Fréttablaðið - 15.07.2004, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 15.07.2004, Blaðsíða 28
Þó að gott sé að sleikja sólina á sumrin þá er ekki vænlegt að fresta húsverkunum endalaust. Þau taka enga stund þannig að drífðu í þeim. Hengdu upp spegilinn, vaskaðu upp og þrífðu gluggakistuna. Vittu til – þér líður mun betur eftir á. LAUGAVEGI 87 • SÍMI 511 2004 Glæsilegar sængur og koddar „Ferskur sumarvindur í fiðri dúnfugla tryggir brosmilda drauma og svalandi hvíld“ Tilvalið sem brúðargjöf Skermagerð Berthu: Áhuginn blossaði upp um leið og eldgosið Bertha María Grímsdóttir Waag- fjörd er ein þeirra fáu sem fæst við skermagerð af alvöru á okkar landi. Hún hefur á valdi sínu ótal mis- munandi stíla og aðferðir eftir því hvert efnið er, lagið á lampanum og óskir kaupandans. Áratuga reynsla er að baki og enn er hún á fullu þótt áttugasta afmælið nálgist. „Sum- ir segja að ég eigi að fara að hætta en ég sé ekki ástæðu til þess. Samt læt ég starfið ekki binda mig alger- lega. Ef ég þarf að fara frá þá geri ég það,“ segir hún hressileg. Bertha bjó úti í Vestmanna- eyjum um tíma og segja má að áhugi hennar á skermagerð hafi blossað upp um svipað leyti og eldgosið. „Ég byrjaði fyrir jólin 1972 og eftir það varð ekki stopp- að, þótt fjölskyldan flyttist upp á land vegna náttúruhamfaranna og væri inn á ættingjum til að byrja með. Þegar við komumst í eigið húsnæði um sex mánuðum síðar var sérstakt herbergi tekið undir skermagerðina. Þetta var erfiður tími ekki síst fyrir börn- in sem fóru í nýja skóla í nýju umhverfi og þá var gott að geta verið að vinna heima við. Þau höfu þá einhvern fastan punkt,“ segir Bertha og brosir angur- vært. Þegar mest var að gera í skermagerðinni kveðst hún hafa haft 5–6 stúlkur í vinnu en nú er hún mest ein. Afurðirnar selur hún einkum í Suðurveri og einnig fær hún skerma til viðgerðar og endurnýjunar. Í Skermagerð Berthu eru efnis- strangar af ótal gerðum, grindur, borðar og leggingar. Einnig skraut- legir skermar af ýmsum gerðum. Sérstaka athygli vekja skermar skreyttir íslenskum jurtum. Þeir eru hennar sérgrein. „Ég vann sem ung stúlka í skermagerð hjá Edith Guðmundsdóttur í Hátúni í Reykja- vík. Það var hún sem byrjaði með blómaskermana og síðan tók ég við enda er alltaf eftirspurn eftir þeim,“ segir Bertha brosandi. Blómin hefur hún tínt og þurrkað sjálf og geymir þau milli síðna í dagblöðum. Þar varðveitast blómin svo vel að undrun sætir. Blágresið er enn skínandi blátt í blaði frá 1974 og Gunnar ljósmyndari kættist er hann sá blómabreiðu í myndaopnu eftir GVA í Tímanum frá 1972. gun@frettabladid.is FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA Blómaskermarnir eru sérgrein Berthu. Handtökin eru mörg og lengi má gott bæta. Dagblöðin eru góð geymsla fyrir blómin. Hér er tófugras og fleira í Tímanum frá ‘72. Myndirnar í opnunni eru af töku myndarinnar Paradísarheimt eftir Halldór Kiljan og það var GVA sem tók þær. Bertha með skerm í amerískum stíl. SMÁAUGLÝSINGAR ALLA DAGA Smáauglýsingasíminn er 550 5000 auglysingar@frettabladid.is - mest lesna blað landsins
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.