Fréttablaðið - 12.07.2004, Blaðsíða 57

Fréttablaðið - 12.07.2004, Blaðsíða 57
MÁNUDAGUR 12. júlí 2004 FRÉTTIR AF FÓLKI KIRSTEN DUNST Bandaríska leikkonan Kirsten Dunst fer með hlutverk Mary Jane í nýjustu Spider Man myndinni sem komin er í kvikmynda- hús hérlendis. Hér sést Dunst á frumsýningu í París á dögunum. Slúðrið í kringum Beckham-hjóniner svo mikið í Bretlandi að þau mega ekki fara í frí til Frakklands án þess að heilu síðurnar séu undirlagð- ar um málið. Sum blöð segja að David og Victoria hafi aldrei verið hamingjusam- ari á meðan önnur halda því fram að fríið sé örvæntingarfull tilraun þeirra til þess að bjarga hjónabandinu. Þau búa í glæsivillu sem vinur þeirra Elton John á og er hann sagður vera sem hjónabands- ráðgjafi fyrir hjónin. Jason Alexander, fyrrum eigin-maður Britneyar Spears, tjáði sig í fyrsta skiptið við fjölmiðla um 55 klukkustunda hjónaband þeirra. Hann segir að s ö n g k o n a n hefði beðið sín eftir að þau höfðu átt ótrúlega stund saman í rúm- inu á hóteli í Las Vegas. Hann hafi svarað játandi og stúlkan hafi hoppað beint í fötin og sagst vilja giftast honum strax. Hann fylgdi henni í skyndibitakapelluna og limmóbílstjórinn hennar leiddi hana upp að altarinu. Þegar stúlkan til- kynnti mömmu sinni að hún væri gift kona, trompaðist hún og öll fjöl- skyldan kom til borgarinnar og neyddi þau til þess að ógilda hjóna- bandið. Sharon Stone hefur aftur sam-þykkt að taka að sér að leika í f r a m h a l d s - mynd Basic Instinct. Þetta er í annað skiptið sem k v i k m y n d a - framleiðendur í Hollywood ákveða að gera fram- haldsmynd en fyrri áform fóru í vaskinn. Stone er 46 ára en eins og margir muna var mikið um nekt í fyrri myndinni. Leikkonan hefur samþykkt að koma einnig fram nakin í þessari. Michael Douglas ætlar ekki að leika í framhaldsmyndinni og elskhugi per- sónu Stones verður töluvert yngri maður. Clint Eastwood og Steven Spiel-berg hafa ákveðið að sameina krafta sína til þess að gera kvikmynd sem gerist í seinni heimsstyrjöldinni. Myndin heitir Flags of Our Fathers: Heroes of Iwo Jima og fjallar um orr- ustu í Kyrrahafinu sem mótaði þátta- skil í stríðinu. Fræg ljósmynd af sex bandarískum hermönnum að lyfta upp fánastöng með bandaríska fán- anum er einmitt tekin í lok þeirrar baráttu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.