Fréttablaðið - 16.07.2004, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 16.07.2004, Blaðsíða 17
17FÖSTUDAGUR 16. júlí 2004 Á FRAMBOÐSFUNDI George W. Bush hampar risasneið af osti þegar hann var kynntur á framboðsfundi í Ashwaubenon í Wisconsin í Bandaríkjunum. Drengur slasaðist: Sjúkraflug til Grænlands SJÚKRAFLUG Rétt eftir miðnætti í gær fékk Slökkvilið Akureyrar beiðni um sjúkraflug til Kúlusúk á Grænlandi. Sækja þurfti níu ára gamlan dreng sem hafði slasast alvarlega. Sjúkraflutningamaður og tveir læknar, svæfingalæknir og deildalæknir, fóru í flugið með Metró-flugvél Flugfélags Ís- lands. Lent var á flugvellinum í Kúlusúk og þaðan flogið með þyrlu til Ammassalik að sækja drenginn. Það sem af er árinu hafa verið farin 170 sjúkraflug frá Akur- eyri. ■ Útsendingarsvæði Skjás eins: Stækkun ekki arðbær FÓTBOLTI Ýmsir verða af útsend- ingum frá enska boltanum í vet- ur þar sem munur er á útsend- ingarsvæði Skjás eins og Sýnar, en að sögn Helga Hermannsson- ar dagskrárstjóra Skjás eins, eru þau álíka stór. Magnús Ragnarsson, sjón- varpsstjóri Skjás eins, gerir ráð fyrir að útsendingar stöðvarinn- ar munu ná til Sandgerðis og Ólafsfjarðar í haust en mörg ljón séu í veginum til að stækka svæðið frekar. „Það stendur til að hefja stafrænar útsendingar á næsta ári og við þurfum að horfa á dæmið í ljósi þess. Það er nátt- úrlega hræðileg fjárfesting sem er hægt að afskrifa á tólf mánuð- um.“ Vestfirðir virðast vera það svæði sem mest bitnar á varð- andi útsendingarsvæði Skjás eins en útsendingar stöðvarinnar nást aðeins á Ísafirði og í Hnífs- dal. Magnús segir óvíst með frekari útsendingar á Vestfjörð- um. „Vestfirðirnir eru langerfið- asta svæðið á landinu til sjón- varpsútsendinga bæði út af erf- iðu landslagi og fáum áhorfend- um á hvern sendi. Þetta þarf fyrst og fremst að meta út frá arðsemissjónarmiðum.“ ■ Bráðnun jökla mikil ógnun Margir vísindamenn búast við að íshellan yfir Grænlandi fari að bráðna verulega á þessari öld. Þegar og ef það gerist verður eina leiðin til að skoða London eða Los Angeles úr kafbáti. UMHVERFISMÁL Nægur koltvísýr- ingur er í andrúmsloftinu í dag til að bræða alla jökla heimsins og sökkva borgum á borð við New York, London og New Or- leans á stuttum tíma. Hefur álíka magn koltvísýrings ekki fundist í 55 milljón ár hér á jörðu. Þetta lét David King, aðalráðgjafi breskra stjórn- valda í umhverfismálum hafa eftir sér en hann ferðast nú um og þrýstir á að þau ríki sem ekki hafi nú þegar skrifað undir Kyoto bókunina til verndar um- hverfinu geri það. Vísindamenn þykjast vissir í sinni sök þegar fullyrt er að ís- hellan yfir Græn- landi muni byrja að bráðna á þessari öld. Bráðni hún alveg mun sjávarmál hækka um sjö metra og skapa stærra vanda- mál en mannkynið hefur áður kynnst. Fjöldi stórborga í heim- inum mun sökkva í sæ, þar með taldar stórborgir á borð við London, Los Angeles, Kaíró og Sidney. Öll austurströnd Banda- ríkjanna færi að hluta til undir vatn og hætt er við að vöðlur verði nauðsynlegar ætli fólk sér í miðbæ Reykjavíkur. Fari spár á versta veg er einn- ig hætt við að heilu löndin fari forgörðum. Bangladess er líklegt til að hverfa af landakortum og þarf sjávarmál í raun aðeins að hækka um einn metra til að stór hluti þess hvíli á hafsbotni. Flóð- garðar Hollands, sem er að mestu undir sjávarmáli, eru ekki byggð- ir með sjö metra hækkun í huga og Danmörk og Belgía liggja hvorug hátt yfir sjó. Þá á eftir að minnast á þær truflanir sem slík hækkun hefur á vistkerfi sjávar en rannsóknir benda til að hækkunin geti haft miklar og slæmar afleiðingar fyrir sjávarþjóðir. Sem dæmi þyrftu Íslendingar að sækja fisk mun norðar en nú gerist þar sem einu köldu svæðin sem eftir væru yrðu við pólana tvo. Þá eru og ótalin þau áhrif sem verða á veröldina eins og við þekkjum hana ef heimskautaísinn á Suðurskautinu bráðnar einnig. Þá gera vísindamenn ráð fyrir að yfirborð sjávar hækki um 110 metra til viðbótar við þá sjö frá Grænlandsjökli. albert@frettabladid.is Frakkar: Kjósa um stjórnarskrána PARÍS, AP Frakkar munu kjósa um nýja stjórnarskrá Evrópusam- bandsins að því er Jacques Chirac, for- seti lands- ins, lýsti yfir í gær. Chirac sagði k j ó s e n d a fremur en þingsins að taka ákvörð- un um s t j ó r n a r - skrána. „Í fram- t í ð i n n i verða allar þjóðir að s t a ð f e s t a s t j ó r n a r - skrána. Hún hefur bein áhrif á Frakka og því verða Frakkar spurðir beint. Það verður þjóðar- atkvæðagreiðsla,“ segir Chirac. Þjóðaratkvæðagreiðslan verð- ur haldin á síðari helmingi ársins 2005 að sögn Chirac. Ekki er talið að hann sé að taka mikla áhættu með ákvörðuninni þar sem skoð- anakannanir hafa bent til þess að Frakkar séu fremur hliðhollir nýju stjórnarskránni. ■ BASTILLUDAGURINN Bastilludagurinn var hald- inn hátíðlegur í París í gær. Af því tilefni lýsti for- seti landsins yfir að hald- in yrði þjóðaratkvæða- greiðsla um nýja stjórnar- skrá Evrópusambandsins. MAGNÚS RAGNARSSON Segir það vonda fjárfestingu að fjölga sendum sem hugsanlega úreldast fljótlega. FRAMTÍÐARSÝN? Flóð eru algeng víða um heim en eru hreinn barnaleikur miðað við það sem bíður ef ekki tekst að hefta hlýnun jarðar og bráðnun jökla. ,,Hætt er við að vöðlur verði nauðsyn- legar ætli fólk sér í miðbæ Reykjavíkur.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.