Fréttablaðið - 12.07.2004, Blaðsíða 59

Fréttablaðið - 12.07.2004, Blaðsíða 59
Frank Castle, betur þekktur sem The Punisher, sker sig heldur betur úr í persónugalleríi Marvel. Hann er fullkomlega mannlegur og býr ekki yfir neinum yfirnátt- úrlegum eiginleikum á borð við Köngulóarmanninn, Daredevil og Wolverine. Það eina sem hann hefur til brunns að bera er gríðar- legur líkamsstyrkur og stíf her- þjálfun og reynsla af í meðferð skotvopna af öllum stærðum og gerðum. Þar fyrir utan hefur hann gengt herþjónustu í Víetnam og víðar og munar ekkert um að kála fólki með berum höndum. Þessa hæfileika notar hann nú til þess að drepa glæpahyski af miklum móð. Samkvæmt upp- runalegu sögunni klikkaðist Frank eftir að eiginkona hans og börn féllu fyrir hendi mafíósa. Hann varð í kjölfarið Refsarinn en lét sér ekki nægja að drepa bara þá sem báru ábyrgð á dauða fjölskyldu hans. Hann drepur ein- faldlega bara alla sem hafa gerst brotlegir við lögin. Garth Ennis hefur blásið nýju lífi í The Punisher á síðum mynda- sögublaðanna en hann gengur út frá því að Frank hafi alltaf verið geðsjúklingur og atvikið með fjöl- skyldu hans hafi einungis verið dropinn sem fyllti mælinn. Þetta er smart pæling og gerir persón- una miklu áhugaverðari. Í þessari bók snýr Frank aftur eftir langa fjarveru og tekur strax til óspilltra málanna og gengur milli bols og höfuðs á glæpaklíku sem hinn mesti kvenvargur fer fyrir. Sagan var að hluta til notuð í handrit bíómyndarinnar um The Punisher sem er í sýningu um þessar mundir og það er engin spurning að ef menn hefðu fylgt þræði Ennis betur eftir hefðu að- dáendur Refsarans fengið miklu betri mynd enda er Welcome Back Frank prýðisskemmtun. Vel teiknuð, ofbeldisfull og krassandi. Frank byrjar á því að taka í lurginn á Daredevil í býsna hressilegum kafla en öll viðskipti Franks við aðrar Marvel-ofurhetj- ur eru þrælskondin og andúð Enn- is á ofurhetjum skín vel í gegn. Annars er ekkert annað um þessa bók að segja en að Frank er alltaf velkominn og að lestri lokn- um vill maður strax fá meira. Þórarinn Þórarinsson 31MÁNUDAGUR 12. júlí 2004 [ MYNDASÖGUR ] UMFJÖLLUN THE PUNISHER: WELCOME BACK FRANK GARTH ENNIS SÍMI: 551 9000 www.regnboginn.is SÝND kl. 5.45, 8 og 10.15 B.I. 16 SÝND kl. 4, 6, 8, 10 og 11.30 DAY AFRTER kl. 3, 5.40, 8 og 10.30 MEÐ HINUM EINA SANNA OG OFURSVALA VIN DIESEL Geggjaður hasar og magnaðar tæknibrellur SÝND kl. 10 B.I. 12 HHHHH SV MBL. „Afþreyingar myndir gerast ekki betri.“ HHHH ÓÖH DV „Tvímælalaust besta sumar- myndin.“ ETERNAR SUNSHINE kl. 3, 5.40, 8 og 10.20 SÝND kl. 3, 5, 7, 9 og 11 HHHHH SV MBL. „Afþreyingar myndir gerast ekki betri.“ HHHH ÓÖH DV „Tvímælalaust besta sumar- myndin.“ SÝND kl. 5.30, 8, og 10.30 Frá leikstjóra Pretty Woman Í GAMAN- MYNDINNI MEAN GIRLS kl. 8 HARRY POTTER 3 kl. 5.30 AROUND THE WORLD IN 80 DAYS kl. 5.30, 8 og 10.30Frá framleiðendum Runaway Bride og Princess Diaries ■ KVIKMYNDIR Borðapantanir í síma 896 3536 • www.nanathaistore.com / www.thaimatur.com TI LBOÐ Á VÍN OG MAT: Skeifan 4 (á móti BT) Banthai: Allir kjötréttir á 1290 (aðei ns aðalréttir), allir sjávarréttir frá 1590 (a ðeins aðalréttir) ef þú pantar Thai vín með matnum! Nanathai: Allir kjötréttir á 990 kr. ef þú pantar Thai bjór eða Thai vín með matnum! Tælenskt vín fyrir tælenskan mat Siam Winery hefur unnið verðlaun á International Wine Awards í London og Lissabon. Siam Winery var aðalvínið á APEC ráðstefnunni í október 2003 og fékk verðlaun sem besta tælenska vínið 2003. MUNDU Á NANATHAI HÁDEGISTILBOÐ 890 KR. Leiðist barninu í bílnum? Splunkunýjar hljóðbækur á CD Lína langsokkur Hrói höttur Grimms-ævintýri Skemmtilegu smábarnabækurnar Verð frá kr. 1.790 Fást í bókabúðum og hjá Olís. Hægt að panta í síma 820-0782 eða á hljodbok.is Laugavegi 32 sími 561 0075 www.gitarskoli.com Dauðinn skekur undirheima TÍSKA Þessar föngulegu stúlkur sýndu föt fyrir Evrópustofnun tískuheimsins, á sýningu í Róm á laugardag. Breski leikarinn Kevin McKidd heldur því fram að velgengni mynd- arinnar Trainspotting hafi skemmt töluvert fyrir breskri kvikmynda- gerð. Hann segir að sú staðreynd að myndin hafi skilað 36 milljónum punda í gróða hafi gefið bandarísk- um dreifingaraðilum rangt gildis- mat á breskar myndir. Þetta hafi leitt til þess að fjöldi breskra mynda skiluðu inn minni peningum, en búist hafði verið við. „Það er því ekkert undarlegt að kostunaraðilarnir hafi misst trúna á iðnaðnum,“ segir leikarinn sem sló í gegn sem Tommy McKenzie í Train- spotting árið 1996. „Eftir myndina snerist allt um það hversu svalt Bretland væri. Eftir nokkur ár af nautnalífi byrjuðu kostunaraðilar að velta því fyrir sér hvort við vær- um að eyða of miklum tíma í að reyna vera svöl og hvort við vissum eitthvað hvað við værum að gera. Peningaupphæðirnar sem fóru í það að búa til skítamyndir sem enginn nennti á, hefðu auðveldlega getað fjármagnað fjórar minni myndir þar sem nýir leikstjórar og hand- ritshöfundar hefðu fengið að spreyta sig,“ segir McKidd svekkt- ur að lokum. ■ TRAINSPOTTING Einn úr leikarahóp Trainspotting segir mynd- ina hafa skaðað breska kvikmyndagerð. Trainspotting skaðaði breska kvikmyndagerð David Bowie er á góðum batavegi og virðist ekki hafa látið hjarta- aðgerðina sem bjargaði líf hans í síðasta mánuði draga sig of mikið niður. Bowie var lagður inn á gjör- gæslu í Þýskalandi eftir að í lækn- ar áttuðu sig á því að hann væri með kransæðastíflu. Upphaflega hélt popparinn að hann væri aðeins með klemmda taug í öxl. Bowie þurfti að aflýsa 11 tón- leikum í Evrópu vegna þessa, þar á meðal Hróarskelduhátíðinni, þar sem margir Íslendingar ætl- uðu að sjá hann spila. Hann er nú heima hjá sér í New York að jafna sig. „Ég get ekki beðið eftir því að jafna mig á þessu, svo að ég geti farið að vinna aftur,“ segir hann á heimasíðu sinni. „Ég skal þó lofa ykkur því að ég ætla ekki að semja nein lög um þessa reynslu mína.“ Minnstu munaði að læknar hefðu ekki komið auga á hvað væri að Bowie. En sem betur fer náðist að greina vandann áður en það var um seinan. Talsmenn popparans segja að hann vonist til þess að geta byrjað að vinna aftur í næsta mánuði. Áform hans eru að hljóðrita nýja plötu fram eftir næsta ári. ■ ■ TÓNLIST DAVID BOWIE Kamelljón poppsins er á góðum batavegi og getur ekki beðið eftir því að hafa eitthvað að gera aftur. Á góðum batavegi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.