Fréttablaðið - 15.07.2004, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 15.07.2004, Blaðsíða 1
● gerði jafntefli, 2–2, gegn shelbourne Meistaradeildin: ▲ SÍÐA 28 KR missti niður unninn leik ● heimilisleg stemning og baráttuhugur Snorri Már Skúlason: ▲ SÍÐA 42 Grípur enska bolt- ann á Skjá einum MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík — sími 550 5000 FIMMTUDAGUR EVRÓPULEIKUR Á SKAGANUM Skagamenn taka í kvöld á móti eistneska liðinu TVMK í Evrópukeppni félagsliða. Leikurinn fer fram á Akranesvelli og hefst klukkan 19.15. DAGURINN Í DAG VEÐRIÐ Í DAG BJART MEÐ KÖFLUM víðast hvar á landinu. Stöku skúrir með suðurströndinni og síðan víða síðdegisskúrir. Hiti 12-17 stig. Sjá síðu 6 15. júlí 2004 – 191. tölublað – 4. árgangur NORÐMENN TELJA SIG Í RÉTTI Norsk yfirvöld láta kvartanir Íslendinga vegna meintra brota Norðmanna á Sval- barðasamningnum sem vind um eyru þjóta. Utanríkisráðuneytið viðurkennir að eiga í fá önnur hús að venda en að hefja lögsókn. Sjá síðu 2 FAGNA UMMÆLUM Rektor Háskóla Íslands og formaður Stúdentaráðs fagna ummælum menntamálaráðherra um skóla- gjöld í grunnnámi. Sjá síðu 4 DREGUR EKKI ÚR ATVINNULEYSI Þrátt fyrir aukinn hagvöxt dregur ekki úr at- vinnuleysi. Vaxtahækkanir vinna gegn minnkandi atvinnuleysi. Sjá síðu 6 FRAM ÚR FJÁRLÖGUM Talsverður munur er á fjárlögum og endanlegri niðurstöðu á rekstri ríkissjóðs. Sjá síðu 8 Kvikmyndir 38 Tónlist 34 Leikhús 34 Myndlist 34 Íþróttir 26 Sjónvarp 40 Valgerður Guðnadóttir: ▲ Í MIÐJU BLAÐSINS Kjólar við öll tækifæri ● ferðir ● tíska ● heimili Þorleifur Örn Arnarsson: ▲ SÍÐA 24 Grátbiður um tveggja stunda frí ● 26 ára í dag FJÖLMIÐLALÖG Máttarstólpar Fram- sóknarflokksins hafa í rúma viku unnið markvisst að því að fá Sjálf- stæðisflokkinn til að fallast á að draga nýja fjölmiðlafrumvarpið til baka og ná þannig pólitískri sátt um málið. Áhrifamenn innan Fram- sóknarflokksins telja að það strandi einungis á einum manni að samstaða náist um það milli stjórn- arflokkanna, Davíð Oddssyni, sem virðist algjörlega óhagganlegur í því að keyra frumvarpið í gegn eins og til stóð. Flokksmenn sögðust í samtali við Fréttablaðið leita pólitískrar lausnar á málinu. „Það er ekkert hægt að segja um þetta mál fyrr en öll kurl eru kom- in til grafar. Ríkisstjórnarflokkarn- ir munu auðvitað setjast yfir þá niðurstöðu sem kemur fram eftir vinnu allsherjarnefndar og hvort þá verða leiknir pólitískir leikir eða ekki ætla ég ekki að fullyrða hér um, við verðum bara að sjá til,“ sagði Guðni Ágústsson. Framsóknarmenn óttast öðru fremur afleiðingar þess fyrir flokk- inn ef forseti neiti nýju lögunum staðfestingar. Þeir sögðu það ekki einungis óviðunandi fyrir flokkinn, heldur alla þjóðina, ef upp kæmi þrá- tefli milli forseta og Alþingis. Framsóknarmenn segja að ráðherr- ar og þingmenn Sjálfstæðisflokksins séu sumir hverjir hlynntir því að málið verði lagt til hliðar um hríð. Hins veg- ar séu hendur þeirra bundnar þar til Davíð breyti um skoðun. Sjálfstæðismenn í allsherjar- nefnd sögðu í samtali við Fréttablaðið það alls ekki útilokað að breytingar verði gerðar á frumvarpinu. Aðspurðir sögðust framsóknar- menn telja að rétt væri að leggja rík- isstjórnarsamstarfið í hættu ef ekki næðist sátt meðal ríkisstjórnarflokk- anna um að draga frumvarpið til baka. Ekki mætti stefna framtíð flokksins í hættu fyrir það eitt að sátt haldist innan ríkisstjórnarinnar. Ekki náðist í Davíð Oddsson í gær. Halldór Ásgrímsson var fjarverandi. sda@frettabladid.is Sjá nánar á síðu 18. Framsókn hótar að slíta stjórnarsamstarfinu Menn í innsta hring Framsóknarflokksins fullyrða að flokkurinn muni fremur slíta stjórnarsam- starfinu en keyra fjölmiðlafrumvarpið óbreytt í gegn. Mikil óvissa ríkir um framgang málsins. HALDA ÞJÓÐHÁTÍÐARDAGINN HÁTÍÐLEGAN Það var mikið um dýrðir í París og annars staðar í Frakklandi í gær þegar haldið var upp á Bastilludaginn, þjóðhátíðardag Frakka. Franskir fallhlífarhermenn lenda fyrir framan Invalides-hersjúkrahúsið. Króatískir prestar: Óttast hörð áfengislög KRÓATÍA, AP Króatískir klerkar óttast að ný lög sem eiga að sporna gegn ölvunarakstri eigi eftir að koma í bakið á þeim. Stjórnvöld hafa brugðist við fjölgun banaslysa í umferðinni með því að setja lög sem kveða á um að ekkert áfengi megi finnast í blóði ökumanna. Klerkarnir óttast að þetta komi sér illa fyrir þá vegna þess að hluti af messuhaldi sé að drekka messuvín. „Þar sem við messum dag- lega, stundum allt að þrisvar á dag, verður ekki undan því komist að breytingin leiði til þess að helmingur presta verði bak við lás og slá innan skamms,“ sagði presturinn Zi- vko Kustic. ■ LONDON, AP Gögn bresku leyni- þjónustunnar sem bentu til þess að Írakar byggju yfir efnavopn- um fyrir innrásina í landið voru mjög gölluð og byggðu á óáreið- anlegum heimildum. Tony Blair forsætisráðherra er hins vegar ekki sekur um að hafa viljandi brenglað fyrirliggjandi gögn eða um vítaverða vanrækslu. Þetta er niðurstaða skýrslu Robins Butler lávarðs, en hann stýrði opinberri rannsókn um að- komu bresku ríkisstjórnarinnar að innrásinni í Írak. Rannsókn málsins stóð í hálft ár og var Tony Blair meðal þeirra sem voru yfirheyrðir vegna málsins, ásamt ýmsum ráðherrum og yfir- mönnum leyniþjónustunnar. Blair fagnaði niðurstöðu skýrsl- unnar en tekur persónulega ábyrgð á mistökum sem gerð voru. Hann sagði á þingi að síðastliðna mánuði hafi það legið æ skýrar fyrir að Írakar byggju ekki yfir neinum efnavopnum þegar ákveðið var að ráðast inn í Írak. Hann lítur þó ekki á það sem mistök að steypa Saddam Hussein af stóli og telur heiminn öruggari fyrir vikið. Andstæðingar Blair á þingi segja að niðurstöður skýrslunnar rýri trúverðugleika Blair og að orðspor hans hafi beðið hnekki. Skýrsla Butler lávarðs er sam- hljóma skýrslu bandarískrar rannsóknarnefndar sem birtist í síðustu viku þar sem sagði að Írakar hefðu ekki búið yfir nein- um efnavopnum. Breska leyniþjónustan fær harða útreið í skýrslunni fyrir að byggja upplýsingar sínar á göll- uðum gögnum og óáreiðanlegum heimildum, auk þess sem hún hafi gert meira úr hættunni frá Írak en efni stóðu til. ■ Forsendur Íraksstríðsins: Gögn bresku leyni- þjónustunnar gölluð TONY BLAIR Blair varði stríðið í Írak á þingi í gær og sagði heiminn öruggari eftir að Saddam var settur af. M YN D /A P Veldu ódýrt bensín
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.