Fréttablaðið - 14.07.2004, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 14.07.2004, Blaðsíða 12
Þegiðu! Teljist stjórnsemi til kosta í fari forsætis- ráðherra geta menn fagnað því að Halldór Ásgrímsson er búinn að tileinka sér hana tímanlega fyrir 15. september. Á síðu einni á netinu, sem kennd er við auðvaldið, er eftirfarandi frásögn í gær undir fyrirsögninni Sig- urði Kára sagt að þegja!: „Sigurður Kári Kristjánsson og Halldór Ásgrímsson voru staddir í matar- boði í Sviss. Er Sig- ur[ður] Kári fer að fara með ræðu um ógagn Evr- ó p u s a m - bandsins k u Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra hafa barið í borð og sagt þegiðu! Ég sel þessa sögu nokkuð dýrt. Ég fékk skrif- legt leyfi fyrir að skúbba henni“. Ekki er hægt að skilja frásögnina öðru vísi en svo að Sigurður Kári hafi þagnað við þessa skipun utanríkisráðherra. Það bendir kannski til þess að sjálfstæðis- menn ætli að vera jafn þægir nýjum forsætisráðherra og framsóknarmenn hafa verið fráfarandi leiðtoga ríkis- stjórnarinnar. Moggi bendir á skírlífi Leiðarahöfundum dagblaðanna er ekk- ert mannlegt óviðkomandi. Í gær gerir Morgunblaðið viðbrögð við alnæmis- vandanum að umræðuefni í forystu- grein. Fram kemur að Bandaríkjamenn ætli á næstu fimm árum að verja fimmtán milljörðum króna til barátt- unnar en liggi undir ámæli fyrir að eyrnamerkja þriðjung fjárins samtökum sem „byggja á trúarlegum grunni og leggja áherslu á skírlífi“. Leiðarahöfund- ur blaðsins er ekki viss um hvort þetta er sanngjörn gagnrýni: „Bent hefur ver- ið á að í Úganda hafi verið lögð áhersla á skírlífi og hvergi hafi náðst betri ár- angur í baráttunni gegn alnæmi en þar“. Til að gæta allrar sanngirni er þessu svo bætt við: „Gagnrýnendur segja hins vegar að það muni litlu skila að predika skírlífi og mun vænlegra til ár- angurs sé að reka áróður fyrir notkun smokka“. Nú bíðum við spennt eftir frek- ari hugleiðingum Morgunblaðsmanna um þessi efni. Smokkar eða skírlífi, þar liggur efinn! Að undanförnu hefur verið nokkur umræða um rekstur íslenska heil- brigðiskerfisins. Tilefnið er tvær erlendar skýrslur, önnur frá Fra- ser Institute í Vancouver í Kanada og hin frá OECD. Niðurstaða beggja er að kostnaður við ísl- enska heilbrigðiskerfið hefur auk- ist talsvert á undanförnum árum og við erum komin í hóp þeirra þjóða sem eyða hæstu hlutfalli af vergri þjóðarframleiðslu til þess- arar þjónustu. Hugsanlegar skýr- ingar eru verulegar launahækkan- ir heilbrigðisstétta fyrir nokkrum árum og mikill kostnaður við sam- einingu spítalanna í Reykjavík en hagræðing af því hefur ekki skilað sér enn. Kanadíska skýrslan er sérstök að því leyti að þar er skoðuð aldurssamsetning þeirra þjóða sem fjallað er um. Kostnaður við þá sem eru eldri en 65 ára er meira en fimm sinnum meiri en kostnað- urinn við yngri hópinn. Í ljós kem- ur að meðalfjöldi aldraðra þessara þjóða er 14,6% af fjölda íbúa. Á Ís- landi er þessi hópur 11,7% sem er með því lægsta (Írar eru með 11,2%), en t.d. er Svíþjóð með 18,4%. Samkvæmt þessu er ísl- enska heilbrigðiskerfið eitt það dýrasta í heimi. Árið 2020 verður hlutfall aldraðra hér á landi orðið 15,3%. Útgjöld til heilbrigðismála munu því aukast verulega á næstu árum vegna mikillar fjölgunar aldraðra. Báðar skýrslurnar skoða ýmsar tölur um árangur þjónust- unnar t.d. ungbarnadauða, burðar- málsdauða, meðalaldur, árangur af krabbameinsmeðferð, aðgengi að sérfræði- og spítalaþjónustu, að- gengi að tölvusneiðmyndatökum og segulómrannsóknum. Einnig er skoðað hversu hátt hlutfall ein- staklingar greiða og hvernig rétt- indi sjúklinga eiga innan trygg- ingakerfis. Alls staðar komum við mjög vel út þannig að faglega virð- ast málin í góðu lagi hjá okkur. Ljóst er að þær þjóðir sem hér er fjallað um nota ýmsar leiðir til að ná fram sem bestri þjónustu fyrir sem minnstan kostnað. Engin ein leið stendur þar upp úr. OECD- skýrslan ræðir um réttindi sjúk- linga og kemst að þeirri niður- stöðu að mikið tillit þurfi að taka til þeirra og almenna reglan sé sú að réttast sé að veita sjúklingum þá þjónustu sem þeir þurfa sem fyrst. OECD kemur inn á ýmsa stjórnunarþætti í skýrslunni. Þeir ræða um fyrirkomulag trygginga- þáttarins og finna ýmislegt að einkareknum tryggingakerfum og telja jafnvel að opinber trygginga- kerfi, eins og við höfum, tryggi rétt sjúklinganna betur. Þegar kemur að rekstri einstakra þátta verði menn að meta hvort einka- rekstur eða opinber rekstur eigi betur við. Þeir telja að einkarekst- ur eigi betur við í heilsugæslu og sérfræðiþjónustu en um rekstur spítala gildi það ekki endilega. Að- ferðin við fjármögnun þjónustunn- ar er mjög mikilvæg. Í skýrslu OECD kemur skýrt fram sú skoð- un að föst fjárlög eru úrelt, dragi úr afköstum og geti verið skaðleg. Mikil áhersla er lögð á afkasta- tengda fjármögnun fyrst og fremst byggða á DRG kerfinu, en margir hafa reynt blandaða fjárm- ögnun (t.d. Norðmenn) með góðum árangri. Hér erum við mörgum árum á eftir öðrum þjóðum. Um launakerfi heilbrigðisstétta gildir að í tengslum við breytta fjár- mögnun er rétt að skoða hvort það eigi að afkastatengja þau. Föst laun hafi letjandi áhrif en afkasta- tengd laun eigi mjög vel við og séu hagkvæm. Í skýrslunni er getið um laun heimilislækna í ýmsum löndum sem eru með þeim hætti en hér á landi voru gerðir launa- samningar nýlega sem ganga í þveröfuga átt. Hér á landi stjórnar sami aðili tryggingaþættinum og rekstrar- þættinum að verulegu leyti. Marg- ar þjóðir hafa skilið þarna á milli og jafnvel þar sem ríkið stjórnar báðum þáttunum hafa þau falið tveim aðskildum stofnunum hlut- verkið. Reynslan hefur verið mjög góð af þessu fyrirkomulagi. Einnig er rétt að skoða aðrar breytingar í stjórnun, draga úr miðstýringu í því skyni að koma í veg fyrir sóun og auka framleiðni hinna ýmsu þátta starfseminnar. Lögð er mikil áhersla á mikil- vægi upplýsinga til sjúklinga og að finna leiðir til að leysa vanda þeir- ra á sem hagkvæmastan hátt. Auka eigi verulega heimahjúkrun og hjúkrunarrými. Allir vita hvernig staðið hefur verið að þeim málum hér á landi sbr. þá atburði sem urðu vegna kjaradeilna við starfsfólk heimahjúkrunar fyrir nokkru. Einnig er hér verulegur skortur á hjúkrunarrými en ríkis- stjórnin breytti lögum um fram- kvæmdasjóð aldraðra á þann hátt að stór hluti hans var tekinn í rekstur stofnana í stað þess að mæta þörf fyrir ný pláss. Því er verulegur skortur á þessari að- stöðu og á annað hundrað sjúk- linga hafa þurft að dvelja lengur á bráðasjúkrahúsum við mun meiri kostnað. Eftir lestur þessara skýrslna er ljóst að veruleg sóun á sér stað hér á landi í rekstri heilbrigðisþjón- ustunnar. Biðlistar hafa verið langir og kostað mikið. Með því að auka heimahjúkrun og fjölga hjúkrunarplássum er hægt að spara mörg hundruð milljónir króna á hverju ári. Sameining spítalanna hefur kostað nokkra milljarða en hagnaður sameining- ar verður ekki fyrr en bráðaþjón- ustan hefur verið færð á einn stað. Hugmyndir stjórnvalda í þeim efnum kosta 40 milljarða og vafa- samt er að nokkurn tíma verði byggingar við Hringbraut að veru- leika. Möguleiki er að ná hagræð- ingunni mun fyrr og mun ódýrar með uppbyggingu í Fossvogi skv. tillögum ráðgjafa Ementor í Dan- mörku. Sú sóun sem á sér stað í heil- brigðisþjónustunni hér á landi skiptir mörgum milljörðum króna á hverju ári. Mjög nauðsynlegar breytingar á rekstri hennar eru eingöngu á valdi stjónmálamanna að leysa. ■ F orsvarsmenn bæði Gallup á Íslandi og Félagsvísindastofnunarhafa tjáð sig um nýlega skoðanakönnun Fréttablaðsins í ríkis-miðlunum – annars vegar á Rás 2 og hins vegar Ríkissjónvarpinu. Báðir hafa dregið niðurstöður kannana Fréttablaðsins í efa á þeim for- sendum að þær séu ekki gerðar með sömu aðferðum og þessi tvö fyrir- tæki noti þegar þau framkvæma kannanir. Það er í sjálfu sér eðlileg kennd að finnast sinn fugl fagur og ekki hægt að skamma þessa ágætu fulltrúa sinna fyrirtækja fyrir að hafa trú á eigin könnunum. Það er hins vegar engin ástæða fyrir þá að reyna að telja fólki trú um að fuglar annarra séu ljótir. Og í þessu tilfelli eiga þeir að vita betur. Gagnrýni þessara aðila á þær aðferðir sem notaðar eru við kannanir Fréttablaðsins er síður en svo ný af nálinni. Hana má rekja aldarfjórð- ung aftur í tímann eða allt aftur til þess tíma þegar Dagblaðið gamla hóf að gera skoðanakannanir undir stjórn Hauks heitins Helgasonar aðstoð- arritstjóra. Haukur var ágætlega Ameríkumenntaður hagfræðingur og vel kunnugur skoðanakönnunum. Hann beitti sambærilegum aðferðum og annar Ameríkumenntaður frumkvöðull skoðanakannana á Íslandi, Bragi Jósepsson. Þeir töldu að íslenskt samfélag væri svo einsleitt að flóknar aðferðir við val á úrtaki eða lýðfræðilegur útreikningur á svör- um í könnunum væri ekki aðeins ónauðsynlegt heldur gæti jafnvel skekkt niðurstöður kannana. Flókin aðferðafræði við framkvæmd skoð- anakannana sem er nauðsynleg við könnun á afstöðu allra íbúa Banda- ríkjanna til tiltekins máls getur verið fullkomlega óþörf ef aðeins á að kanna afstöðu fólks í litlu úthverfi einnar borgar. Ef ekki er að búast við miklum afstöðumun eftir aldri, menntun eða atvinnu nægir að hringja tilviljanakennt í nægjanlega stóran hóp fólks til að fá mynd af afstöðu allra íbúanna. Eins og við kannanir Dagblaðsins og síðar DV er ekki stuðst við fyrirframvalið úrtak í könnunum Fréttablaðsins. Símanúmer eru valin tilviljanakennt og vanalega hringt þar til fengin eru 800 svör – en stund- um eru gerðar stærri kannanir. Þau skiptast jafnt á milli kynja og hlut- fallslega eftir kjördæmum. Flóknara er það ekki. Þótt til sé hátimbraðri aðferðafræði þá hefur reynslan sýnt að þeir Haukur og Bragi höfðu rétt fyrir sér. Skoðanakannir Dagblaðsins og síðar DV og Fréttablaðsins hafa reynst vera með allra bestu skoðanakönnunum þegar þær eru bornar saman við kosningar. Skoðanakönnun Fréttablaðsins sagði þannig fyrir um úrslit forsetakosninganna í síðasta mánuði og var næst úrslitum síðustu þingkosninga ásamt könnun Gallup. Í þeim kosningum sýndi könnun Félagsvísindastofnunar niðurstöðu sem var fjarri kosn- ingaúrslitum. Þessa ágætu sögu skoðanakannana Fréttablaðsins og for- vera þess þekktu báðir fulltrúarnar sem vildu draga úr trúverðugleika þeirra og hefðu vel mátt vitna til hennar. Stundum látum við Íslendingar eins og nýmenntað fólk sem – alveg eins og nýríkir – getur verið full upptekið af því sem það hefur nýlega öðlast. Auðvitað er aðferðafræði skoðanakannana hin ágætustu vísindi en flókin aðferðafræði þarf ekki að gera kannanir betri þótt þau kitli fræðimannsmetnað aðstandenda þeirra. Páll postuli segir einhvers stað- ar að við skyldum reyna allt og halda því sem gott er. Miðað við reynsl- una af könnunum Dagblaðsins, DV og síðan Fréttablaðsins er augljóst að þær aðferðir sem Haukur Helgason mótaði fyrir aldarfjórðungi eru enn jafn góðar – oftast betri – en þær aðferðir sem helstu gagnrýnend- ur þeirra vilja styðjast við. Í þessu, sem öðru, mun Fréttablaðið halda því sem gott er. ■ 14. júlí 2004 MIÐVIKUDAGUR MÍN SKOÐUN GUNNAR SMÁRI EGILSSON Aldarfjórðungs gömul deila hefur vaknað að nýju eftir síðustu skoðanakönnun Fréttablaðsins. Höldum því sem gott er Dýrt heilbrigðiskerfi á Íslandi ORÐRÉTT Dýrkeyptur stóll Hrun Framsóknarflokksins sem birtist í skoðanakönnun Frétta- blaðsins í dag kemur ekki á óvart. Þeir láta íhaldið niðurlæg- ja sig og beygja í hverju málinu á fætur öðru og virðast una sér bærilega í því hlutverki að vera hækja íhaldsins. Allt fyrir stól- inn hans Halldórs 15. september n.k., sem sannarlega er orðinn þjóðinni dýrkeyptur. Jóhanna Sigurðardóttir alþingismað- ur á heimasíðu sinni. althingi.is/johanna 11. júlí. Á miðjum vegi Sérstaklega þykir Víkverja óþægilegt þegar hann mætir stórum jeppum sem ekið er af mönnum sem hafa ákveðið að best sé að miða við það að hvítu rendurnar á miðjum veginum eigi líka að vera undir miðjum bílnum, svona svolítið eins og á einteinslest. Víkverji er nýkominn úr „dásamlegu og langþráðu fríi“ og hefur frá mörgu að segja. Morgunblaðið 13. júlí. FRÁ DEGI TIL DAGS H ó t e l E d d a Í s a f i r › i Sími 444 4000 • www.hoteledda. is Hótel Edda Ísafjörður er í Ísafjarðarbæ, hjarta mannlífsins á Vestfjörðum. Þaðan er auðvelt að ferðast til stórfenglegra áfangastaða um allt Djúpið, t.d. Hornstranda, Jökulfjarða, Vigur, Æðeyjar... Aðalvík, Vigur ... degitildags@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: Frétt ehf. RITSTJÓRI: Gunnar Smári Egilsson FRÉTTASTJÓRI: Sigurjón M. Egilsson RITSTJÓRNARFULLTRÚAR: Steinunn Stefánsdóttir og Jón Kaldal AUGLÝSINGASTJÓRI: Þórmundur Bergsson RITSTJÓRN, AUGLÝSINGAR OG DREIFING: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is SETNING OG UMBROT: Frétt ehf. PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablað- inu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu sendingarkostnaðar, 1.100 krónur á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 Sú sóun sem á sér stað í heilbrigðis- þjónustunni hér á landi skiptir mörgum milljörðum króna á hverju ári. Mjög nauðsynlegar breytingar á rekstri hennar eru eingöngu á valdi stjónmálamanna að leysa. ÓLAFUR ÖRN ARNARSON LÆKNIR UMRÆÐAN HEILBRIGÐISKERFIÐ ,,

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.