Fréttablaðið - 16.07.2004, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 16.07.2004, Blaðsíða 2
2 16. júlí 2004 FÖSTUDAGUR KÁRAHNJÚKAVIRKJUN Gljúpur jarð- vegur hefur tafið verkáætlun við gerð aðalstíflu við Kárahnjúka að því er fram kom á kynningarfundi Landsvirkjunar fyrir fjölmiðla sem haldinn var í gær. Áætlunin hefur raskast um einhverjar vik- ur en mönnum bar ekki saman um hversu margar. Gianni Porta, yfirmaður fram- kvæmda fyrir Impregilo, sagðist fullviss um að tækist að vinna upp glataðan tíma og öllum lykildag- setningum náð en með því á hann við þau verk sem klára þarf áður en hafist er handa við önnur til að tefja ekki fyrir verkinu. „Á heild- ina litið hefur framkvæmdin gengið vel,“ sagði Porta og undir það tóku forsvarsmenn Lands- virkjunar. „Upphaf framkvæmda er það mikilvægasta í öllum slíkum verkum,“ sagði hann. „Allt sem byrjar vel endar vel.“ Friðrik Sophusson, forstjóri Landsvirkjunar, sagði flesta verk- þætti við gerð virkjunarinnar vel á áætlun og aðra á undan áætlun. ■ Ekkert framlag er of smátt Nelson Mandela sendir ákall til ríkja heims, fyrirtækja og einstaklinga um framlög í baráttuna gegn alnæmi. Stefna Bandaríkjamanna harð- lega gagnrýnd á ráðstefnu um alnæmi. BANKOK, AP „Ekkert framlag er of smátt,“ sagði Nelson Mandela, fyrrverandi forseti Suður-Afríku, í ákalli sínu til stjórnvalda um heim allan, fyrirtækja og al- mennra borgara um að láta fé ríkulega af hendi rakna í barátt- unni gegn alnæmi í heiminum. Ákall Mandela kom fram á alþjóð- legri ráðstefnu um alnæmisvand- ann í Bankok í Tælandi. Mandela sagði þó að „ekkert framlag væri of smátt. Í gær tilkynnti Evrópusam- bandið annars vegar og banda- ríski auðkýfingurinn Bill Gates hins vegar um ný framlög upp á andvirði átta milljarða króna til nota í baráttunni við alnæmi. Á ráðstefnunni, sem lýkur í dag, hefur komið fram hörð and- staða við þá stefnu bandarískra stjórnvalda, að leggja meiri áherslu á skírlífi en notkun smokka til að hefta útbreiðslu al- næmis. Bandaríkjamenn hafa á ráðstefnunni lagt meginárherslu á að fyrst í forgangsröðinni eigi að vera skírlífi. Þá komi að halda sig við einn maka og því næst notkun getnaðarvarna. Fjárfram- lög Bandaríkjamanna eru að stór- um hluta bundin verkefnum sem miða að skírlílfi. Rúmlega 38 milljónir manna eru smitaðir af HIV-veirunni og af þeim búa 25 milljónir í sunnan- verðri Afríku. Þrjár milljónir manna létust af völdum alnæmis í fyrra. Meðferðarúrræði eru að- eins til staðar fyrir 440 þúsund manns í vanþróuðu ríkjunum. ■ Tónlistarviðburður: Brown í Höllinni TÓNLEIKAR James Brown heldur tónleika í Laugardalshöll 28. ágúst næstkomandi. Stefán Hjörleifsson, forsvars- maður tónleikanna, segir að þau hjá fyrirtæk- inu tonlist. is og erlend um- boðsskrifstofa hafi í samein- ingu fengið Brown til þess að koma til l a n d s i n s . „Hann er goð- sögn í lifanda lífi og það fer hver að verða síðastur að sjá hann þannig að okkur langaði að kynna hann fyrir Íslendinum,“ segir Stefán. Tónleikar Browns eru hluti af tónleikaferðinni Seven Decades of Funk og hefur hún hlotið góðar undirtektir í Evrópu og Ameríku. Með honum á sviðinu verða 17 manns; söngvarar, dansarar og hljóðfæraleikarar. ■ Eignarhlutur í Serbíu: Actavis selur á sléttu VIÐSKIPTI Samheitalyfjafyrirtækið Actavis tilkynnti í gær sölu á 15 prósenta hlut sínum í serbneska fyrirtækinu Velafarm til Velafarms sjálfs. Söluverðið var 1,7 milljónir evra eða um 150 milljónir króna. Hluturinn var keyptur fyrir sömu upphæð í september. Samhliða sölunni var gengið frá samningi við Velafarm vegna dreifingar á vörum Actavis í Serbíu. Nýi dreif- ingarsamningurinn felur ekki í sér neina stórvægilega breytingu á starfsemi Actavis í Serbíu. ■ ■ LÖGREGLUFRÉTTIR „Frábær hugmynd, en gætu listfræðingar ekki séð eitthvað dónalegt út úr því?“ Snorri Már Skúlason mun hafa umsjón með út- sendingum Skjás eins á enska boltanum. Hann vann að kynningarmálum fyrir Þjóðminjasafnið, þar sem meðal annars voru uppi hugmyndir um að setja risavaxið sverð á Miklatorg. SPURNING DAGSINS Snorri, kom aldrei til tals að setja stóran bolta á hringtorgið í minningu Melavallarins? Vægi dollara: Minnkun kom á óvart GJALDMIÐLAR Minnkun vægis doll- arans í myntkörfu krónunnar kemur greiningardeild KB banka spánskt fyrir sjónir. Myntkarfan byggir á utanríkis- viðskiptum ársins í fyrra. Vöru- innflutningur frá Bandaríkjunum hefur dregist saman og telur greiningardeildin það athyglis- vert í ljósi þess að gengi dollarans var tiltölulega veikt á tímabilinu. Allra jafna hefði veikur dollari átt að hvetja til innflutnings frá Bandaríkjunum, þar sem vörur og þjónusta frá Bandaríkjunum voru ódýrari í íslenskum krónum en ella. ■ Aflatölur Fiskistofu: Samdráttur milli ára SJÁVARÚTVEGUR Fiskafli hjá íslensk- um fiskiskipum var talsvert minni í júní en hann var á sama tíma fyrir ári síðan. Samkvæmt tölum Fiski- stofu var aflinn tæp 180 þúsund tonn en það er minnkun um ellefu þúsund tonn milli ára. Sé aflinn skoðaður frá janúar til júní versnar staðan enn en um 83 þúsund tonna samdrátt er að ræða. Botnfiskafli dróst saman um rúm sex þúsund tonn frá júní í fyrra en kolmunnaaflinn jókst til muna úr 55 þúsund tonnum í rúm 91 þúsund tonn. ■ Bæjarbúum tryggt sama verð og Reykvíkingum: Hitaveita Hvergerðinga seld VANTAR Hitaveita Hvergerðinga var seld Orkuveitu Reykjavíkur fyrir 260 milljónir. Meirihluti Samfylkingar og Framsóknar í bæjarstjórn samþykkti söluna á fundi í gær. Þorsteinn Hjartarson, forseti bæjarstjórnar, segir tryggt að Hvergerðingar greiði sambæri- legt verð og Reykvíkingar fyrir þjónustu Orkuveitunnar. Þá haldi Hvergerðingar eftir eignum Hita- veitunnar og þjónusta við bæjar- búa aukist. „Þeir munu leggja ljósleiðara og koma að ýmsum umhverfisverkefnum í Ölfusdal til dæmis og á hverasvæðinu.“ Aldís Hafsteinsdóttir, bæjar- fulltrúi minnihluta Sjálfstæðis- flokks í Hveragerði, segir einu breytingar frá fyrri umræðu söl- unnar vera að réttarstaða þeirra sem reka einkahitaveitu í Hvera- gerði hafi verið tryggð. Að öðru leyti séu hagsmunir Hvergerð- inga gróflega fyrir borð bornir. „Það er verið að selja hana á allt of lítinn pening. Samningurinn er algerlega óásættanlegur og ég tel að verðmætustu eign okkar Hver- gerðinga sé þarna fórnað fyrir ansi lítið.“ ■ HVERAGERÐI Hitaveita Hveragerðis var seld Orkuveitu Reykjavíkur fyrir 260 milljónir í gær. Forseti bæjarstjórnar segir að ekki sé aðeins horft á söluverðið heldur einnig aukna þjónustu við bæjarbúa og stöðugt orkuverð til framtíðar. Framkvæmdir við Kárahnjúkavirkjun: Verkáætlun tafist um nokkrar vikur HAFRAHVAMMAGLJÚFUR Á heildina er verkið nokkrum vikum á eftir áætlun en hvorki Landsvirkjun né Impregilo telur það hafa mikil áhrif til lengri tíma litið. Maðurinn sem ekið var á: Enn í önd- unarvél ÁKEYRSLA Ástand mannsins sem ekið var á í Ártúnsbrekku er óbreytt. Hann er í öndunarvél á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi og er ástand hans alvar- legt. Ekið var á hann aðfaranótt miðvikudags, en ökumaðurinn sem keyrði á hann flúði slysstað. Lögreglan handtók mann sem grunaður er um að hafa valdið slysinu. Talið er að hann hafi ver- ið ölvaður undir stýri. Hann var var ekki í ástandi til að gefa mark- tækan framburð i gær. Ekki náð- ist í lögreglu í gær til að fá upp- lýsingar um hvort játning lægi fyrir eða stöðu málsins almennt. ■ ÚTLENDINGAR ÚT AF Bíll valt út af veginum út með Skaga. Um var að ræða erlenda ferðamenn og virðist ökumaður ekki hafa vitað hvernig eigi að bera sig að þegar ekið er í lausamöl. Engum varð meint af veltunni. JAMES BROWN Verður í Laugardals- höll í lok ágústs. ÁKALL FRÁ MANDELA Nelson Mandela er í hugum margra hold- gervingur lýðræðis og mannréttinda í heimin- um. Mandela, sem er fyrrverandi forseti Suður-Afríku, beitir sér mjög fyrir auknum framlögum til baráttunnar gegn alnæmi. M YN D /A P

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.