Fréttablaðið - 15.07.2004, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 15.07.2004, Blaðsíða 36
Einn þekktasti málari listasögunn- ar, Rembrandt van Rijn, fæddist á þessum degi árið 1606. Hann var sonur malara og er talið að uppruni hans sé ástæða þess hversu mikil samúð gagnvart þeim persónum sem hann málar endurspeglast í verkum hans. Til eru rúmlega 600 málverk eftir þennan hollenska meistara, margar hverjar portrett- myndir eða sjálfsmyndir. Einkenni verkanna eru litir og dramatísk notkun ljóss og skugga. Eftir að hafa ákveðið að reyna fyrir sér sem málari, voru nokkrir kennarar sem vísuðu Rembrandt veginn, þar á meðal Pieter Lastman, málari frá Amsterdam, sem kveikti áhuga hans á minnum úr Biblíunni, goðafræði og sögunni. Einnig var Rembrandt undir áhrifum af ítalska málaranum Caravaggio. Brátt þróaði hann sinn eigin stíl og þegar hann var 22 ára, tók hann að sér fyrsta nemanda sinn. ■ REMBRANDT VAN RIJN Sjálfsmynd frá árinu 1640. 1099 Jerúsalem fellur í hendur kross- faranna 1813 Fulltrúar Napóleons Bónaparte hitta bandamenn í Prag til að ræða friðarsáttmála. 1870 Georgía er síðasta ríkið til að ganga aftur í Bandaríkin. 1895 Fyrrverandi forsætisráðherra Búlgar- íu, Stephen Stambulov, er myrtur af uppreisnarmönnum frá Makedóníu. 1916 Boeing verður til í Seattle, Washington. 1958 Fimm þúsund bandarískir sjóliðar ganga á land í Beirút í Líbanon til að verja þarlend stjórnvöld, hliðholl Vesturlöndum. Þeir hverfa aftur til síns heima 25. október sama ár. 1971 Nixon, forseti Bandaríkjanna, til- kynnir að hann sé á leið í opinbera heimsókn til Kína í tilraun til að koma á „eðlilegum samskiptum“. 1997 Andrew Phillip Cunanan myrðir tískuhönnuðinn Gianni Versace fyrir utan heimili hans í Miami. Cunan- an finnst látinn átta dögum síðar. 24 15. júlí 2004 FIMMTUDAGUR ■ JARÐARFARIR■ ANDLÁT FOREST WHITAKER Leikarinn sem kynnir The Twilight Zone og er að fara að leika í Little Trip to Heaven í leikstjórn Baltasar Kormáks er 43 ára í dag. 15. JÚLÍ Elín Sigurgeirsdóttir, lést mánudaginn 12. júlí. Ingveldur (Inga) Ingvarsdóttir, lést mánudaginn 12. júlí. Rósa Þorsteinsdóttir frá Langholti, Engihjalla 3, Kópavogi, lést mánudaginn 12. júlí. Sigurbjörg Björnsdóttir, Engihjalla 1, Kópavogi, lést mánudaginn 12. júlí. 13.30 Hjálmar Finnsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Áburðar- verksmiðjunnar, Vesturbrún 38, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju. 13.30 Sunneva Hafberg, Reynimel 82, Reykjavík, verður jarðsungin frá Neskirkju. „Ég ætla að grátbiðja um tveggja klukkustunda frí í dag til að geta farið heim og hitt fjölskylduna á afmælisdaginn,“ segir leikstjór- inn Þorleifur Örn Arnarsson, en hann eyðir 26 ára afmælisdegin- um mestmegnis í vinnu að er- lendri auglýsingu hjá fyrirtækinu Saga Film. „Ég hef verið staddur erlendis og hef því ekkert hitt fjölskylduna mína um tíma,“ út- skýrir Þorleifur. Hann var að koma heim frá Ástralíu þar sem hann leikstýrði sínu fyrsta verki þar í landi. „Verkið heitir Kitchen og ég setti það upp með leikhóp sem kallar sig Bedtime for Bast- ards og uppsetningin hlaut veru- lega góðar viðtökur.“ Þorleifur hefur einnig verið viðloðandi leikhóp í Finnlandi. „Konan mín er finnsk og hún er að klára arkítektúranám í Finn- landi. Ég er því eins mikið og ég get í Finnlandi og stofnaði þar listahópinn, PG theatre, ásamt finnskum framleiðanda. Í PG theatre fengum við til liðs við okkur leikara, dansara og rithöf- unda sem eiga það sameiginlegt að vilja sparka í rassinn á finnsku listalífi og fljótlega þarf ég að skjótast aftur út til Finnlands til að klára uppsetningu sem við erum að gera á nútíma útgáfu á verkinu Beðið eftir Godot.“ Eftir Finnlandsævintýrið ætlar Þorleifur að setja upp verk hér heima á Fróni. „Ég komst í samband við leikritahöfundinn Van Badham þegar ég setti upp verkið Kapital hér í Tjarnarbíói í fyrra. Þetta er besta leikrit sem ég hef séð og nú er hún Van Bad- ham að skrifa nýtt verk fyrir mig, sem ber vinnuheitið American Diplomacy, og er pólitískur farsi sem ég ætla að setja upp hér heima í haust.“ Afmælisdagur Þorleifs mark- ar upphafið að leikstjóraferli hans. „Síðasti afmælisdagur minn var mjög eftirminnilegur því þá frumsýndi ég mitt fyrsta verk sem leikstjóri. Aðfarir að lífi hennar, nefnist leikritið og ég setti það upp með Hinu lifandi leikhúsi í Tjarnarbíói. Þetta var mjög góður afmælisdagur eftir frumsýninguna,“ segir Þorleifur og hlær. „Fyrir sýninguna var ég í stresskasti og á sýningunni sjál- fri sat ég skjálfandi á beinunum úti í horni. En eftir sýninguna var mikill frumsýningar- og afmælis- fagnaður þar sem Magga í Iðnó bjó til þvílíka veislu handa okkur öllum.“ ■ AFMÆLI ÞORLEIFUR ÖRN ARNARSSON ■ vonast til að fá frí í vinnunni til að hitta fjölskylduna á 26 ára afmælisdaginn en Þorleifur er nýkominn heim frá Ástralíu þar sem hann leikstýrði verkinu Kitchen og er á leið til Finnlands til að leikstýra Beðið eftir Godot. 15. JÚLÍ 1606 REMBRANDT VAN RIJN ■ fæðist. ÞORLEIFUR ÖRN ARNARSSON Fyrsta leikstjórnarverk Þorleifs var frumsýnt í Tjarnarbíói á 25 ára afmælisdaginn. Þökkum innilega auðsýnda samúð, hlýhug og hjálpsemi við andlát og útför EINARS JÚLÍUSSONAR Holtsgötu 24, Sandgerði Júlíus Helgi Einarsson S. Eydís Eiríksdóttir Einar Kr. Friðriksson María Vilbogadóttir barnabörn og barnabarnabörn Sérstakar þakkir sendum við starfsfólki Garðvangs fyrir góða umönnun og hlýju. Útför móður okkar, tengdamóður ömmu og langömmu GUÐMUNDU LILJU ÓLAFSDÓTTUR, Seljahlíð, Hjallaseli 55 sem lést 5. júlí sl. verður gerð frá Dómkirkjunni, föstudaginn 16. júlí kl. 13:30 Helga Karlsdóttir Gunnar Ingimarsson Guðríður Þorsteinsdóttir Stefán Reynir Kristinsson Vilhelmína Þorsteinsdóttir ömmubörn og langömmubörn HAFÞÓR LÍNDAL JÓNSSON frá Minni-Bakka við Nesveg, Reykjavík, síðast til heimilis að Hátúni 10 Reykjavík, lést af slysförum 7. júlí síðastliðinn. Útför hans fer fram frá Seljakirkju föstudaginn 16. júlí 2004 kl. 15:00. Ingibjörg Ólafsdóttir, Hafdís L. Jónsdóttir, Sævar L. Jónsson, Jón L. Bóasson, Sædís L. Jónsdóttir, Sæþór L. Jónsson og fjölskyldur. ■ ÞETTA GERÐIST Meistari ljóss og skugga Frumsýnt á afmælisdegi ■ AFMÆLI Margrét Hannesdóttir frá Núpsstað, Langholtsvegi 15, Reykja- vík, er 100 ára. Hún tekur á móti gestum eftir klukkan 17 í safnaðarheimili Ás- kirkju. Kristján Þór Júlísusson, bæjarstjóri á Akureyri, er 47 ára. Norðfirðingar gátu ferðast mörg ár aftur í tímann, að minnsta kosti í hug- anum, nú fyrr í mánuðinum þegar eigendur þessara fornbíla stilltu þeim upp við aðalgötu Neskaup- staðar. Þessi viðbót við bæjarbraginn gladdi augu vegfarenda og fengu glæsikerrurnar mikla athygli. Það er sparisjóðsstjórinn á staðnum, Sveinn Árnason sem á Cervan-bílinn en Steindór Bjarnason bifreiðastjóri á hina tvo. Að auki á Steindór tvo fornbíla sem hann er að gera upp og munu eflaust að lokum líta jafn glæsilega út og þeir sem við sjáum hér. ■ FORNBÍLAR Á NESKAUPSTAÐ Eigendur þessara þriggja fornbíla lögðu þeim við aðalgötuna, vegfarendum til ánægju. Fornbílar á ferð FR ÉT TA B LA Ð IÐ /E .Ó L.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.