Fréttablaðið - 16.07.2004, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 16.07.2004, Blaðsíða 13
13FÖSTUDAGUR 16. júlí 2004 BAGDAD, AP Ellefu létust og tugir særðust í öflugri sprengingu í mið- borg Bagdad, höfuðborgar Íraks, í fyrradag. Sjálfsmorðsárásarmaður kveikti í sprengjunni í bifreið nærri breska sendiráðinu og höfuðstöðv- um bráðabirgðastjórnar landsins. Árásin átti sér stað einungis nokkrum klukkustundum eftir að tilkynnt var að filippseysk stjórn- völd hefðu hafið brottflutning herafla síns frá Írak í því augna- miði að koma í veg fyrir að gísl verði drepinn. Meðal þeirra sem létust voru fjórir íraskir gæslumenn og sjö óbreyttir borgarar. Þetta er mann- skæðasta árásin í höfuðborginni síðan Írakar tóku við völdum þann 28. júní. Iyad Allawi, forsætisráðherra landsins, var harðorður í garð árás- armannanna. „Þetta er bein árás á írösku þjóðina,“ sagði Allawi. „Við munum koma þessum glæpa- mönnum til dóms og laga.“ ■ HUNDAKÚNSTIR Tíkin Kai stekkur hér yfir eiganda sinn Zain Nail til að grípa flugdisk á hundasýningu í Stone Mountain Park í Bandaríkjunum. Skærur í Kashmír: Stúlku misþyrmt INDLAND, AP Skæruliðar í Kashmír-héraði skáru eyru, nef og tungu úr táningsstúlku sem þeir grunuðu um að hafa aðstoð- að lögregluna. Í indverska hluta héraðsins hafa níu fallið í valinn í átökum allra síðustu daga. Stúlkunni var haldið fanginni í rúma viku áður en henni var misþyrmt og skilin eftir á akri. Margir hafa særst í skærum vígamanna í Kashmír-héraði undanfarið, þar á meðal þrjú skólabörn sem lentu á milli stríðandi aðila. Indversk stjórn- völd eru um þessar mundir að koma upp gaddavírsgirðingu meðfram landamærunum sem skilur að indverska og pakist- anska áhrifasvæðið. ■ Kosovo-hérað: Friðarlíkur víðsfjarri PRISTINA, AP Ekki hefur tekist að tryggja íbúum Kosovo héraðs lág- marksmannréttindi og frelsi sam- kvæmt skýrslu Sameinuðu þjóð- anna. Þá tefldu átök þjóðarbrota í mars síðastliðnum stöðugleika héraðsins í tvísýnu og margir íbú- anna búa við skert öryggi. Ástandið er verst fyrir serb- neska minnihlutann ásamt öðrum minni þjóðarbrotum samkvæmt skýrslunni. Skýrsluhöfundar telja ólíklegt að það takist að skapa stöðugt fjölmenningarlegt samfé- lag í Kosovo þar sem ólík þjóðar- brot lifa í sátt og samlyndi. ■ Ellefu létust í bílasprengjuárás í Bagdad: Mannskæðasta árásin síð- an Írakar tóku við völdum SPRENGT Í BAGDAD Sjálfsmorðsárás kostaði ellefu lífið í Bagdad í fyrradag auk þess sem tugir særðust. Byggingarnar hýstu eitt sinn inn- rásarliðið í landinu en nú eru þar til húsa bæði bandaríska og breska sendiráðið. Ill meðferð á dýrum: Grís beitt fyrir tígrisdýr FLÓRÍDA, AP Bandarísk kona sem notaði fimm mánaða gamlan grís sem beitu fyrir tígrisdýr sætir nú ákæru samkvæmt dýraverndunarlögum. Tígris- dýrið hafði sloppið frá heimili leikarans Steve Sipek, sem lék Tarzan á árum áður, og hugðist Linda Meredith nota grísinn, sem heitir eftir kvikmynda- stjörnunni Badda, til að lokka dýrið aftur heim. Það tókst ekki og eftir rúm- lega sólarhrings leit að tígris- dýrinu var það skotið á færi eft- ir að hafa ráðist að lögreglu- manni. ■ DÓMSTÓLAR Maður á fimmtugsaldri var sakfelldur fyrir líkamsárás á konu á svipuðum aldri á heimili hennar sl. sumar og dæmdur í tveggja mánaða fangelsi fyrir Hér- aðsdómi Reykjavíkur. Dómurinn er skilorðsbundinn í tvö ár. Í ákæru var maðurinn sagður hafa slegið konuna hnefahöggi í and- litið, rifið í hár hennar og misþyrmt með öðrum hætti. Þá kom hann í veg fyrir að hún gæti hringt á lögreglu með því að taka af henni síma en hún flúði til nágranna. Fram kom að fólkið átti í sambandi og hafði verið að skemmta sér kvöldið áður með vini mannsins. Um kvöldið ætlaði konan heim með vininum en maður- inn kom í veg fyrir það og segir í kæru konunnar að í framhaldinu hafi hann ráðist á hana. Manninum var gert að greiða allan sakarkostnað og til að greiða konunni 70 þúsund krónur í miska- bætur. Í skýrslu lögreglu kom fram að bæði maðurinn og konan hafi verið ölvuð þegar lögreglu bar að klukkan að ganga tvö aðfaranótt mánudagsins 23. júní í fyrra. ■ Dæmdur fyrir líkamsárás í Reykjavík: Réðst á konu á heimili hennar HÉRAÐSDÓMUR Maður hlaut tveggja ára fangelsi fyrir að ráðast á kou á heimili hennar. Maðurinn var ákærður fyrir að hafa slegið konuna hnefahöggi í andlitið, rifið í hár hennar og misþyrmt með öðrum hætti.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.