Fréttablaðið - 14.07.2004, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 14.07.2004, Blaðsíða 13
Smáauglýsingar byrja í dag á bls. 8 Flokkar & fjöldi Bílar & farartæki 169 stk. Keypt & selt 25 stk. Þjónusta 42 stk. Heilsa 8 stk. Skólar & námskeið 1 stk. Heimilið 12 stk. Tómstundir & ferðir 8 stk. Húsnæði 25 stk. Atvinna 17 stk. Tilkynningar 3 stk. Hvað á gjöfin að kosta? BLS. 2 Góðan dag! Í dag er miðvikudagur 14. júlí, 196. dagur ársins 2004. Reykjavík 3.38 13.34 23.27 Akureyri 2.52 13.18 23.41 Heimild: Almanak Háskólans Sólarupprás Hádegi Sólarlag Gróðrarstöðin Lambhagi við Vesturlands- veg fagnar 25 ára afmæli sínu um þessar mundir en þar var fyrsta vistvæna græn- metisræktunin á Íslandi. Hafberg Þórisson, stofnandi og eigandi Lambhaga segir að fyrstu árin hafi verið erfið og einkum vegna þess að vistvæn ræktun er miklu dýrari en venjuleg ræktun. „Í vist- vænni ræktun felst að engin eiturefni eru notuð og nákvæmlega er skráð hvernig grænmetið er meðhöndlað við ræktunina. Á viku flytjum við ránmaura og flugur til landsins fyrir 8000 kr. Þau éta sníkjudýrin svo ekki þarf að nota skordýraeitur og annað þess háttar. En auðvitað var þetta mjög dýrt og hætta á að varan yrði of dýr fyrir neytendur.“ Þegar Lambhagi var að byrja var erfitt að markaðssetja vöruna og verðleggja hana. „Þannig að ég settist niður með versl- unareigendum og við fundum út í samein- ingu hvað við þyrftum hvor um sig að hafa fyrir okkar snúð. Ég held að ráðgjöf mín til þeirra sem leggja út í eitthvað svipað sé að hafa gott samstarf milli þess sem kaupir, þess sem selur og þess sem framleiðir. Best er að haga málum þannig að allir séu glaðir og neytandinn fái salatið sitt á sem hag- stæðastu verði án þess þó að nokkur þurfi að borga með því. Lambhagi væri ekki orðinn 25 ára ef við hefðum ekki haft þetta að leiðarljósi,“ segir Hafberg sem hyggur á lífræna ræktun í góðu samstarfi við kaup- endur. ■ Ef stofna á fyrirtæki: Passa að allir séu glaðir fjarmal@frettabladid.is Verðbólga er minni í júlí sé miðað við júnímánuð. Þannig var verðbólga 3,6% í júlí en hún var 3,9% í júní og vantaði einungis 0,1% til að rjúfa efri þolmörk pen- ingastefnunnar. Vísitala neyslu- verðs í júlí lækkaði um 0,47% frá fyrra mánuði. Þetta er nokkuð meiri lækkun en viðskiptabankarnir þrír voru að spá en þeir spáðu lækkun á bilinu 0,2% til 0%. Að mati Íslandsbanka eru nú kjöraðstæður til að sækja fé á hlutafjármarkað. Mikið fé er í um- ferð og fjármögnun hlutabréfa gengur greiðlega fyrir sig. Spurn er eftir nýjum kostum á markað- inum en nýtt félag hefur ekki bæst í hópinn í Kauphöllinni síðan Medcare Flaga var skráð síðasta haust. Þau félög sem hafa sagst vera að íhuga skráningu, svo sem Atlanta, Tölvumyndir og Norðurljós, virðast hins vegar vera stutt komin af stað í því ferli. Af einkavæðingu Landssímans hef- ur ekkert frést síð- ustu mánuði. Kaupþing Bún- aðarbanki hf. hefur ákveðið að breyta skráningartímabili komandi forgangsréttarútboðs. Skráningartímabilið hefur verið fært fram yfir birtingu sex mán- aða uppgjörs bankans. Í stað þess að hluthafar skrái sig fyrir hinum nýju hlutum á tímabilinu frá 21. júlí 2004 til 4. ágúst 2004, mun skráningartímabilið hefjast þann 29. júlí og loka- dagur þess verða 6. ágúst. Að öðru leyti er fyrirkomulag út- boðsins óbreytt frá því sem fram kom í fyrri tilkynningu. Smáauglýsingar á 750 kr. visir.is SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 550 5000 Liggur í loftinu Í FJÁRMÁLUM Húsbíll. Fiat Ducato TDI árg. ‘01 með svefnplássi fyrir 6. Sólskyggni, topp- grind, hjólagrind. Einn með öllu. S. 892 2594 & 899 7005. Til sýnis hjá Evró, Skeifunni. Safi turnlyfta til sölu. Árg. ‘98, í mjög góðu lagi. Nýskoðuð af vinnueftirlitinu. Lengd á palli 7 m. Breidd 1 m, stækk- anleg í 1,7 m. Vinnuhæð nú 22 m. Verð kr. 1.400.000 staðgreitt + vsk. Uppl. í s. 896 6614. FASTEIGNIR HEIMILI HEILSA HÚS NÁM FERÐIR MATUR VIÐBURÐIR BÍLAR ATVINNA FJÁRMÁL TÍSKA NEYTENDUR o.fl. þú færð líka allt sem þig vantar á Hafberg segir að vistvænt grænmeti hafi ekki verið auðveld söluvara fyrir 25 árum.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.