Fréttablaðið - 15.07.2004, Blaðsíða 29

Fréttablaðið - 15.07.2004, Blaðsíða 29
7FIMMTUDAGUR 15. júlí 2004 Sparisjóðurinn er í sumarskapi og býður þér að taka þátt í léttum leik Eina sem þú þarft að gera er að fara á vefsíðu okkar www.spar.is eða koma við á næsta þjónustustað og fylla út svarseðil og þú gætir unnið ferð til sólarlanda fyrir tvo – þér að kostnaðarlausu. Viltu vinna ferð til sólarlanda? ...og það fyrir tvo! Vertu með í sumar! Ánægðustu viðskiptavinirnir Margrét Pétursdóttir, leikari og leikstjóri, hafði verið á hrak- hólum með vinnuaðstöðu árum saman er hún tók að lokum áræðna ákvörðun. Hún er alsæl með árangurinn. „Ég er með sjálfstæðan at- vinnurekstur, rek fyrirtæki og leikhús og er á leiðinni í nám í haust þannig að mér fylgir ógrynni af pappírum. Undan- farin ár hef ég unnið við borð- stofuborðið sem var hætt að sjást í fyrir pappír. Þannig að ég tók þá ákvörðun að breyta borð- stofunni bara í skrifstofu, leyfa pappírunum að halda sér en láta hitt dótið víkja.“ Margrét býr með mömmu sinni, Soffíu Jakobsdóttur leikkonu, sem er líka með mörg járn í eldinum. „Okkur vantaði báðar vinnu- aðstöðu svo þetta herbergi bráð- vantaði í húsið. Við áttum til að mynda risastóran bókaskáp sem er búinn að þvælast um allt hús og enginn vissi hvar átti að vera. Nú trónir hann inni á skrifstofu svo það er hægt að segja að við höfum búið til sérherbergi handa bókaskápnum. Svo eign- aðist ég loksins skrifborð sem er er risastórt og það fær líka pláss. Skrifstofan er núna uppá- haldsstaðurinn minn í húsinu. Ef maður ætlar að gera eitthvað al- mennilegt er frumskilyrði að hafa almennilega vinnuaðstöðu. Nú er ég t.d. að klára handrit að barnaleikriti sem er fyrir bæði heyrandi börn og heyrnarlaus og skotgengur að vinna á nýju skrifstofunni.“ ■ Poki fyrir óhreint tau sem fer út í skolvatnið og mengar ekkert. Leysist upp í þvottavélinni Komnir eru á markaðinn sérstakir pokar til að setja óhreinan þvott í sem er mengaður af einhverju sem fólk vill síður snerta. Í þvottavélinni leysist pokinn upp en innihaldið hreinsast. Pokinn fæst í versluninni Besta og að sögn Friðriks Inga framkvæmda- stjóra eru um það bil fimm ár síðan farið var að framleiða hann. „Þá var eingöngu horft til heil- brigðisgeirans því þar er verið að meðhöndla tau sem er mengað af þvagi, saur og blóði. Það er sett í svona poka, hnýtt fyrir og hent beint í þvottavél. Þvotturinn kemur sótthreinsaður út en pokinn er horfinn út í skolvatnið,“ segir hann. En hvaða efni skyldi vera þarna á ferðinni? „Þetta eru polymerar sem bindast vatni og leysast upp,“ svarar hann og bætir við. „Það besta er að efnið pokanum er umhverfisvænt og mengar því ekkert.“ ■ Tími hreingerninga Vorið og sumarið er tími hrein- gerninga bæði innanhúss og utan. Garðurinn er tekinn í gegn, runn- anrnir snyrtir, grasið slegið og sumir fjarlægja heilu trén. Sé raunin sú að trén skyggja of mikið á garðinn og það þarf að hefja öxina á loft er góð hugmynd að henda ekki trjástofnunum heldur nýta þá til skreytinga hvar sem er í kring um húsið og inni líka. Leyfið hugmyndafluginu að njóta sín, trén geta verið mjög falleg og gefa hinum ýmsu vistar- verum skemmtilegan svip. ■ Margrét Pétursdóttir á skrifstofunni þar sem loks er pláss fyrir pappírana. Skrifstofan mín: Bókaskápurinn fékk sérherbergi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.