Fréttablaðið - 14.07.2004, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 14.07.2004, Blaðsíða 10
14. júlí 2004 MIÐVIKUDAGUR Einar Már Sigurðarson um fjárlagagerðina: Vinnubrögðin ekki nógu vönduð FJÁRLAGAGERÐ „Það virðist vera að það sé ekki hægt að fram- fylgja fjárlögum gagnvart stofn- unum, eða hin skýringin sem er líklega algengari, að útgjöld stofnana eru vanáætluð. Þá sitja menn uppi með það að það er ekki hægt að fara að fjárlögum,“ segir Einar Már Sigurðarson, þingmaður Samfylkingar, um út- gjöld ráðuneyta og stofnana um- fram fjárheimildir. Einar Már segir þetta koma hvað best í ljós þegar skera þurfi niður. „Tökum stærsta dæmið sem er Landspítali - há- skólasjúkrahús. Þegar stjórn- endur þar gera tillögur um hvernig þeir geta framfylgt fjár- lögum treystir ráðherra sér ekki til að samþykkja slíkt. Þetta seg- ir okkur að þrátt fyrir fagurgal- ann eru vinnubrögð við fjárlögin ekki nægilega vönduð. Niðurstöður Ríkisendurskoð- unar koma Einari Má ekki á óvart. Stjórnarandstaðan hafi bent á þetta árum saman en ekk- ert verið aðhafst. ■ Minni festa hér en víða erlendis Fjármálaráðherra hafnar því að áætlanagerð fjármálaráðuneytisins sé jafn slæm og lesa má um í skýrslu Ríkisendurskoðunar en segir að þó megi bæta hana. Einar Már Sigurðarson segir fjárlagaferlið meingallað. FJÁRLAGAGERÐ „Ljóst er að verulegrar ónákvæmni hefur gætt undanfarin ár í þeim spám og forsendum sem fjárlög hafa byggst á. Áform um aukningu samneyslunnar hafa eng- an veginn staðist.“ Þetta er meðal þess sem kemur fram í skýrslu Ríkisendurskoðunar um framkvæmd fjárlaga síðasta árs og yfirliti yfir rekstur ríkissjóðs á árunum 1999 til 2002. Þar er einnig bent á að umfram- keyrsla ráðuneyta og stofnana hafi komið í veg fyrir að markmið stjórn- valda um hóflega aukningu útgjalda hafi gengið eftir. Erlendis heyri það til undantekninga að stofnanir fari fram úr fjárheim- ildum en hér hafi 210 af 530 fjárlaga- liðum reynst dýrari þegar upp var staðið en stefnt var að við sam- þykkt fjárlaga. Sérstaklega er fundið að því að fjármálaráðuneytinu hafi farist illa að spá fyrir um vöxt einkaneyslu og hagvaxtar auk þess sem samne- ysla hafi aukist mun meira en spáð var. Þannig segir í skýrslunni að samneysla hafi aukist fjórfalt meira en gert var ráð fyrir á árun- um 1999 til 2002, einkaneysla hafi aukist nær þrefalt meira en spáð var og verg landsframleiðsla rúm- lega þrefalt meira en sem nam spá ráðuneytisins. Bæta má áætlana- gerðina Geir H. Haarde fjármálaráðherra tel- ur hluta skýrslunnar óvandaðan og segir að í kaflanum um þjóðhagsstærðir séu bornar saman tölur sem séu ekki saman- burðarhæfar. Þannig sé því haldið fram að verg landsfram- leiðsla hafi aukist rúmlega fjórfalt meira á síðasta ári en um þau 2,5 prósent sem fjármála- ráðuneytið hafi spáð. „Þetta er óskil- janlegt. Það hefur enginn upplifað hér tíu prósenta hagvöxt í raun.“ Hann segir að sér virðist sem ekki hafi verið tekið tillit til verðbólgu í skýrslu Ríkisendurskoðunar. Fjármálaráðherra segir skýrsl- una því um sumt villandi þó hún sé um margt ágæt. Hann viðurkennir þó að hægt sé að bæta áætlana- gerðina. „Það má alltaf gera betur og það má alltaf bæta þetta,“ segir Geir. „Auðvitað er það þannig að enn er langt í land með að koma upp jafn mikilli festu í þetta og sums staðar annars staðar er. En að hluta til get- ur það nú verið kostur. Ég viður- kenni það fyrstur manna að það má betrumbæta þetta.“ Markmið og niðurstaða „Ég tel ekki óeðlilegt að bera sam- an fjárlög og útkomuna,“ svarar Sig- urður Þórðarson ríkisendurskoðandi þeirri gagnrýni fjármálaráðherra að borin séu saman fjárlög og útkoma en ekki endanlegar fjár- heimildir að teknu tilliti til fjáraukalaga annars vegar og útkoman hins vegar. Framúrakstur ríkissjóðs er einn milljarður króna um- fram fjárheimildir á fjár- lögum og fjáraukalögum en Ríkisendurskoðun benti á að afkoma ríkissjóðs varð tæpum fjórtán milljörðum króna lakari en stefnt var að við samþykkt fjárlaga. „Þetta eru tölur sem við höfum tekið upp úr annars vegar fjárlagafrumvarp- inu og hins vegar hagtölum frá Hagstofu Íslands,“ seg- ir Sigurður aðspurður um gagnrýni Geirs á hvaða tölur séu not- aðar við samanburð á spám fjármála- ráðuneytis og niðurstöðu ríkisreikn- ings. „Við erum aðallega að benda á hvort vandinn liggi meðal annars í því að menn séu ekki nógu forspáir í forsendunum.“ Fjárlagaferlið meingallað „Fjárlagaferlið er meingallað, eins og við höfum bent á undanfarin ár,“ segir Einar Már Sigurðarson, fulltrúi Samfylkingar í fjárlaga- nefnd Alþingis. Hann telur skýrsl- una styðja málflutning stjórnarand- stöðu á undanförnum árum um að stjórnvöld hafi klikkað í að áætla hvort tveggja tekjur og útgjöld. Hann tekur sem dæmi afskriftir skatttekna sem hafi árum saman verið áætlaðar mun hærri en þær séu, það megi rekja til þess að skatt- stjórar áætli himinháar tekjur á þá sem telja ekki fram. Þetta sé tekið gott og gilt við fjárlagagerðina en skili sér aldrei nema að hluta í ríkis- sjóð. Einar Már segir mikið áhyggju- efni að spár um þjóðhagstölur gangi ekki eftir. „Á þessum spám er áætl- anagerðin byggð. Til að fjárlögin geti verið traust og markverð verð- ur grunnurinn að vera markverður. Ég held að þetta liggi ekki síst í því að grunnurinn sem fjárlögin byggja á er ekki réttur.“ Einar Már vill láta endurskoða grunninn sem fjárlagavinnan bygg- ir á og núllstilla stofnanir sem hafi ekki fengið nægar fjárveitingar fyrir verkefni sín. Hann segir að fjárlaganefnd ætti að koma fyrr að fjárlagagerðinni og að stórauka ætti eftirlitshlutverk hennar. ,,Auðvitað er það þannig að enn er langt í land með að koma upp jafn mikilli festu í þetta og sums staðar annars staðar er. RÍKISENDURSKOÐANDI Eðlilegt að bera saman markmið og útkomu. FJÁRMÁLARÁÐHERRA Á ALÞINGI Ósammála þeirri ákvörðun Ríkisendurskoðunar að bera saman fjárlög og niðurstöðu ríkis- sjóðs frekar en allar fjárheimildir og niðurstöðuna. EINAR MÁR SIGURÐARSON Stjórnendur stofnana standa of oft frammi fyrir því að brjóta fjárlög eða lög um verkefni stofnana sinna. 10,6 1,3 8,0 13,4 7,2 1,5 -1,9 3,6 -3,1 -3,5 1999 2000 2001 2002 2003 HLUTFALLSLEGUR AFGANGUR Markmið fjárlaga og niðurstaða. Fjárlög Niðurstaða HEIMILD: UNNIÐ ÚR TÖLUM RÍKISENDURSKOÐUNAR.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.