Fréttablaðið - 15.07.2004, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 15.07.2004, Blaðsíða 16
15. júlí 2004 FIMMTUDAGUR EFNAHAGSMÁL Fyrir dyrum stendur fyrsta útboð Ríkiskaupa vegna kaupa á eldsneyti og olíum til handa Landhelgisgæslunni og Hafrannsóknastofnuninni sam- kvæmt rammasamningakerfi rík- isins. Þessi útgjaldaliður hefur reynst einna kostnaðarsamastur ríkisfyrirtækjanna enda olíu- og bensínverð há hér á landi. Sér- staklega hefur þetta háð Land- helgisgæslunni sem gripið hefur til þess ráðs að leggja einu skipi sínu í því skyni að spara fjárút- gjöld vegna eldsneytiskaupa. Ennfremur hefur stofnunin gripið tækifærið þegar skip þess eru fyrir austan land að koma við í Færeyjum og fylla tanka skipa sinna enda talsverður kostnaðar- munur. Engin samantekt er til um hversu oft slíkt á sér stað en óvíst er hvort tekið verður fyrir þessa iðju þegar núverandi útboði lýkur. Tilboðin verða opnuð í byrjun næsta mánaðar. ■ SÝNATÖKUR Tækjakostnaður kemur í veg fyrir að margar stofnanir hér á landi geti með góðu móti sinnt rannsóknarskyldum er á þær eru lagðar og verða að gera sér að góðu að senda gögn og sýni ýmiss konar utan til frekari rann- sókna en slíkt getur verið afar tímafrekt. Þetta gerist þrátt fyrir að í flestum tilvikum sé næg þekking fyrir hendi hérlendis og ljóst sé að samanlagður kostnaður allra stofnananna vegna þessa er nokkuð hár. Engin rannsóknarstofa hér- lendis hefur tök á að rannsaka svokölluð DNA-lífssýni sem eru í vaxandi mæli það sönnunargagn í sakamálum sem lögregla bindur vonir við við sakfellingu. Hörður Jóhannesson yfirlögregluþjónn segir vissulega bagalegt að ekki sé hægt að rannsaka slíkt til hlítar hérlendis en bendir á að rann- sóknardeild lögreglunnar sé að öðru leyti afar vel í stakk búin hvað tækjakost varðar. „Það er ekki um mörg tilfelli á ári hverju hingað til þar sem senda þarf lífs- sýni í rannsókn erlendis en auð- vitað er talsverður kostnaður því samfara.“ Stutt er síðan sóttvarnarlæknir þurfti að senda vatnssýni utan vegna veirusýkingar sem upp kom í Húsafelli í Borgarfirði og dýralæknar senda reglulega sýni til Noregs til skoðunar. Nýr búnaður til rannsókna á kúa- eða kindariðu er ekki til hérl- endis en sömu próf eru notuð við báðar sýkingar þó kindariða sé ekki hættuleg fólki. Sigurður Sigurðarson, dýralæknir við til- raunastöð Háskóla Íslands að Keldum, segir biðtímann hvað verstan í slíkum tilvikum. „Kostn- aður er talsverður og við getum ekki ætlast til þess að þeir rann- sóknaraðilar sem við leitum til gefi okkur forgang. Því getur liðið tals- verður tími frá því að gögn eru send út og niðurstöður liggja fyrir.“ Fjórði aðilinn sem reglulega sendir gögn til úrvinnslu út fyrir landsteinana er Rannsóknarnefnd flugslysa. Þurfi að rannsaka flug- rita flugvéla eftir slys eru þeir sendir til Bretlands með tölu- verðum kostnaði fyrir lítið em- bætti. Forstöðumaður hennar, Þormóður Þormóðsson, segir þau tæki sem til þarf of dýr til að það svari kostnaði. „Þess utan fleygir tækninni fram og sé fjárfest í þeim búnaði sem til þarf er eins líklegt að hann verði úreldur inn- an fárra ára.“ albert@frettabladid.is G Æ Ð A F R A M K Ö L L U N U M A L L T L A N D Landhelgisgæslan og Hafrannsóknastofnunin: Fyrsta útboð vegna eldsneytiskaupa TÝR VIÐ BRYGGJU Gæslan kaupir olíu af Færeyingum þegar færi gefst til að spara útgjöld. Óvíst er hvort slíkt verður liðið áfram þegar núverandi útboði Ríkiskaupa lýkur. Vantar tæki, tól og peninga Fjöldi stofnana og fyrirtækja verður að gera sér að góðu að senda gögn og sýni utan til rannsóknar þar sem búnað, tæki og fjármagn skortir hér á landi. Slíkt er bæði fjár- og tímafrekt. VETTVANGSRANNSÓKN Lögreglan er ein af mörgum stofnunum sem þarf að senda sýni og gögn út í lönd til rann- sóknar. Engin samantekt er til um þann tíma og kostnað sem slíkt hefur í för með sér. MOSKVA, AP Upplausn einkenndi flokksþing rússneska kommúni- staflokksins um helgina. Miklir flokkadrættir eiga sér stað meðal stuðningsmanna flokks- ins og héldu andstæðingar Gennadís Zyuganov, leiðtoga flokksins, annað þing samtímis og halda því fram að þar hafi verið fjölmennara. Fréttir herma að fulltrúum á flokksþinginu hafi verið bægt frá þinghaldinu og meðal ann- ars hafi þeim verið tjáð að jarð- sprengjur væru í salnum. Þá virðist sem andstæðingar Zyuganovs hafi fiktað við ljósa- búnaðinn því rafmagnið fór af húsinu og þurfti Zyuganov að lesa ræðu sína við vasaljós. Tikhonov, leiðtogi and- spyrnuhreyfingarinnar innan flokksins, heldur því fram í rússneskum fjölmiðlum að raf- magnsleysið hafi verið sett á svið af kommúnistaflokknum. Flokksþing andspyrnuhópsins kaus Tikhonov sem leiðtoga sinn og heldur því fram að það hafi umboð til þess að starfa undir merkjum gamla kommún- istaflokksins. Ólguna í rússneska kommún- istaflokknum má rekja til þess að í síðustu kosningum galt hann afhroð; fékk einungis 12,7 prósent atkvæða. ■ Rússneskir kommúnistar: Dimmt yfir flokksþingi GENNADÍ ZYUGANOV Formaður rússneska kommúnistaflokksins sem hélt landsfund um helgina.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.