Fréttablaðið - 12.07.2004, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 12.07.2004, Blaðsíða 36
18 12. júlí 2004 MÁNUDAGUR Ný heilsársbyggð á bökkum Sogsins Grímsnes-og Grafningshreppur auglýsir til sölu eignarlóðir til heilsársbúsetu. Lóðirnar eru í nýju hverfi sem kallast Ásborgir og eru á kjarri vöxnu hrauni á bökkum Sogsins. Um er að ræða 36 lóðir að stærð 3.608 til 6.616 fermetrar hver á sérlega fallegum stað í um það bil 70 km. fjarlægð frá Reykjavík. Gert er ráð fyrir útivistarsvæði í kringum lóðirnar. Í Grímsnes-og Grafningshreppi er háhraða internetenging og hitaveita. Einstakt tækifæri til að eignast íbúðarlóð á friðsælum stað. Allar nánari upplýsingar veitir sveitarstjóri í síma 898-2668 eða á netfangingu gogg@gogg.is Í nokkrum hverfum Reykjavíkur frá 5. og 6. áratug síðustu aldar standa tvö sambyggð hús á bak- lóðum inn af sömu innkeyrslu. „Ástæðan er einföld. Það var verið að nýta betur fjárfestingu borgarinnar í gatnagerð. Þjóna fleiri húsum út frá sömu götu,“ út- skýrir Pétur Ágústsson, deildar- stjóri byggingalistardeildar Lista- safns Reykjavíkur. Honum finnst þetta hafa verið skynsamlega hugsað hjá Einari Sveinssyni borgararkitekt, sem var skipu- lagsstjóri Reykjavíkur þegar þetta var tekið upp. „Á þessum tíma var borgin í miklum vexti og jafnframt í mikilli fjárþröng. Alltaf á eftir með að leggja lagnir og götur og þetta hefur eflaust verið tilkomið út af því. Það var verið að auka heildarnýtinguna á hverfinu,“ bendir hann á. Rauðilækurinn byggðist um 1955 og þar er svipað fyrirkomu- lag nema bakhúsin standa að- skilin og algerlega sjálfstæð. Ein- ar Sveinsson var hættur sem skipulagsstjóri á byggingartíma þeirra og Þór Sandholt tekinn við. Elstu parhúsin í baklóðum borgarinnar eru í Túnunum, nán- ar tiltekið við Miðtún og Samtún. Það hverfi var skipulagt á stríðs- árunum. Síðan var þetta form tekið upp í hverfum sem byggð- ust samtímis í tveimur borgar- hlutum á árunum 1945–1950, annars vegar í Skjólunum og hinsvegar í Laugarneshverfi. Sörlaskjól og eystri hlutar Laugateigs og Hofteigs eru dæmi um það. Svona hús sjást líka neð- arlega við Langholtsveginn og Hjallaveg. Tilgangur þess að hafa húsin sambyggð virðist meðal annars sá að láta þau ekki skyggja á sólina í næstu húsum fyrir aftan sem standa aðskilin. Svo sparast líka einn gafl. Sambyggð bakhús í borginni: Hagkvæmnin í fyrirrúmi Hjá fasteignasölunni Lyngvík í Kópavogi er til sölu glæsileg og vönduð 139,8 fm hæð við Haga- mel. Hæðinni fylgir 35,8 fm bíl- skúr. Fyrst er komið inn í snyrtileg- an sameiginlegan inngang á þriðju hæðinni. Þaðan er gengið inn í hol, þar sem er góður skápur. Gengið er um ganginn í stofur, eldhús og inn á svefnherbergis- gang. Í eldhúsi er góð innrétting með góðum borðkrók. Stofurnar eru bjartar og rúmgóðar með tvö- faldri vængjahurð frá holi, tvær tröppur í efri stofu og rósettur undir loftljósum. Inn af efri stofu er herbergi og þaðan útgengt á suðursvalir. Á herbergisgangi er góður skápur og úr hjónaherbergi útgengt á vestursvalir. Baðher- bergið er með sturtuklefa og flísalagt í hólf og gólf. Góðir skápar eru í herbergj- um. Íbúðin er öll parkettlögð nema í eldhúsi er korkur og flísar í baðherbergi. Í sameign í kjallara er sérgeymsla og sérskápur, þvot- ta- og þurrkherbergi. Einnig er útgengt úr kjallara. Bílskúrinn er með gluggum, hita og heitu og köldu vatni. Hús- ið var nýlega tekið í gegn að utan, viðgert og málað. Nánari upplýs- ingar eru að fá á skrifstofu Lyng- víkur í síma 414 6600. Íbúðin er sýnd í samráði við sölumenn. Vesturbær: Flott hæð á Hagamel Í þessu húsi við Hagamel er til sölu glæsileg hæð. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S TE FÁ N FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S TE FÁ N FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S TE FÁ N FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S TE FÁ N Stofurnar eru bjartar og rúmgóðar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.