Fréttablaðið - 16.07.2004, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 16.07.2004, Blaðsíða 20
Síðastliðinn föstudag var birtur í Fréttablaðinu greinarstúfur, frá mér kominn, þar sem ég fjallaði vítt og breitt um rúðuþurrkur. Það eitt væri ekki í frásögur færandi ef ekki væri fyrir þá tilviljun, að svo virðist sem þeir, sem greininni var þó beint til, hafi ekki lesið hana. Er það miður. Af því tilefni og einnig í ljósi þjóðfélagslegrar umræðu, sem farið hefur fram undanfarna daga, um 26. gr. stjórnarskrár lýð- veldisins Íslands nr. 33/1944, vil ég leyfa mér að koma hér að viðauka við fyrri blaðagrein. Svo sem þá var rakið, en hefur líklega ekki komið nægilega skýrt fram af minni hálfu, þá dregur Al- þingi vald sitt frá íslensku þjóðinni, þ.e. borgurum þessa lands, sem fyrrum voru ranglega nefndir „þegnar“. Má því eflaust um kenna þegar hér bjó þjóð, sem var kúguð af yfirvaldi og vissi ekki betur en að hún væri fædd til að þóknast ríkis- valdi, í stað þess sem rétt er, að rík- isvald er leitt af þjóð. Sagan sýnir að þjóðfélög hafa þrifist án ríkis- valds, en ekki veit ég dæmi þess að ríkisvald hafi komið til án þjóðar. Glöggskyggn maður myndi nú spyr- ja: „Hvernig má þetta vera?“ Svarið er einfalt. Valdið er komið frá borg- urunum. Þaðan er það runnið og þangað mun það ávallt hverfa. Án borgara er ekki til Alþingi. Alþingi mitt er annars vegar gamalt hús, sem stendur nú við Austurvöll og hins vegar ákveðið valdatæki, sem þjóðin býr yfir og kýs á fjögurra ára fresti 63 samborgara mína til að fara með „á daglegum basis“ eins og sumir segja. Ég tók þátt í síðustu alþingis- kosningum. Þess vegna get ég ekki skorast undan ábyrgð. Ábyrgð mín, sem borgara þessa lands, felst meðal annars í því að láta heyra í mér þegar kjörnir fulltrúar mínir hafa brugðist þeim skyldum og þeirri ábyrgð, sem þeir leiða frá mér. Eins og sakir standa get ég því miður ekki beðið fram að næstu alþingis-kosningum með að láta rödd mína heyrast. Líkur nú formála eða „prolog- us“ eins og ég og allir hinir lög- fræðingarnir lærðu á sínum tíma í lagadeild og gætu eflaust slett fram á latínu í opinberri umræðu, í þeim veikburða tilgangi að þyrla ryki í augu upplýstrar þjóðar. Til að forðast þann stimpil samborg- ara minna að vera álitinn lýðs- skrumari eða á annan hátt að vera tengdur við „keypt“ álit stjórn- málaflokka eða annarra ráðandi afla þessa lands mun ég hér á eftir gæta þess að fara ekki með neitt, sem ekki stenst skoðun hvers sjálf hugsandi manns. Ég viðurkenni, að Alþingi hafi lagasetningarvald, í umboði borg- ara þessa lands. Ég viðurkenni, að alþingismenn hafi „rétt til að flytja frumvörp til laga“ samkvæmt 38. gr. stjórnarskrárinnar, í mínu um- boði. Hitt viðurkenni ég ekki, frek- ar en þið ágætu samborgarar mín- ir, að vald Alþingis sé engum tak- mörkunum háð, eins og nú er hald- ið fram af hálfu stjórnarherranna. Framsóknarmenn virðast þó vera að átta sig smátt og smátt á þessari augljósu staðreynd. Til upprifjun- ar. Þegar forseti Íslands synjaði um staðfestingu laga nr. 48/2004 (fjölmiðlalaga) hratt hann af stað ferli samkvæmt 26. gr. stjórnars- krárinnar, í skjóli valds síns sam- kvæmt 2. gr. hennar. Það ferli verð- ur ekki stöðvað af Alþingi, hvorki með því að „afturkalla“ lögin né heldur með því að breyta þeim eða fella úr gildi með nýjum lögum. Tilvitnuð 38. gr. stjórnarskrárinn- ar, sem nú er haldið á lofti, kemur þessu máli ekkert við. „Uss og bamm“, þið sem reynið að plata borgarana með slíku bulli. Valdið er núna komið til þjóðarinnar. Það er farið úr höndum Alþingis og það er farið úr höndum forseta. Um gildi fjölmiðlalaganna til frambúð- ar fer nú einungis eftir því hvort þjóðin samþykki í þjóðar-atkvæða- greiðslu, sem boðað skal til eftir 26. gr. stjórnarskrárinnar, að lögin skuli halda gildi sínu. Ella falla þau niður dauð og ómerk. Fyrir því eru þau einföldu rök, að frá þeim tíma- punkti, til góðs eða ills fyrir okkur borgarana, þegar forseti synjaði um staðfestingu laganna, þá missti Alþingi forræði yfir lögunum. Um- boð þess til að fjalla um lögin hefur verið afturkallað. Þeir sem þykjast vera í vafa um þetta skulu hafa hugfast, að ef vafi leikur á því hvernig túlka beri skýrt ákvæði 26. gr. stjórnarskrárinnar, þá nýtur þjóðin vafans, en ekki einhver ríkisstjórn úti í bæ. Stjórnarskráin er jú okkar eign, en ekki ríkis- stjórnarinnar. Það veldur mér vissum von- brigðum að hæstvirtir prófessorar í lögum, Eiríkur Tómasson og Sig- urður Líndal, skuli af kurteisi við ríkisstjórnina gefa henni ranglega undir fótinn, að til sé leið til að „sleppa billega“ undan þeirri skömm, sem ríkisstjórnin hefur valdið mér og mínum samborgur- um, með því að hleypa þeirri hugs- un að í kolli ráðherra, að með því að „afturkalla“ fjölmiðlalögin eða fella þau sjálfstætt úr gildi með nýjum lögum, sem lúti þá eingöngu að þeim ólögmæta tilgangi, þá sé ef til vill allt í lagi. Það er nú barasta aldeilis ekki svo. Hin umþrættu lög eru komin til umsagnar þjóðarinn- ar, í kjölfar synjunar forseta um staðfestingu þeirra og það vald okkar borgaranna til að ákveða hvort lögin skuli halda gildi eður ei verður aldrei, já ég segi aldrei úr höndum okkar tekið. Ég skora á hvern þann lögspeking, sem ríkis- stjórnin getur teflt fram, að hnekk- ja þessu áliti mínu og þjóðarinnar, með rökum sem standast skoðun. Þá er ég ekki að tala um órökstudd- ar fullyrðingar í gagnstæða átt og/eða tilvísanir til annarra ákvæða stjórnarskrárinnar, settar fram „á flottan hátt“ í fjölmiðlum. Gefið þjóðinni nú tækifæri til að svara mótrökum. Þau hafa engin komið fram til þessa. Þegar herra Ólafur Ragnar Grímsson var fyrst kjörinn rétt- mætur forseti þessa lands kaus ég, eins og fleiri dyggir stuðningsmenn Sjálfstæðisflokksins, annan fram- bjóðanda en þann sem kjörinn var. Svo heitt var mér í hamsi á um- ræddum tíma, að á heimili mínu var ekki rætt um annað á tímabili en hvað tæki við ef „Óli grís“ kæmist til valda. Börnin fóru því miður ekki varhluta af neikvæðu umtali mínu í garð forseta míns. Skömmu eftir kjör hans hélt fjölskyldan í sumar- frí til Spánar. Einhvers staðar yfir miðju Atlantshafi gall þá við í fjög- urra ára dóttur minni: „Það er eins gott pabbi, að við erum að fara til Spánar, fyrst að Óli svín er orðinn forseti.“ Sælir eru saklausir. Ég vil biðja þig, herra forseti, þótt seint sé fram komið, afsökunar á fyrrum ill- mælgi í yðar garð. Þér eruð forseti minn. Ég treysti á yður. Höfundur er borgari og héraðs- dómari. 16. júlí 2004 FÖSTUDAGUR20 Lögin komin til umsagnar þjóðarinnar Hin umþrættu lög eru komin til um- sagnar þjóðarinnar, í kjölfar synjunar forseta um stað- festingu þeirra og það vald okkar borgaranna til að ákveða hvort lögin skuli halda gildi eður ei verður aldrei, já ég segi aldrei úr höndum okkar tekið. JÓNAS JÓHANNSSON UMRÆÐAN FJÖLMIÐLALÖGIN ,, Fyrir nokkru síðan gerðust þau tíð- indi að griðland fugla á Dyrhólaey var opnað á miðjum varptíma fyrir takmarkalausri umferð ferðamanna – þriðja árið í röð. Það mun hafa vak- ið sérstaka athygli margra að sú að- gerð sem fram fór í skjóli lögreglu- verndar – var framkvæmd af einum af æðstu embættismönnum Um- hverfisstofnunar. Þau tíðindi sem hér hafa orðið vekja spurningar um hlutverk og gildi friðlýsinga al- mennt, að ekki sé nú talað um hið svokallaða „hlutverk heimamanna“ í nútíma umhverfisvernd. Okkur komu í hug hin fleygu orð: „Heggur sá er hlífa skyldi“. Nú þegar dregur að lokum varptíma á Dyrhólaey er okkur ljóst að fuglalífi hefur stór- lega hrakað í Eynni. Einkum er átak- anlegt að horfa upp á hrun í æðar- varpi því sem við höfðum byggt upp, en aðrir fuglastofnar hafa einnig lát- ið verulega á sjá. Okkur finnst af þessu tilefni rétt að útskýra nánar hvers vegna við viljum friða Dyrhólaey á varptímanum. Í Dyrhólaey var til skamms tíma eitt stærsta æðarvarp við suður- strönd landsins. Varpið hefst í byrj- un maí og lýkur í byrjun júlí. Friðun þess fyrir umferð á tímabilinu 1. maí til 25. júní var ásættanleg málamiðl- un sem tryggt hefur að meginhluti varps sé búinn þegar umferð er hleypt á svæðið. Nytjar á æðarvarpi (dúntekja) í Dyrhólaey er hluti af þeim landbúnaði sem bændur í Dyr- hólahverfi hafa frá fornu fari stund- að og er enn þáttur í afkomu okkar. Æðardúnn er verðmæt útflutnings- vara og takist okkur að verja varp- landið er ómögulegt að spá fyrir um vaxtarmöguleika þess. Tæpast er hægt að hugsa sér jafn sjálfbærar nytjar, því fuglinn laðast að sé landið friðað, og í skjóli þess þrífst síðan fjölbreytt mó- og sjófuglavarp. Með verndun æðarvarpsins er stuðlað að áframhaldandi byggð og íbúum með menningarlegar rætur í hverfinu veittur efnahagslegur hvati til að tryggja Dyrhólaey nauðsynlega umhirðu. Sú meinloka hefur öðru hvoru skotið upp kollinum að friðun varp- lands á Dyrhólaey tæpa tvo mánuði ársins sé í blóra við hagsmuni ferða- þjónustunnar. Ekkert er jafn fjarri sanni. Þótt vafalaust komi margir á Dyrhólaey til þess að sjá gatið fræga er það aðeins brot af þeirri upplifun sem ferðamannsins bíður. Flestir sem þangað leggja leið sína vita að Eyin væri ekki svipur hjá sjón ef þar væri ekki fjölbreytt fuglalíf. Reynsla okkar sjálfra af þjónustu við ferðafólk staðfestir að með fræðslu um lífríki staðarins viður- kenna flest allir nauðsyn þess að fuglinn fái frið meðan á varpi stend- ur. Á móti kemur að friðunin gerir staðinn mun eftirsóknarverðari og glæsilegri til náttúruskoðunar þegar opnað er fyrir umferð seinnipart júnímánaðar. Íslensk ferðaþjónusta er sem betur fer að fjarlægjast gull- grafarasjónarmiðin. Verndun líf- ríkis, náttúru og menningarverð- mæta í samstarfi við fólkið í landinu er að verða helsta leiðarljós þeirra sem fjárfesta í greininni. Friðun Dyrhólaeyjar á varptíma er sameig- inlegt hagsmunamál landbúnaðar og ferðaþjónustu. Íbúar hér í Dyrhólahverfi, þar á meðal við og forfeður og formæður okkar, áttu frumkvæði að því að frið- lýsa Dyrhólaey 1978 með samkomu- lagi við forráðamenn Náttúruvernd- arráðs (sem var „Umhverfis- stofnun“ þess tíma). Sú sátt byggðist á gagnkvæmri virðingu fyrir lífríki og sjálfbærum nytjum eyjarinnar, til dæmis að „óheimilt er að skaða eða trufla fuglalíf á hinu friðlýsta svæði“ og að „hefðbundnar nytjar bænda skuli haldast“. Í samræmi við það var heimildarákvæði um lokun Eyjarinnar á varptíma nær alltaf beitt. Hvern þeirra gat rennt í grun að aldarfjórðungi síðar ryfi sjálf Umhverfisstofnun sáttagjörðina og beitti valdi – ekki aðeins til tjóns fyrir sjálfbærar nytjar okkar á æðar- varpinu, heldur líka gegn viðkvæmu og fjölbreyttu lífríki Dyrhólaeyjar sem þúsundir ferðamanna sækjast eftir að skoða á sumri hverju? Það væri mikil skammsýni, og ís- lenskri umhverfisverndarpólitík til ósóma, ef greiða ætti helstu skraut- fjöður náttúruperlunnar Dyrhóla- eyjar – fuglalífinu – það náðarhögg sem afnám friðunar á varptíma fæli í sér. Við sem önnumst Dyrhólaey leggjum áherslu á að fagleg vinnu- brögð og varúðarsjónarmið ráði um- gengni um Eyna og í framtíðinni mæti opinberir aðilar til samstarfs við okkur á þeim grundvelli. Höfundar eru bændur í Dyrhóla- hverfi. ALÞINGI Vald Alþingis er takmörkunum háð segir greinarhöfundur. KATRÍN JAKOBSDÓTTIR VARAFORMAÐUR VINSTRI GRÆNNA FRIÐBJÖRN ORRI KETILSSON FRAMKVÆMDASTJÓRI FRJÁLSHYGGJUFÉLAGSINS SKIPTAR SKOÐANIR Á ríkið að sjá um almenningssamgöngur? EITT MESTA UMHVERFISVANDAMÁL sem blasir við Evrópu nú er loftmengun. Stór hluti hennar tengist sí- vaxandi umferð einkabíla og flutningabíla. Mjög víða í Evrópu hefur hlutfall almenningssamgangna farið minnkandi nema þar sem hið opinbera hefur gripið í taumana og ráðist í markvissar aðgerðir til að bæta þjónustuna. ALMENNINGSSAMGÖNGUR lúta öðrum lögmálum en t.d. leigubílarekstur. Þær eru umhverfisvænni ferða- kostur enda snúast þær um að koma mörgum í einu á milli staða í einu farartæki. Þær eru ennfremur nokkuð dýr rekstur þar sem í almenningssamgöngum verður að þjóna öllum á tilteknu svæði. Að sama skapi verða al- menningssamgöngur að vera ódýrar fyrir notendur til að þær verði raunhæfur valkostur við einkabílinn. Stjórn- völd græða samt á því að efla almenningssamgöngur þar sem þau geta þannig sparað umfangsmikinn gatna- gerðarkostnað fyrir sífellt fleiri bíla og dregið verulega úr loftmengun og þannig aukið lífsgæði borgaranna. Þar sem ráðist hefur verið í að efla almenningssamgöngur í Evrópu, t.d. með bættri þjónustu, léttlestum og öðru slíku, má sjá ótrúlegar breytingar á ferðamynstri en hlut- fall þeirra sem velja almenningssamgöngur hefur tvö- til þrefaldast. Að sama skapi hefur einkavæðing almenn- ingssamgangna víða mistekist og má nefna það þegar Thatcher einkavæddi bresku lestirnar með skelfilegum afleiðingum og hefur nú hluti kerfisins sem lýtur að þjónustu og eftirliti með lestum verið færður að nýju til hins opinbera. HIÐ OPINBERA á því tvímælalaust að reka almenn- ingssamgöngur og leggja metnað í það enda hlut- fallslega umhverfisvænn samgöngumáti. ALMENNINGSSAMGÖNGUR eru mörgum mikilvægar og sumum jafnvel svo mikilvægar að þeir kæmust hvorki til vinnu né í búðina án þeirra. Því er mikilvægt að haga fyrir- komulagi þeirra svo að sem best þjónusta fáist á sem lægstu verði. Eðli þess að reka strætisvagna, lestir eða aðrar tegundir samgöngukerfa er það sama og í öllum rekstri. Lágmarka þarf kostnað og gera sem best við við- skiptavini svo að þeir haldi viðskiptum sínum áfram. Þar sem ríkiseinokun er á rekstrinum hafa neytendur ekki val um neitt nema hið ríkisrekna kerfi sama hversu slæmt það kann að vera. ÞAÐ ER SVO að ríkisreknar samgöngur eru niðurgreiddar með skattfé og því ljóst að þeir eru látnir niðurgreiða þjón- ustuna sem e.t.v. ekki nota hana. Eðlilegt er að þeir sem noti þjónustuna greiði fyrir hana. Það hlýtur því að teljast ranglátt að skattgreiðslur leigubílstjórans séu notaðar til að niðurgreiða rekstur strætisvagna sem beinlínis hafa af honum viðskipti og draga úr tekjum hans. Það er einnig mjög mikilvægt að ríkið hætti niðurgreiðslum á tiltekinni þjónustu svo markaðurinn geti fundið út hvaða þjónusta hentar best hverju sinni. Svo kann að vera að kostnaður við ferð með strætisvagni sé alltof mikill og hagkvæmara sé að taka leigubíl. Einnig getur verið hagkvæmara að eiga bíl en að taka leigubíl og svo mætti lengi telja. Til að skyn- samleg ákvörðun sé tekin hverju sinni þarf kostnaður að vera neytendum ljós. Með þeim hætti næst sem best nálgun við hagkvæmustu niðurstöðuna hverju sinni. RÍKISREKNAR SAMGÖNGUR ættu að heyra sögunni til – rétt eins og ríkisreknar ferðaskrifstofur, útgerðarfyrirtæki, flugfélög eða matvöruverslanir sem eru aðeins til sem minningar um liðinn tíma. Einkaframtak og aukið frelsi er vænlegra til árangurs en ríkisrekstur. DYRHÓLAEY Ein af náttúruperlum Íslands og griðland ýmissa fuglategunda UMRÆÐAN DYRHÓLAEY ÞORSTEINN GUNNARSSON OG GUÐJÓN ÞORSTEINSSON Sú meinloka hefur öðru hvoru skotið upp kollinum að friðun varplands á Dyrhólaey tæpa tvo mánuði ársins sé í blóra við hagsmuni ferðaþjónust- unnar. Ekkert er jafn fjarri sanni. ,, Friðun fuglalífs á Dyrhólaey

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.