Fréttablaðið - 14.07.2004, Blaðsíða 31

Fréttablaðið - 14.07.2004, Blaðsíða 31
23MIÐVIKUDAGUR 14. júlí 2004 Vanafastir Prins Póló-unnendur hafa líklegast tekið eftir því að pólska súkkulaðikexið hefur tekið nokkrum breytingum. Þó bara á útsölustöðum Essó, eins og er, en bráðlega mun breytingin verða til frambúðar í öllum sjoppum. „Málið er að við erum að fá nýtt Prins Póló en það komu þó á undan nokkur eintök á Essó-stöðina í pólskum umbúðum vegna þess að þeir flytja þetta beint inn sjálfir,“ segir Þorgeir Pétursson, deildar- stjóri sælgætis hjá Ásbirni Ólafs- syni ehf. „Þetta er með meira súkkulaði. Við munum kynna þetta sem nýtt Prins Póló. Nýja Prins Póló er mjórra og lengra. Prins Póló er að breytast. Hér eftir verð- ur það á pólsku fyrir Pólland og á íslensku fyrir Íslendinga.“ Þorgeir segir að bragðið muni þó ekki taka miklum breytingum. „Þegar það kemur ætlum við að gefa mikið af því, svona til þess að leyfa fólki að smakka. Þessu var eiginlega þjófstartað fyrir okkur.“ Prins Póló léttist úr 40g í 38g en Þorgeir gat ekki gefið upp hvort fitumagnið breytist mikið með auknu súkkulaðimagni. Ekk- ert hefur enn verið ákveðið með hvort verðið breytist í kjölfarið. „Þá á bara eftir að skoða það og við gerum það um leið og þetta skilar sér í hús,“ segir hann að lokum. ■ Mjórra og lengra Prins Póló BRYNDÍS SVEINBJÖRNSDÓTTIR OG SIGRÚN BALDURSDÓTTIR Þær eru nemendur í fata- og textílhönnun við Listaháskóla Íslands. Þær hönnuðu sína eigin fatalínu undir merkinu Lykkjufall..úps... en flíkurnar voru m.a. sýndar á Face North um helgina. Í dag ætla stöllurnar að leyfa almenningi að njóta góðs af afrakstri sumarsins og setja upp alls- herjar sölu á fatnaðinum í félagsmiðstöðinni Þróttheimum við Holtaveg 11. ÞAR SEM ÍSLENDINGUM FINNST SKEMMTILEGAST AÐ DJAMMA FÖSTUDAG 16. 07.’04 GAY PRIDE BALL MIÐAVERÐ 1000 KR. / HÚSIÐ OPNAR KL. 11 HINSEGIN DAGAR Í REYKJAVÍK KYNNA: SKJÖLDUR "MÍÓ" EYFJÖRÐ FRUMFLYTUR GAY PRIDE LAGIÐ 2004 STYRKTAR Dj PÁLL ÓSKAR HOMMALEIKHÚSIÐ HÉGÓMI SÝNIR PLÖTUSNÚÐUR DRAGSHOW ALLUR ÁGÓÐI AF MIÐASÖLU RENNUR TIL HINSEGIN DAGA, SEM HALDNIR VERÐA Í REYKJAVÍK DAGANA 6.-7. ÁGÚST 2004 ÞÖKKUM STUÐNINGINN. K Ö -H Ö N N U N / P M C

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.