Fréttablaðið - 16.07.2004, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 16.07.2004, Blaðsíða 8
8 16. júlí 2004 FÖSTUDAGUR HEILBRIGÐI Íslendingar borða helmingi minni fisk en ný skýrsla Sameinuðu þjóðanna gerir ráð fyrir að sögn Laufeyjar Stein- grímsdóttur hjá Lýðheilsustöð. Í skýrslu Sameinuðu þjóðanna er vísað í upplýsingar frá Matvæla og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna en þar kem- ur fram að fiskneysla Íslendinga sé sú næstmesta í heimi og aðeins eyjarskeggjar á Maldíveyjum skáka Íslendingum í þessum efn- um. Í skýrslunni er gert ráð fyrir að hver Íslendingur borði um 90 kíló af fiski á ári. Laufey segir þessar tölur ekki byggja á áreiðanlegum gögnum heldur er um að ræða áætlaðar og framreiknaðar tölur. Samkvæmt upplýsingum frá Manneldisráði og Hagstofu Íslands er nær lagi að hver Íslendingur borði um 44 kíló af fiski á ári, sem er litlu minni fiskneysla en í Noregi. Laufey segir að verulega hafi dregið úr fiskneyslu Íslendinga síðastliðin áratug, aðallega vegna aukins framboðs af skyndibita- fæði og háu fiskverði. Lífslíkur þverrandi í mörgum löndum Einstaklingur sem fæðist í Noregi getur að öllu jöfnu búist við að lifa 79 góð ár hér á jörðu. Það er 47 árum lengur en einstaklingur sem fæðist í Zambíu getur átt von á. Lífslíkur þar eru innan við 33 ár. LÍFSLÍKUR Lífslíkur fólks í mörgum ríkjum Afríku eru komnar niður í 33 ár og hafa minnkað til muna vegna alnæmisfaraldursins sem leikur ýmsar þjóðir afar grátt. Þetta eru niðurstöður skýrslu Þróunarstofnunar Sameinuðu þjóðanna sem kynnt var fyrir skemmstu. Kemur fram að í 20 ríkjum heimsins fara lífsskilyrði stöðugt versnandi meðan þau batna meðal vestrænna ríkja. Meginástæða versnandi lífs- kjara milljóna manna er talin vera alnæmisveiran en algengt er að þeir sem af henni sýkjast séu í blóma lífsins og á því skeiði sem viðkomandi skilar hvað mestu af sér til þjóðfélagsins. Eru þetta svipaðar niðurstöður og Alþjóða- vinnumálastofnunin komst að í ítarlegri skýrslu sinni sem birt var um síðustu helgi. Noregur er það land í heimin- um þar sem lífskjör þykja best en slíkt mat er byggt á rannsóknum á lífslíkum, menntunarstigi, heilsu- gæslu og fleiri slíkum atriðum hjá hverri þjóð fyrir sig. Íslendingar geta vel við unað í sjöunda sæti og eru fyrir ofan stórþjóðir á borð við Bandaríkin, Bretland og Japan. Dæmið snýst alveg við þegar neðstu löndin eru skoðuð. Þar þykir verst að búa í Síerra Leóne og Níger, Búrkína Fasó og Malí eru þar ekki hátt fyrir ofan. Al- varlegast þykir að í einstaka lönd- um sem hvað harðast hafa orðið úti vegna sjúkdóma á borð við alnæmi, borgarastyrjalda svo ekki sé minnst á matar- og vatnss- kort, hafa lífslíkur einstaklinga minnkað til muna. Sambía kemur einna verst út en þar eru lífslíkur aðeins 32.4 ár. Þykir höfundum skýrslunnar ljóst að alnæmisfaraldurinn hafi að miklu leyti þurrkað út þann árangur sem náðst hefur gegnum tíðina með hjálpar- og þróunar- aðstoð til handa fátækustu ríkjum Afríku. albert@frettabladid.is Spánn: Herör gegn ólöglegum lyfjum LYFJANOTKUN Tæplega 150 manns voru handteknir á Spáni eftir eina stærstu samhæfðu aðgerð spæn- skra lögregluyfirvalda gegn ólög- legum lyfjum. Eru Spánverjarnir ekkert ólíkir öðrum að því leyti að mikil viðskipti eru með ólögleg lyf, sérstaklega meðal íþróttamanna, sem nota allt sem þeir finna til að ná forskoti á keppinautinn. Var mikið magn stera- og hormónalyfja gert upptækt auk annarra efna. Er fyrirhugað að gefa þessum geira nánari gætur í framtíðinni. ■ SVONA ERUM VIÐ ALGENGUSTU SJÚKDÓMA- FLOKKAR Á LANDSPÍTALA - HÁSKÓLASJÚKRAHÚSI 2003 Nýbýlavegi 2 • 200 Kópavogi • S 570 5300 • www.yamaha.is TIL AFGREI‹SLU STRAX Vi› lánum allt a› 70% Arctic Trucks bjóða lán til kaupa á nýjum mótorhjólum. Lánin geta numið allt að 70% af kaupverði og gilt til 60 mánaða. Kynnið ykkur möguleikana og látið draum- inn verða að veruleika. Hjólaðu í sumar. Grizzly 660FWA 1.267.000 Kodiak 450FWAN 1.087.000 Bruin 350WAN 897.000 Blaster 200 657.000 YFZ 450 1.097.000 Y A M A H A F J Ó R H J Ó L Y A M A H A F J Ó R H J Ó L ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S T O Y 25 28 7 0 7/ 20 04 VINNUHJÓL verð SPORTHJÓL verð Opið mánudaga til föstudaga kl. 8.00 - 18.00 BLASTER 200 GRIZZLY 660FWA LAUFEY STEINGRÍMSDÓTTIR Leggur áherslu á að mötuneyti í grunn- skólum bjóði upp á ferskan fisk og að fiskverð lækki. Lýðheilsustöð um skýrslu SÞ: Helmingi minni fiskneysla FLÓÐ Í ONTARIO Neyðarástandi var lýst yfir í bænum Peter- borough í Ontario í Kanada en gríðarlegt úrhelli setti allan bæinn á annan endann. Fór allur miðbær og vesturhluti undir vatn og litlu mátti muna að stórslys yrði þegar þak á verslunarmiðstöð gaf sig vegna vatnsstraumsins. LANDLÆKNIR REKUR VÍSINDA- MENN Embætti kanadíska land- læknisins hefur rekið þrjá vísindamenn sem þar störfuðu vegna sífelldrar gagnrýni sem þeir héldu uppi á aðferðum stofn- unarinnar, þar meðtöldum notkun vaxtarhormóna í dýrum sem embættið styður fullum hálsi. LÍFSGÆÐI Ísland er í sjöunda sæti yfir þau lönd sem njóta mestra lífsgæða samkvæmt nýútkominni skýrslu Þróunaráætlunar Samein- uðu þjóðanna. Ísland var í öðru sæti listans í fyrra. Könnunin nær yfir 177 lönd í heiminum. Átta efstu ríkin eru þau sömu og í fyrra en sum hver skipta um sæti. Noregur er í efsta sæti listans, rétt eins og í fyrra en Svíþjóð og Ástral- ía eru í öðru og þriðja sætinu og Bandaríkin eru í áttunda sæti. Japan er efsta Asíuríkið á listanum í níunda sæti, en næst er Hong Kong númer 23. Slóvenía er í 27. sæti, efst af löndum í Austur- Evrópu, og Líbía er efsta Afríku- ríkið á listanum í 58. sæti, en í þremur neðstu sætunum eru Búrk- ína Fasó, Níger og Síerra Leóne. Í skýrslunni er tekið mið af þrem þáttum við mat á ríkjum; langlífi og heilsufar íbúa, menntun- arstigi og lífsgæðum eða vergri landsframleiðslu. Þróun allra efstu ríkjanna hefur ýmist verið jákvæð eða staðið í stað, en í fátækustu rík- jum heims má greina afturför, það er meiri fátækt og minni lífslíkur, en það má að miklu leyti rekja til alnæmisvandans. ■ Lífsgæði á Íslandi: Í sjöunda sæti á heimsvísu ■ KANADA 1) Raskanir vegna þungunar, barnsburð- ar og legu 2) Sjúkdómar í vöðvum og beinum 3) Geðsjúkdómar 4) Sjúkdómar í blóðrásakerfi 5) Sjúkdómar í taugakerfi HEIMILD: ÁRSSKÝRSLA LSH FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A P VIÐ DAUÐANS DYR Ida Zolowera, 25 ára bóndi í Malaví, er langt leiddur af eyðni og getur ekki lengur matað sig hvað þá sinnt akri sínum. Þetta er æ algengari sjón í mörgum ríkjum Afríku en 25 milljónir manna í álfunni eru sýktir. Á 17. JÚNÍ Ísland lækkar um fimm sæti á listanum milli ára og þykja lífsgæði standa í stað milli ára á meðan þau batna í öðrum löndum.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.