefa og flísum í hólf og gólf. Þvottahúsið er stórt með innréttingu, flísum og hita í gólfi. Þaðan er innan- gengt í bílskúr með innréttingu, hillum, flísalögðu gólfi og hurða- opnara. Bílaplan er hellulagt með hita. Sérlega vandað einbýli: Fallegur sólskáli og garður 101 Reykjavík flytur sig um set: Hlýlegra og bjartara vinnuumhverfi Starfsfólk fasteignasölunnar 101 Reykjavík er að vonum ánægt með nýju vinnuaðstöðuna þar sem hún er mun bjartari og hlýlegri. Einbýlið er á tveimur hæðum og með tvöföldum bílskúr. Sólskálann er hægt að opna frá öllum hliðum. Flísar eru á gólfi og hiti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.