Fréttablaðið - 15.07.2004, Blaðsíða 27

Fréttablaðið - 15.07.2004, Blaðsíða 27
5FIMMTUDAGUR 15. júlí 2004 LAUGAVEGI 1, S. 561 7760 Útsalan er hafin Tískuverslun • Laugavegi 25 Enn meiri útsala SKARTHÚSIÐ Laugavegi 12, s. 562 2466 SUMAR Í SKARTHÚSINU Skór 2 pör kr. 2000.- Einnig barnastærðir FULL BÚÐ AF NÝJUM VÖRUM Augnháralitur og augnbrúnalitur Tana® Cosmetic Augnháralitur og augnbrúnalitur sem fagaðilar nota. Auðveldur í notkun. Allt sem þarf í einum kassa - þægilegra getur það ekki verið. SÖLUSTAÐIR: APÓTEK OG SNYRTIVÖRUVERSLANIR 1. Slepptu ruslinu. Alls ekki fara í þær verslanir sem þú veistað selja ekkert sem þér líst á. Farðu í uppáhaldsbúðirnar þínar og láttu þar við sitja. Það er bara pirrandi að standa í óþarfa rápi. 2. Ekki láta gabba þig. Ekki kaupa eitthvað bara út af því aðþað er á útsölu. Ekki láta skilti eins og „50–70 prósent afsláttur“ eða „Allt á að seljast“ trufla þig. 3. Vertu hagsýn/n. Ekki kaupa eitthvað sem fer úr tísku umleið og haustið skellur á. Reyndu að kaupa þér klassískar flíkur sem þú getur alltaf notað. Mundu að verslunareigendur halda einmitt útsölur til að losa sig við fötin sem eru ekki í tísku og rýma til fyrir tískufatnaði. 4. Ekki láta fólk trufla þig. Taktu þér þinn tíma þó margir séuað bíða eftir mátunarklefanum. Mátaðu allt almennilega og vertu viss um að þetta sé það sem þú vilt. Stundum verður fólk frekt og pirrað á útsölu en ekki falla í þá gildru. Haltu ró þinni og þá verða allir miklu ánægðari – þar með talið þú. 5. Ekki kaupa sandala og sumarskó. Reyndu að finna góðaskó sem þú getur líka notað á veturna. Sandalar eyði- leggjast fljótt og því ekki vænlegur kostur hér á Klakanum. 6. Ekki fara um helgar. Reyndu að fara fyrripartinn í verslun-arleiðangur og þá á virkum dögum. Best er náttúrlega að fara um leið og verslunin opnar því þá er enginn á stjá. Þá áttu verslunina fyrir þig og getur mátað allt sem hugurinn girnist. 7. Láttu þér líða vel. Ef það er of heitt og sveitt í verslunumog röðin of löng í mátunarklefann, farðu þá bara heim. Það er allt í lagi þó þú finnir ekki eitthvað. Það kemur dagur eftir þennan dag. 8. Ekki eyða tíma. Vertu ekki of lengi í sömu versluninni – þágæti þér farið að langa í eitthvað sem þú þarft ekki. Skannaðu verslunina fljótt en örugglega, mátaðu ef þú sérð eitthvað eða drífðu þig einfaldlega út. 9. Fáðu þér að borða. Ekki fara glorsoltin/n á útsölur. Fáðuþér gott í gogginn á undan og hafðu svo eitthvað orku- hvetjandi við höndina. Sestu síðan niður eftir útsölutörnina og fáðu þér gómsæta köku, ís eða kaffibolla. 10. Gríptu tækifærið. Útsölur eru frábærar þegar maður finnureitthvað. Ef þú finnur eitthvað sem smellpassar og þér finnst alveg dúndurflott þá skelltu þér á það. Þó það sé tískubóla eða sum- arvara – ef að þér líður vel þá er um að gera að grípa tækifærið. Sumarútsölurnar hafa sína kosti og galla en með nokkur einföld ráð í huga er hægt að gera hið besta úr þeim. Tíu ráð til að hafa bak við eyrað: Farsælir sumarútsöludagar FR ÉT TA B LA Ð IÐ /E .Ó L. Gerðu það sjálf Öðruvísi og sérstök föt eru sérstaklega mikið í tísku núna. Það er þó ekkert sérstakt við fjöldaframleidd föt og því um að gera að taka ráð- in í sínar hendur. Prófaðu að kaupa þér nokkrar flíkur á góðu verði og gera eitthvað nýtt úr þeim. Blandaðu saman nýju og gömlu og gerðu þér jafnvel leið í föndurverslun og fjárfestu í borðum og skrauti. Saum- aðu fötin saman og skreyttu þau eftir smekk og gerðu eitthvað alveg einstakt. Ekki mikla saumaskapinn fyrir þér því hann er í raun og veru ekki það erfiður. Keyptu þér eitt saumablað í leiðinni og taktu upp einhver falleg snið. Svo geta afgreiðslustúlkurnar í vefnaðarvöru- verslununum einnig veitt þér hjálparhönd. Hættu að væla yfir ómögulegum fataskáp og láttu það gerast – upp á eigin spýtur. ■ 2. Kylie Minouge hefur það allt. Fallegan líkama, fallega rödd og frábærar varir. 3. Varir Angelinu Jolie eru engu líkar og kóróna þær fallegt andlit hennar. 5. Pamela Anderson er með ansi góðan stút en spurning hvort hann sé jafn raunveru- legur og barmurinn á henni. 4. Elizabeth Hurley er með ansi góðar varir en sumir segja að þær verði stærri og stærri eftir því sem ferillinn blómstrar. Fimm fallegustu varir... ...í Hollywood 1. Drew Barrymore er með einstaklega fallegar varir og undirstrikar það oft með litríkum varalitum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.