Fréttablaðið - 12.07.2004, Blaðsíða 51

Fréttablaðið - 12.07.2004, Blaðsíða 51
23MÁNUDAGUR 12. júlí 2004 ■ STUTTAR FRÉTTIR SheerDrivingPleasure BMW3Línan www.bmw.is FÓTBOLTI Þorvaldur Makan Sigbjörnsson, leikmaður Fram í Landsbankadeildinni, hefur neyðst til að hætta knatt- spyrnuiðkun eftir að í ljós kom að meiðslin sem hafa hrjáð hann í sumar eru mun alvarlegi en í fyrstu var talið. Vefur í hægra heilahveli er illa skaddaður eftir því sem talið er að stafi af höfuðhöggum í gegnum tíðina. Ganga læknar svo langt að segja að eitt alvar- legt höfuðhögg til viðbótar, eins og til að mynda hart skalla- einvígi, gæti leitt til þess að Þorvaldur myndi lamast. Þá áhættu myndi að sjálfsögðu ekki nokkur maður taka og því á Þorvaldur ekki annarra úrkosta völ en að leggja skóna á hilluna. „Þetta er vissulega gríðar- legt áfall og mikil vonbrigði. Ég hef þegar misst um 20% hreyfi- getunnar í vinstri helmingi líkamans og sú tala gæti aukist verulega ef ég held áfram,“ sagði Þorvaldur við Frétta- blaðið um helgina. ■ Áfall fyrir Framara í Landsbankadeildinni: Þorvaldur Makan leggur skóna á hilluna FYRSTA MARK FRAMARA Í LANDSBANKADEILD KARLA Í SUMAR Þorvaldur Makan Sigbjörnsson skoraði fyrsta mark Framara í sumar. Benitez fækkar í hóp: Martröð Diouf á enda FÓTBOLTI Martraðaári Senegalans El-Hadji Diouf hjá Liverpool virð- ist verja að ljúka, en spænska liðið Malaga er mjög áhugasamt á að fá leikmanninn í sínar raðir. Diouf var keyptur til Liver- pool fyrir um 1,2 milljarðar króna síðasta sumar og áttu þau kaup eftir að reynast einhver þau verstu á leiktíðinni. Diouf hefur fallið mikið í verði og er talið að Malaga þurfi ekki að punga út nema um 300 milljón- um til að fá Diouf en ekki er talið að hann eigi mikla framtíð hjá Liverpool og nýr stjóri breytir litlu um það. ■ VILL EKKI MISSA ROONEY David Moyes, stjóri Everton, sagðist í gær ætla að gera allt sem í sínu valdi stæði til að halda Wayne Rooney í Everton. „Af hverju ætti ég að vilja missa besta unga leikmann Evrópu“, segir Moyes. Everton hafa þegar boðið Rooney nýjan fimm ára samning sem sóknarmaðurinn er að skoða. UNDIR CRESPO KOMIÐ Jose Mourinho, framkvæmdastjóri Chelsea, segir að ekki verði boðið í Didier Drogba, sóknarmann Marseille, fyrr en Hernan Crespo ákveði sín mál. Ef hann vilji fara þá megi hann það, en Mourinho kveðst einnig glaður hafa hann í sínum hópi. Það verði þó ekki fyrr en pláss í leikmannahópnum losni sem að hugað verði að kaupum á Drogba. Mourinho virðist þannig sáttur með þá sóknarmenn sem hann hefur í augnablikinu. OWEN TIL REAL? Michael Owen er sagður vera vopn Florentino Perez í komandi forsetakosningum spænsku risanna í Real Madrid. Perez segist kaupa enska sóknar- manninn hljóti hann kosningu. Sagt er að kaupverðið verði í kringum 2,5 milljarða króna. HUSHVOD VANN 8. ÁFANGA Norski hjólreiðamaðurinn Thor Hushovd sigraði í 8. áfanga Tour de France keppninnar í gær sem var um Bretagneskaga. Thomas Voekler frá Frakklandi kom rétt á eftir Hushovd í mark og hefur enn for- ystu í heildarstigakeppninni. Marion Jones aðeins fimmta í 100 metra hlaupi: Jones fær ekki að verja gullið sitt FRJÁLSAR ÍÞRÓTTIR Um helgina varð það ljóst að Marion Jones fær ekki að verja ólympíugull sitt í 100 metra hlaupi. Jones endaði í 5. sæti á úrtökumóti fyrir bandaríska ólympíuliðið en þrjár þær efstu tryggja sér farseðil til Aþenu. Jones vann fimm verðlaun í Sydn- ey fyrir fjórum árum og getur enn komist með til Aþenu standi hún sig betur í 200 metra hlaupi eða langstökki. Þetta eru sár úrslit fyrir hina 28 ára Marion Jones sem keppir á ný eftir barnsburð auk þess sem hún er undir smásjánni hjá bandaríska lyfjaeftirlitinu. Jones hefur verið bendluð við stóra lyfjahneykslið í bandarískum frjálsum íþróttum þótt hún hafi aldrei fallið á lyfjaprófi auk þess að neita því að hafa nokkurn tím- ann notað ólögleg lyf. ■ 1. deild kvenna í körfubolta Öll liðin komin með þjálfara KÖRFUBOLTI Kvennalið Njarðvíkur í körfuboltanum varð síðasta liðið til að ráða sér þjálfara fyrir næsta tímabil en Jón Júlíus Árnason mun þjálfa liðið næsta vetur. Jón Júlíus tók við liðinu um síðustu áramót þegar erlendi spilandi þjálfari liðsins, Andrea Gaines, lenti í vandræðum í jólafríinu og skilaði sér ekki fyrr en mánuði of seint. Njarðvík endaði í fimmta sæti í deildinni, vann sjö leiki og tapaði þrettán. Liðið var lengi inni í baráttunni um að komast í úr- slitakeppnina en missti af lestinni á lokakaflanum. Nú hafa öll sex lið deildarinnar ráðið sér þjálfara og eru Jón Júlíus og Gréta María Grétarsdóttir, þjálfari KR, þau einu sem halda áfram með sín lið. Sverrir Þór Sverrisson þjálfar Ís- lands- og bikarmeistara Kefla- víkur, Örvar Þór Kristjánsson er tekinn við liði Grindavíkur, Unn- dór Sigurðsson þjálfar Stúdínur og Ágúst Þór Björgvinsson mun stjórna nýliðum Hauka. ■ SÁR STUND FYRIR JONES Marion Jones komst ekki í bandaríska ólympíuliðið í 100 metra hlaupi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.