Fréttablaðið - 12.07.2004, Blaðsíða 64

Fréttablaðið - 12.07.2004, Blaðsíða 64
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 550 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 550 5005, fax: 550 5006, ritstjorn@frettabladid.is Auglýsinga- og markaðsdeild: 550 5010 - fax 550 2727, auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is VI Ð S EG J U M F R É T T I R SM Á A U G L Ý S I N G AS Í M I N N E R 550 5000 ÚTIMÁLNING OG VIÐARVÖRN Börnin í Moldóvu Muniði léttinn sem fór um heiminnþegar Sovétríkin liðuðust í sundur og frelsið gusaðist austur á bóginn? Skyndilega þurfti að prenta ný landakort: Sovétríkin breyttust í fimmtán lönd. Tékkóslóvakía klofnaði í tvennt þegjandi með kurt og pí, meðan Júgóslava sprakk í fimm dvergríki. Á stundu fagnaðarins var eins og flestir væntu þess að vestræn velferð myndi á örskömmum tíma flæða í kjölfar frelsisins. EITT AF löndunum sem spratt fram á Evrópukortinu er Moldóva. Þetta litla land, þriðjungur af Íslandi, kúrir milli Rúmeníu og Úkraínu, og á hvergi land að sjó. Íbúarnir eru fjórar og hálf milljón, flestir náskyldir Rúmenum, en einnig slavar sem hernema eystri hluta landsins í skjóli Úkraínu og Rússlands. Höfuðborg Moldóvu heitir Chisinau og þaðan berast nálega aldrei fréttir. Moldóva er gleymd, enda er þar engin olía að berjast um. MOLDÓVA er fátækasta land Evrópu, fátækari en Albanía. Áttatíu prósent íbúa eru fyrir neðan fátæktarmörk. Fjórir af hverjum fimm. Hörmungasögur berast af aðbúnaði barna í þessu litla landi. Munað- arleysingjahælin eru í mörgum tilvikum mannskemmandi geymslur þar sem mat- urinn þætti ekki samboðinn gæludýrum á Íslandi. Mörg börn komast ekki út allan veturinn af því þau eiga ekki skó á fæt- urna. Nú er sumar í Moldóvu en þarna eru kaldir vetur. KRAKKAÞING Hróksins, sem kom saman til fyrsta fundar á laugardaginn, samþykkti að skipuleggja söfnun á skóm og hlýjum fatnaði fyrir börn í Moldóvu áður en vetur gengur í garð. Krakka- þingið er skipað börnum sem eru virk í starfi félagsins og þau þekkja Victor Bologan, stórmeistarann snjalla sem er virkur í starfi Hróksins. Victor sigraði á sterkasta skákmóti heims á síðasta ári og er einn besti sonur Moldóvu. Hann er nú að skipuleggja skákskóla í tíu þorpum og bæjum Moldóvu, þar sem boðið verður upp á skemmtilega og ókeypis skák- kennslu. Markmið skólans er einfalt: Að fjölga ánægjustundum meðal barna í Moldóvu. EN ALLIR vita að það er erfitt að finna til mikillar ánægju ef manni er mjög kalt. Þess vegna ætla krakkarnir að taka höndum saman í ágúst og safna fötum og skóm handa börnum í Mold- óvu. Þau treysta auðvitað á stuðning okkar sem stærri erum. Allir sem vilja láta gott af sér leiða geta sent línu í hrokurinn@hrokurinn.is, merkt: Börnin í Moldóvu. ■ HRAFNS JÖKULSSONAR BAKÞANKAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.