Fréttablaðið - 14.07.2004, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 14.07.2004, Blaðsíða 1
● víkingur og fram skildu jöfn Landsbankadeild: ▲ SÍÐA 17 Markalaust í Víkinni ● kemur aðstandendum rapptónleikana í opna skjöldu Pink: ▲ SÍÐA 22 Aukatónleikar henn- ar rekast á 50 Cent MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Veffang: visir.is – Sími: 550 5000 MIÐVIKUDAGUR KR MÆTIR SHELBOURNE KR-ing- ar mæta írska liðinu Shelbourne í fyrri leik liðanna í forkeppni meistaradeildar Evrópu í kvöld. Leikurinn verður á Laugar- dalsvelli og hefst klukkan 20. DAGURINN Í DAG VEÐRIÐ Í DAG VÆTA VÍÐA Rigning eða skúrir á landinu. Sýnu mest verður úrkoman suðaustantil. Skúrir vestanlands. Hiti 10-15 stig. Sjá síðu 6. 14. júlí 2004 – 190. tölublað – 4. árgangur STEFNU STJÓRNAR MÓTMÆLT Samhljómur var um það á fundi Framsóknarfélags Reykjavíkur suður að ríkisstjórnin ætti að draga fjölmiðlafrumvarpið til baka. Forystan gagnrýnd fyrir að mæta ekki. Sjá síðu 2 FANGAR FALDIR Rauða krossinn grun- ar Bandaríkjamenn um að halda meintum hryðjuverkamönnum víðsvegar um heim- inn án þess að Rauða krossinum sé kunn- ugt um aðstæður þeirra. Sjá síðu 2 ÓSAMMÁLA LÖGFRÆÐINGAR Lögspekingar sem komu á fund allsherjar- nefndar í gær voru ósammála um það hvort ríkisstjórnin væri að brjóta stjórnar- skrána með fjölmiðlalögunum. Sjá síðu 4 SKATTUR AF HÚSBRÉFUM Greiða ber fjármagnstekjuskatt af húsbréf- um sem skipt er yfir í nýtt kerfi. Ríkið fær því talsvert í sinn hlut í formi fjármagns- tekjuskatts við kerfisbreytinguna. Sjá síðu 6 Kvikmyndir 18 Tónlist 18 Leikhús 18 Myndlist 18 Íþróttir 16 Sjónvarp 21 Hafberg Þórirsson: ▲ Í MIÐJU BLAÐSINS Mikilvægt að allir séu glaðir ● fjármál Sunna Dóra Einarsdóttir: ▲ SÍÐA 14 Á von á hverju sem er í vinnunni ● 18 ára í dag STJÓRNMÁL Samfélagið á að mestu eða öllu leyti að standa straum af kostn- aði nemenda við grunnnám í háskól- um að sögn Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur menntamálaráð- herra. Í vor tók háskólafundur fyrir til- lögu um að óska ætti eftir heimild frá ríkisvaldinu til að innheimta skólagjöld. Töluverður hópur há- skólamanna var fylgjandi þeirri til- lögu en ákvörðun um málið var frestað á fundinum. Nú liggur álit menntamálaráðherra fyrir. Hún telur að ekki eigi að innheimta skóla- gjöld af nemendum í grunnnámi. Þorgerður Katrín telur hins vegar að hið sama eigi ekki við um framhalds- nám, þ.e. mastersnám og doktors- nám, og því þurfi að skoða kosti þess að nemendur standi meiri straum af kostnaði við það. Þorgerður Katrín sér fleiri kosti en galla við slíkt fyrir- komulag. „Fyrir mína parta þá geld ég frek- ar varhuga við því að setja skóla- gjöld á grunnnám. Aftur á móti sé ég fleiri kosti en galla á því að það verði hugsað um það í masters- og doktors- námi,“ segir Þorgerður Katrín. Hún segir að mikil sókn í menntun á síðustu árum hafi gert það að verkum að grunnnám í há- skólum sé orðið mun algengara en áður. „Ég held að það sé ekkert óeðli- legt að samfélagið standi undir því námi að mestu eða öllu leyti. En ég held að við verðum að taka málefni framhaldsnámsins til frekari athug- unar. Þetta vonast ég til að gera á grundvelli faglegrar umræðu en ekki öfgafullrar og vonandi að við getum tekið hana með háskólasam- félaginu,“ segir Þorgerður Katrín. Að sögn Þorgerðar Katrínar hef- ur Samfylkingin lagt áherslu á að koma eigi upp skólagjöldum í há- skólanámi og því leggur hún áherslu á öfgalausa og málefnalega umræðu um málið. „Ég held að við verðum að sjá hvað Háskólinn vill í þessum efn- um en það sem ég hef fyrst og fremst viljað leggja áherslu á er að fá faglega umræðu um kosti og galla skólagjalda,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir. thkjart@frettabladid.is Ekki skólagjöld í háskólunum Menntamálaráðherra telur að samfélagið eigi að mestu eða að öllu leyti að standa straum af kostnaði vegna grunnnáms í háskólum. Hún telur öðru máli gegna um masters- og doktorsnám. FLÓÐ Þorpsbúar ösluðu vatn upp að hnjám í Darphanga í héraðinu Bihar á Indlandi í gær. Verstu monsúnflóð í rúman áratug standa nú yfir í Suður-Asíu og hafa kostað á þriðja hundrað lífið á Indlandi, Bangladess, Nepal og Pakistan af völdum sjúkdóma, raflosts, hruns bygginga og sterkra strauma. Suður-Asía: Verstu flóð í rúman áratug SUÐUR-ASÍA, AP Meira en tíu milljónir íbúa Suður-Asíu hafa orðið fyrir barðinu á monsún- flóðum sem embættismenn telja þau verstu í meira en ára- tug að því er fram kemur á fréttavef BBC. Meira en fimmtíu manns hafa látist á Indlandi síðustu daga og milljónir hafa neyðst til þess að yfirgefa heimili sín. Þriðjungur Bangladess er undir vatni, þrjár milljónir hafa lok- ast af vegna vatnavaxta auk þess sem þeir hafa kostað nokkra lífið. Vont veður og bátaskortur standa í vegi fyrir björgunarað- gerðum á svæðinu en síðan flóðin hófust í júní hafa á þriðja hund- rað látist á Indlandi, Bangladess, Nepal og Pakistan. ■ MANNSHVARF Konan sem leitað hefur verið að frá því á mánudaginn fyrir rúmri viku er enn ófundin. Hörður Jóhannesson yfirlögregluþjónn seg- ir engar nýjar fregnir að hafa af rannsókn lögreglunnar á málinu. Hörður segir að enn gefi menn sér ekkert um það hvort konan sé lífs eða liðin. „Það liggur samt í augum uppi að þar sem við erum með mann í haldi þá er þetta eitthvað málum blandið. Alltént er þetta ekkert venjulegt mannshvarf,“ segir hann. Síðast er vitað um ferðir konunnar, sem er 33 ára frá Indónesíu, sunnu- daginn 4. júlí, en tilkynnt var um hvarf hennar 5. júlí. Fyrrverandi sambýlismaður hennar og barnsfað- ir er í gæsluvarðhaldi en blóð fannst í íbúð hans og bíl sem þykir benda til þess að voveiflegir atburðir hafi átt sér stað. Tæknideild lögreglunnar hefur rannsakað þrjá bíla vegna hvarfs konunnar auk þess að rann- saka íbúð mannsins. Beðið er niðurstöðu DNA-grein- ingar á blóðinu sem fannst en hún fer fram í Noregi. Líklegt þykir að þær upplýsingar skili sér í dag. Sjónarvottur ber að maðurinn hafi sést færa þunga byrði í bíl sinn dag- inn áður en tilkynnt var um hvarf konunnar en það hefur ekki fengist staðfest hjá lögreglu. ■ Búin að vera týnd í níu daga: Málum blandið mannshvarf LÖGREGLA AÐ STÖRFUM Lögreglumenn við íbúð mannsins sem situr í gæsluvarðhaldi vegna hvarfs 33 ára gamall- ar konu í Reykjavík. M YN D /A P

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.