Fréttablaðið - 12.07.2004, Blaðsíða 55

Fréttablaðið - 12.07.2004, Blaðsíða 55
27MÁNUDAGUR 12. júlí 2004 Skotlínur frá Scierra fyrir þá sem vilja ná lengra Leynivopn Veiðihornsins. Hrói höttur hefur reynst frábærlega í sjóbleikju, urriða og sjóbirting. Höfundur Bjarnfinnur Sverrisson Skothausar og heilar skotlínur frá Scierra sem eru hannaðar af Henrik Mortensen og Hywel Morgan hafa slegið í gegn enda magnaðar línur á góðu verði. Skothausar aðeins 4.890, heilar skotlínur aðeins 5.890.- Gerðu verðsamanburð, fáðu þér góða skotlínu á sanngjörnu verði og náðu lengra. Byrjendur ná fyrr góðum tökum á fluguköstum með skotlínum frá Scierra. Veiðihornið Hafnarstræti 5 sími 551 6760 Veiðihornið Síðumúla 8 sími 568 8410 Fylgstu með leynivopni vikunnar á mánudögum. Fullt verð kr. 36,600 Tilboðsverð kr. 29,900 Vöðlur, skór, sandhlíf og belti. Simms Freestone öndunarvöðlu sett Mörkinni 6, s. 568 7090 PJ HARVEY Þessi ljósmynd af rokkdrottningunni PJ Harvey var tekin á laugardag, þegar hún lék fyrir um 60 þúsund manns á Oxegen- tónleikahátíðinni á Írlandi. Hún gaf nýverið út nýja plötu, Uh Huh Her, sem fékk góða dóma hér í Fréttablaðinu. Flóttakona á spítala Söngkonan Courtney Love var lögð inn á spítala á föstudag, sama dag og dómari lýsti því yfir að hún væri „flóttamaður“ eftir að hún mætti ekki á til- settum tíma í réttarsalinn. Love átti að mæta fyrir dóm- ara í Los Angeles á föstudags- morgun til þess að svara fyrir þær sakir að hafa ráðist að konu með lífshættulegt vopn. Atvikið átti sér stað 25. apríl þegar Love á að hafa slegið konu niður með járnvasaljósi og flösku. Lögfræðingur Love sagði blaðamönnum fyrir utan réttar- salinn að hann hefði enga hug- mynd um af hverju söngkonan hefði ekki séð sér fært að mæta. Hann hafði þá fyrir- skipað henni að fljúga frá New York til Los Angeles kvöldið áður. „Ég dreg bara þá ályktun að hún hafi ekki haft tækifæri til þess að ná seinna flugi,“ sagði hann. Síðar var gefin út frétta- tilkynning þar sem fram kom að Love hefði verið lögð inn á spítala vegna vandræða í legi. „Þetta var ekki sjálfsmorð- stilraun og ekki vegna eitur- lyfja,“ sagði talsmaður hennar. „Þetta er vegna vandræða í legi og hún þurfti að gangast undir aðgerð. Þessar upplýsingar eru þó í gegnum annan aðila, ég hef ekki talað við hana frá því í gærkvöldi. Þá kvartaði hún undan sársauka, en hafði ekki leitað sér læknisaðstoðar.“ Þegar Love mætti ekki í rétt- arsalinn gaf hann út handtöku- skipan á hana og sagði að trygg- ingargjaldið yrði 10,6 milljónir króna. ■ GRÍMSÁ Veiðimaður kastar flugunni í Strengjunum í Grímsá í Borgarfirði. Lítið vatn og mikill hiti en lax- inn hellist inn í laxveiðiárnar Ekkert lát virðist vera á gegnd laxa síðustu daga og torfurnar eru stórar sem mæta í flestar lax- veiðiár. Þetta á við stóran hluta landsins, en þó ekki alveg við Norðausturlandið ennþá. En það kemur vonandi á allra næstu dög- um, Laxá í Aðaldal er slöpp og Selá og Hofsá eru vonandi að komast í gang. Holl sem var að hætta veiðum í Víðidalsá í Húnvatnssýslu veiddi 50 laxa og í Hrútafjarðará hafa veiðimenn séð mikið af löxum, í flestum hyljum árinnar. „Það eru komnir um 450 laxar á land og það hefur veiðst ágæt- lega miðað við aðstæður hérna en þær hafa alls ekki verið góðar,“ sagði Eggert Ólafsson, veiðivörð- ur við Þverá og Kjarará í Borgar- firði, er við spurðum um stöðuna, en þessar laxveiðiár hafa gefið flesta laxana í sumar. „Í fyrradag var 22 stiga hiti hérna og það er nú ekki gott veiði- veður en laxinn er kominn víða um árnar. Það er mikið neðarlega í Þveránni og í gærdag veiddust 15–20 laxar í báðum ánum,“ sagði Eggert enn fremur. „Þetta er ekki veiðiveður hérna við Flókadalsá í dag, hiti og fisk- urinn latur að taka hjá veiðimönn- um,“ sagði Ingvar Ingvarsson á Múlastöðum, veiðivörður við Flókadalsá í Borgarfirði, er við hittum hann við veiðistaðinn For- manninn, ásamt vöskum veiði- mönnum, þeim Stefáni og Gylfa Kristjánssonum. En það voru komnir fimm lax- ar í hollinu og fiskurinn stökk um allan hylinn en var tregur að taka. Flugunni var kastað grimmt en fiskurinn var verulega tregur, enda hitamolla mikil á svæðinu og í ánni. Flókadalsá hefur gefið um 190 laxa, sem er mjög gott og það er mikið af fiski víða í henni eins og gljúfrunum fyrir ofan þjóðveg- inn. Þar er fiskurinn í hverjum hyl og mikið sumstaðar. Í þessari miklu birtu og hita, sem hefur verið við Flókadalsá síðustu daga, hefur laxinn ekki staðist eina flugu og það er flugan Iða, en á stuttum tíma fengust þrír laxar á hana, meðal annars í Formanninum. Hilmar Hansson og félagar voru í Svartá í Húnvatnssýslu og veiddu vel, eftir einn voru þeir komnir vel á annan tug fiska og var rauð franese sterkust. Góður gangur hefur verið í Gljúfurá í Borgarfirði og eru komnir 40 laxar á land úr ánni, en það er miklu, miklu betri veiði en á sama tíma fyrir ári. Enda búið að laga ósinn og laxinn kemst á staðinn, án þess að losa af sér allt hreistur Á Vatnasvæði Lýsu er fyrsti lax sumarsins kominn á þurrt og veiðimenn sáu fleiri fiska á leið- inni á svæðið, 12–15 laxa torfu. Eitthvað hefur líka veiðst af silungi. ■ GYLFI KRISTJÁNSSON dregur inn fluguna í veiðistaðnum Formanninum í Flókadalsá í Borgarfirði. VEIÐIHORNIÐ GUNNAR BENDER ■ skrifar um veiði. COURTNEY LOVE Mætti ekki til dómara sem gaf út hand- tökuskipan á hana á föstudag. Sama dag var hún lögð inn á spítala.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.