Fréttablaðið - 16.07.2004, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 16.07.2004, Blaðsíða 18
Byggðastefna enska boltans Á meðan margir eru að fá sig full- sadda af fjölmiðlafrumvarpinu, máli sem skekur stjórnskipun landsins svo hriktir í stoðum ríkisstjórnarinn- ar, virðist sýn- i n g a r r é t t u r Skjás eins á enska boltan- um valda meiri geðshrær ingu meðal hins al- m e n n a borgara. H e y r s t hefur að einstaka þ i n g - mann fái ekki stundarfrið fyrir knatt- spyrnuáhugamönnum sem eru svo óheppnir að búa utan útsendingar- svæðis Skjás eins og krefjast að eitt- hvað verði gert í málinu. Vestfirðir verða verst úti hvað útsendingarnar varða og segja sagnir að aldrei hafi Matthíasar Bjarnasonar verið saknað jafn ákaft og nú, enda með öflugustu kjördæmapoturum Vestfjarða. Chopin 2004 Róttæki GettuBeturdómarinn Stefán Pálsson heldur uppi æsispennandi samkeppni á heimasíðu sinni, þar sem lesendur kjósa um bestu sjopp- ur landsins. Keppnin ber hið fágaða nafn Chopin 2004 en keppt er í tveimur riðlum, þjóðvegaflokk og þéttbýlisflokk. Líður brátt að úrslitum í keppninni, en fjórðungsúrslit fóru fram í gær, en úrslit þeirra lágu ekki fyrir þegar blaðið fór í prentun, en keppnin er framlag Stefáns til menningareflingar lands og þjóðar þar sem meðal ann- ars er búið að velja b l ó m og fugl lands- ins. Við upphaf hundadaga 1809 urðu á Íslandi kaflaskil í uppreisn sem þá stóð yfir gegn yfirvöldum. Hefur þessi tími verið kenndur er við uppreisnarforingjann Jörgen Jörgensen eða Jörund hundadaga- konung en þá lýsti Jöundur sig „Alls Íslands verndara og hæst- ráðanda til sjós og lands“. Jafn- framt var sérstakur íslenskur fáni dregin að húni í fyrsta sinn. Tengslin við hundadagana, sem eru frá 13. júlí –23. ágúst, ráðast af því að valdatími Jörgens á Ís- landi sem „verndara og hæstráð- anda“ stóð nokkurn veginn út hundadagana, eða til 22. ágúst. Jónas Árnason orti m.a. þetta um Jörund eða „Hann“ eins og Jónas kallar hann: Og sýslumenn tók Hann, ef gleiðir þeir gerðust,/ og gaf þeim að líta pístólur/ og skjálfandi lét þá að fótum sér falla/ en fátækum gaf hann rúsínur. Við upphaf hundadaga, þann 13. júlí 2004, urðu kaflaskil í sögu Framsóknarflokksins og íslenskra stjórnmála. Þá var haldinn upp- reisnarfundur gegn flokksforustu og ríkisstjórn í Reykjavíkurkjör- dæmi suður. Uppreisnarmenn Framsóknarflokksins telja forustu flokks síns hafa gerst full gleiða og krefjast flokkslegrar umfjöllunar um fjölmiðlafrumvarpið. Þeir hafa dregið fram sínar pístólur og vilja nú að forustan falli þeim að fótum svo fátækir geti fengið sína þjóðar- atkvæðagreiðslu. Hundadagauppreisnin – sú er sprakk út hjá framsóknarmönn- um í hinu ráðherralausa Reykja- víkurkjördæmi suður en hefur verið að breiðast út – er um margt mjög merkileg í síðari tíma stjórnmálasögu. Í fáum flokkum öðrum hefur sú menning og það grunnviðhorf verið sterkara und- anfarna áratugi, að almennir flokksmenn styðji forustumenn sína í gegnum sætt og súrt. Þannig hefur forustan yfirleitt getað kallað fram félagsfundi og fengið bakstuðning ef um um- deild mál er að ræða. Opinber gagnrýni flokksmanna á flokkinn – sérstaklega ef um áhrifamenn eða fyrrum forustumenn er að ræða – hefur ekki átt upp á pall- borðið hjá almennum flokks- mönnum. Hafa menn talið að slík- an ágreining beri að leysa inni í flokknum. En nú virðist öldin önn- ur. Engu er líkara en alvarlegur samskiptabrestur hafi orðið milli a.m.k. hluta flokksmanna og meirihluta þingflokksins – brest- ur sem nú gerir vart við sig á versta tíma fyrir flokkinn. Vin- sælt er orðið að nota orðalagið um „gjá milli þings og þjóðar“. Hér er við hæfi að tala um gjá milli þing- flokks og almennra flokksmanna. Halldór Ásgrímsson formaður flokksins ber vitaskuld aðalábyrgð á því hvernig komið er og menn hljóta því að horfa til hans um leið- sögn út úr þessu ástandi. Hans bíða fyrst og fremst fjögur vanda- mál sem hann þarf að leysa úr. Í fyrsta lagi þarf hann að finna leið til að slá á þá óánægju sem er í eigin flokki og tryggja sér öruggt bakland. Þetta er ekki síst brýnt þegar og ef stólaskiptahringekjan fer af stað 15. september með til- heyrandi ráðherrafórn og titringi. Í öðru lagi þarf hann að finna lausn á skuldbindingum sínum og loforðum um stuðning við Davíð Oddsson og samstarfsflokkinn í fjölmiðlamálinu. Í þriðja lagi þarf hann að taka afstöðu til lagalegrar óvissu varðandi hugsanleg stjórn- arskrárbrot – og þá þannig að stjórnarskráin njóti vafans. Hvorki hann né Davíð myndu þola það pólitískt ef dómstólar kæmust að því að aðgerðir þeirra væru stjórnarskrárbrot. Í fjórða og síð- asta lagi þarf Halldór að bjarga ásýnd flokksins gagnvart hinum almenna kjósenda. Það er barna- skapur að ætla allt í einu núna að skýla sér bak við tæknilegar og að- ferðarlegar athugasemdir við skoðanakannanir Fréttablaðsins, kannanir sem í raun eru gömlu DV kannanirnar og byggja á áratuga- reynslu og hafa reynst ágætlega. Þessum fjórum verkefnum verður erfitt að ná öllum fram því þau rekast hvert á annars horn. Því er ljóst að formaður Framsóknar þarf að forgangsraða og hugsan- lega láta einhver þeirra mæta af- gangi. Efst á forgangslistanum hlýtur að vera að ná sáttum í flokknum og einsýnt má vera að það verður ekki gert nema með því að einhver sú leið verði valin sem lætur stjórnarskrána njóta vafans. Athugasemdir flokksmanna eru ekki síst við framganginn gagnvart forsetanum og stjórnarskránni. Vandinn er hins vegar að fá slíkar lausnir til að ríma við samstarfið og skuldbindingarnar gagnvart Davíð. En jafnvel þótt Halldór og sjálf- stæðismenn yrðu einhuga um að keyra síðara fjölmiðlafrumvarpið í gegn á þeim forsendum sem nú eru uppi, er óvíst að fyrir því sé þing- meirihluti. Það bendir því flest til þess að eina leið Halldórs í málinu sé að semja við Davíð Oddsson um að láta undan kröfum hundadaga- uppreisnarinnar og draga málið til baka og helst láta þjóðaratkvæða- greiðsluna fara fram. Því mun reyna á hversu gegnheilt samstarf- ið er í raun og hvort Davíð sættir sig við að Halldór á í raun enga val- kosti. Geri hann það ekki er vand- séð á hvaða grundvelli stjórnar- samstarfið getur haldið áfram. ■ É g veit ekki hvað hann heitir – reiturinn sem ríkisstjórnin erkomin á – en þetta er í þriðja sinn í hörmungasögu fjölmiðla-máls Davíðs Oddssonar sem við fylgjum ráðherrunum á þennan reit. Undir lok maí lentu þeir á reitnum eftir reiðilestur Davíðs yfir forseta Íslands í sjónvarpsfréttum eitt föstudags- kvöldið. Þá misstu framsóknarmenn alla lyst á að fylgja Davíð í þessum herleiðangri, sem áður hafði verið á hendur Norðurljósum og eigendum þess, en virtist þá einnig beinast að forseta lýðveldis- ins. Á mánudeginum hoppuðu ráðherrarnir af þessum reit þegar Davíð brá sér til Bessastaða áður en hann hitti Halldór Ásgrímsson og samþykkti þriðju breytingu á fjölmiðlafrumvarpi sínu. Hún fólst í því að áður veitt útvarpsleyfi skyldu fá að renna út í stað þess að vera afturkölluð þegar lögin tækju gildi. Eftir þetta sagðist Halldór vera öruggari um að frumvarpið stangaðist ekki á við stjórnarskrá. Lausnin virtist fundin, forsetinn sáttur og fjölmiðlalögin hans Davíðs í höfn. Svo fór ekki. Forsetinn staðfesti ekki lögin. Flokksformennirnir sættu sig við þjóðaratkvæðagreiðslu og þing var kallað saman í byrjun júlí til að ganga frá henni. Þegar aðeins voru tveir dagar til þings lentu ráðherrarnir öðru sinni á umræddum reit. Nú vegna þess að sjálfstæðismenn vildu setja girðingar í komandi þjóðar- atkvæðagreiðslu þannig að ekki dygði meirihluti til að fella frum- varpið en framsóknarmenn engar hindranir eða sem lægstar. Ráð- herrarnir hoppuðu af þessum reit með bragði sem þeir sögðu bæði óvenjulegt og snilldarlegt en stjórnarandstaðan og fleiri kölluðu brellibragð. Það óvenjulega var að fella gömlu lögin úr gildi en setja þau jafnharðan aftur. Og snilldin lá í því að ef forsetinn staðfesti ekki fjölmiðlalög II og þau yrðu felld í þjóðaratkvæðagreiðslu myndu fjölmiðlalög I öðlast gildi og nauðsynlegt væri að efna til nýrrar þjóðaratkvæðagreiðslu. Og síðan endalaust ef ráðherrunum þóknaðist. Með þessu töldu ráðherrarnir að fjölmiðlalögin hans Davíðs væru í höfn. Gallinn var sá að þetta bragð stóðst illa nánari skoðun. Aðeins lögfræðisveit ríkisstjórnarinnar gat mælt með brellunni – sömu menn og hafa blessað lagafrumvörp sem Hæstiréttur hefur síðar úrskurðað að stæðust ekki stjórnarskrá. Aðrir lögfræðingar and- mæltu þessari leið sem útúrsnúningi á stjórnskipan okkar og stjórn- arskrá. Og aftur vildu framsóknarmenn beygja sig fyrir ráðum vísra manna og undirstöðuleikreglum lýðræðisins – en sjálfstæðis- menn ekki. Og ráðherrarnir eru komnir á sama reit í þriðja sinn. Eftir því sem þeir lenda oftar á þessum reit versnar staða þeirra. Í fyrstu virtust þeir aðeins vera í andstöðu við fjölmiðla, stéttar- félög, lögspekinga, Samkeppnisstofnun, viðskiptalífið og meirihluta almennings en síðan hafa forsetinn, stjórnarskráin, stjórnskipanin og gervöll lögfræðideild Háskóla Íslands bæst við – að viðbættum almennum flokksmönnum stjórnarflokkanna sem fyrir löngu eru búnir að fá nóg af klúðurslegum málatilbúnaði ráðherranna, orðnir dauðþreyttir á að verja gerðir þeirra og muna ekki hvert þessi leiðangur átti að stefna. Um eða eftir helgina mun koma í ljós með hvaða brögðum ráð- herrarnir ætla að hoppa af reitnum í þetta sinn. Miðað við reynsluna þurfa þeir að taka undir sig gott stökk ef þeir vilja ekki lenda á þess- um reit í fjórða sinn innan skamms. ■ 16. júlí 2004 FÖSTUDAGUR MÍN SKOÐUN GUNNAR SMÁRI EGILSSON Davíð Oddsson virðist á góðri leið með að sprengja eigin ríkisstjórn með fjölmiðlafrumvarpi sínu. Þriðja sinn á sama reit Hundadagauppreisnin ORÐRÉTT Framtíðarstefna Moggans? Aðrir mundu kannski segja, að Staksteinar hefðu horfið til for- tíðar! Það þarf ekki að vera svo slæmt. Að fortíð skal hyggja ef frumlegt skal byggja, sagði skáldið mikla! Staksteinar Morgunblaðið 15. júlí. Formsatriði fullnægt Sé málflutningur Hannesar í þessu stutta greinarkorni vís- bending um vinnubrögð hans almennt, virðist full ástæða fyrir hann að kvíða niðurstöðu siða- nefndarinnar. Ólafur Hannibalsson um að því virð- ist botnlaust samtal sitt og Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar. Morgunblaðið 15. júlí. Skyldi hann ná sér? Hann [Halldór Ásgrímsson] virðist ekki vera í sambandi við grasrótina, enda kemur hann um þessar mundir dauflega fyrir í sjónvarpi og á opinberum vettvangi, eins og hann sé ekki heill heilsu og átti sig ekki á látunum umhverfis hann. Jónas Kristjánsson DV 15. júlí. Er þetta kannski bara ég? Flestir telja á engan hallað. Hinir skrifa það á tilviljun. Er enginn að fylgjast með? Ólafur Teitur Guðnason um dóm- gæslu á Old Trafford. Viðskiptablaðið 14. júlí. FRÁ DEGI TIL DAGS Í DAG TÍMAMÓT Í FRAMSÓKN BIRGIR GUÐMUNDSSON Það bendir því flest til þess að eina leið Halldórs í málinu sé að semja við Davíð Oddsson um að láta undan kröfum hundadagauppreisnarinnar og draga málið til baka og helst láta þjóðaratkvæða- greiðsluna fara fram. ,, degitildags@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: Frétt ehf. RITSTJÓRI: Gunnar Smári Egilsson FRÉTTASTJÓRI: Sigurjón M. Egilsson RITSTJÓRNARFULLTRÚAR: Steinunn Stefánsdóttir og Jón Kaldal AUGLÝSINGASTJÓRI: Þórmundur Bergsson RITSTJÓRN, AUGLÝSINGAR OG DREIFING: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is SETNING OG UMBROT: Frétt ehf. PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablað- inu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu sendingarkostnaðar, 1.100 krónur á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.