Fréttablaðið - 16.07.2004, Blaðsíða 29

Fréttablaðið - 16.07.2004, Blaðsíða 29
21FÖSTUDAGUR 16. júlí 2004 Hugsaðu þér heilan mánuð þar sem þú mátt einungis vera með barni þínu í fjóra daga. Að mínu áliti er þetta eitt af því grófara andlega ofbeldi sem þekkist. Feður og umgengni við börn Mikið var ég nú ánægður að lesa skoðun Guðrúnar Helgu Friðriks- dóttur í Fréttablaðinu þann 25. maí síðastliðinn sem fjallar um það and- lega ofbeldi sem gríðarlega mörg börn eru beitt á Íslandi. Gott að vita að kona/konur séu sömu skoðunar og flestir (ef ekki allir) feður. Hún talar um þá fáránlegu staðreynd hversu feður eru lítils metnir í upp- eldishlutverki og hversu sjálfsagt það þykir að útskúfa barni frá föð- ur sínum. Veit ég að hjá sýslu- mannsembættinu í Reykjavík eru einungis konur í starfi við það að úrskurða feðrum tíma með börnum sínum. Halda þær fast í þá „hefð“ að leyfa ekki börnum að vera með feðrum sínum yfir nótt fyrr en þau eru 2, 3 eða jafnvel 4 ára. Einnig er „hefð“ hjá kvenkyns sýslumönnum að úrskurða feðrum og börnum þeirra aðra hverja helgi sem þýðir að barnið er 4 daga í mánuði hjá foreldri sínu. Bið ég lesendur að setja sig í þau spor að opinber aðili myndi leggja þennan dóm á þig sjálfan/sjálfa og barnið. Hugsaðu þér heilan mánuð þar sem þú mátt einungis vera með barni þínu í fjóra daga. Að mínu áliti er þetta eitt af því grófara andlega ofbeldi sem þekkist. Hjá sýslumanninum starfar (að ég held) sálfræðingur sem skoðar úrskurði og leggur blessun sína yfir þá, efast ég um að það sé rétt. Slíkir úrskurðir eru fjandsamlegir barninu við eðlilegar aðstæður og er almennt vitað að börn tengist sínum sterkustu til- finningaböndum til tveggja ára ald- urs og að útiloka foreldri frá barni sínu á þeim tíma er hreinn og beinn glæpur í mínum augum. Ekki má búast við miklum breytingum á þessu kjörtímabili því það var jú Sjálfstæðiflokkurinn sem kom í veg fyrir að lögum væri breytt í þá átt að sameiginleg for- sjá og lágmarksumgengni við barn yrði aldrei minni en 118 dagar á ári. Ef þannig lög væru í gildi myndi heldur betur fækka rifrild- um milli foreldra þar sem börnin eru notuð til þess að fá mál sín í gegn og hlutverk sýslu- mannskvenna myndu breytast til muna. Þyrftu þær einungis að fjalla um mál þar sem annað foreldrið sannaði fram á vanhæfi hins en ekki að þúsundir feðra þyrftu að sanna fram á hæfni sína til að hitta börn sín 4 daga í mánuði. Sjálfstæð- isflokkurinn hefur verið með dóms- málaráðuneytið í allmörg ár en hef- ur aldrei sýnt tilburði til þess að fylgja jafnréttisstefnu sinni og læt- ur einungis kvenkyns úrskurðar- aðila bæði hjá sýslumanni og dóms- málaráðuneyti sjá um að úrskurða í þessum málum. Ekki veit ég hvort þessir aðilar eru hræddir við að skoðun karlmanna heyrist varðandi barnauppeldi. Nú hlýtur að vera mál að linni, opinberir aðilar verða að láta af ofbeldisaðferðum sínum gagnvart börnum og feðrum þeirra og taka hér upp uppeldis- og jafn- réttisstefnu sem er barnvæn og í anda alþjóðasáttmála. ■ UMRÆÐAN FORSJÁ BARNA ,, a rg u s – 0 4 -0 4 3 7 Ég var að velta því fyrir mér, af hverju mér fannst á sínum tíma Bubbi kóngur fyndinn en í dag Dabbi kóngur alveg laus við alla fyndni. Hegðunin sú sama og orða- lagið svipað. Bubbi var fúll og feit- ur, tapsár fílupoki, argandi ofstopi, miskunnarlaus einræðisherra og allt það. Og við hlógum. Hlógum dátt. Okkur fannst þessi snar- ruglaða persóna, Bubbi kóngur, al- veg morðfyndinn og Herranótt varð í hugum fólks stóreflis leikhús, leik- hús fáránleikans. Þar þorðu menn að draga upp mynd af fáránleika of- stopamannsins á valdastóli. Og við hlógum af því þetta var svo fárán- legt, svo fjarlægt. Eitthvað sem við vorum svo örugg um að kæmi ekki fyrir okkur. Það er svo gott að hlæg- ja í fjarlægð. Það yrði aldrei hætta á því að svona nokkuð gæti gerst á Íslandi. Íslandinu góða. Nei, nei og sei, sei, nei. Svo vitlaus yrðum við aldrei. ALDREI! Að við myndum kjósa yfir okkur svona vitleysu. Vit- firringu. Nei, ALDREI! ALDREI! Árin liðu og Bubbi kóngur varð að svarthvítri minningu gærdags- ins. Og sumir brostu enn yfir uppá- tækjum hans í endursýningum RÚV. Að öðrum læddist grunur: Gat verið að svarthvíta myndin um Bubba kóng hafi ekki verið leikrit heldur forspá? Gat verið að persóna einræðisherrans væri ekki grín heldur æfing fyrir það sem seinna yrði? Eitthvað sem seinna yrði okk- ar veruleiki i lit. Ekki í endursýn- ingu heldur í beinni. Fáránleikinn í æpandi litum í BEINNI. Við horfum til Valhallar og velt- um fyrir okkur þegar við heyrum hlátrasköllin þaðan: Hvað finnst hirðinni, viðhlæjendunum, svona fyndið núna? Á hverju eigum við von á morgun? Hvaða grein stjórn- arskrárinnar á nú að brjóta? Hvaða nýju aðferðir var verið að finna upp til að troða á lýðræðinu? Og hirðin hlær og þorir ekki annað, til að verða ekki fyrir reiði kóngsins. Skjálfandi á beinunum í brókum hugleysins hlær hirðin og jánkar öllu sem hrekkur úr munni Dabba kóngs. En enginn í hirðinni veit eða man lengur hvaða skoðanir hann hafði, því það er hláturinn og jáið sem gildir! Ég var að velta þessu fyrir mér þegar ég stóð á Austurvelli og hróp- aði með fjöldanum: VIÐ VILJUM KJÓSA – VIÐ VILJUM LÝÐRÆÐI! Ég var að velta því fyrir mér, af hverju það er ekkert fyndið við það að hafa ruddalegan ofstopamann með einræðistilburði sem valda- mesta mann landsins? Er það vegna þess að í bíó getur það verið fyndið þegar sparkað er í punginn á ein- hverjum en í veruleikanum er það kvalafullt? Er það vegna þess að í bíó getur það verið fyndið þegar snúið er útúr öllu sem sagt er en í veruleikanum er það niðurlægj- andi? Er það vegna þess að í bíó get- ur það verið fyndið að læsa ein- hvern inni en í veruleikanum veldur það innilokunarkend? Er það vegna þess að í bíó getur það verið fyndið þegar mönnum er hótað en í veru- leikanum veldur það kvíða og ang- ist? Ég var líka að velta því fyrir mér hvað við þurfum að vera mörg hróp- andi fyrir utan þingið og stjórnar- ráðið: VIÐ VILJUM KJÓSA – VIÐ VILJUM LÝÐRÆÐI, til að tekið verði mark á okkur. Eða er engin von til þess, með Dabba kóng við völd, að lýðræðið verði virt? Af því að Dabbi kóngur segir að 88% þjóð- arinnar hafi kosið þingið. En gleym- ir um leið að taka fram að aðeins 51% af þeim, kaus þá Dabba kóng og hirð hans eða aðeins 45% kosn- ingabærra manna og kvenna! Með öðrum orðum 55% kosningabærra kaus EKKI þessa arfavondu stjórn sem við höfum. Ég er einn af þeim. Hvorki ég né nokkur annar í þess- um meirihluta þjóðarinnar gaf Dabba kóngi leyfi til að níðast á lýð- ræðinu né gefa frat í stjórnars- krána. Ég var að velta þessu fyrir mér: Er þá ekki bara kominn tími á þrif? Hreingerningu? Þurfum við ekki bara að henda út þessum ónothæfu „druslum“ sem vaða yfir þjóðina á skítugum skóm valdníðslunnar? Skafa burt þessar „gungur“ sem hanga á horrim valdagræðginnar? Sópa út þessum „hugleysingjum“ sem þora ekki að horfast í augu við þjóðina og lýðræðið? Er ekki bara kominn tími til að við segjum: HINGAÐ OG EKKI LENGRA! Er ekki kominn tími á „flauelsbylt- ingu“ á Íslandi? Er ekki kominn tími til að þjóðin öðlist reisn á ný? Ég var nú bara að velta þessu fyrir mér á meðan ég hrópaði með þjóðinni: VIÐ VILJUM KJÓSA – VIÐ VILJUM LÝÐRÆÐI! ■ Hugverk alræðisherra Sá í Fréttablaðinu um daginn að Saddam Hussein er sestur við skriftir og er að rita lykilspennu- sögu. Las meira að segja að kall- inn sé metsöluhöfundur í Írak – eða var alla vega meðan hann var alræðisherra. Ríkissjónvarpið í Írak hafði meira að segja gert framhaldsþætti eftir einni sögu hans. Man ekki eftir neinum þjóð- höfðingja í augnablikinu sem hef- ur leikið þetta eftir nema Davíð Oddsson. Enda erfið staða fyrir útgefanda og dagskrárstjóra rík- issjónvarps að skella hurðinni á alræðisherra þegar þeir birtast með hugverk sín undir hendinni. Man reyndar eftir Winston gamla Churchill sem skrifaði sögu síðari heimsstyrjaldar, fékk Nóbelsverðlaun og sagði glott- andi, að ef sagan ætti að gefa manni sæmileg eftirmæli væri best að skrifa hana sjálfur. Hár- rétt hjá honum. Adolf Hitler skrif- aði líka Mein Kampf en engum heilvita manni datt í hug að hann myndi framkvæma þær hug- myndir sem hann viðrar í bókinni. Hann gerði það nú samt. Tíminn leikur hins vegar menn oft grátt. Enginn les Mein Kamp í dag nema kannski gamlir nasistar, nýnastar og einstaka sagnfræðingur. Styrj- aldarsaga Churchill hefur þurft að víkja fyrir nýrri söguskoðun. Saddam fær kannski ekki útgáfu á nýju bókinni sinni í dag og áreið- anlega enga sjónvarpsþætti. Eftir 15. september gæti Davíð þurft að víkja af jólabókamarkaði þótt Krummi gæti tekið upp á því að filma hugverk hans. Hver veit? Og sýna afurðina hjá Norðurljós- um ef Ríkissjónvarpið er komið undir hælinn á Samfylkingunni og svoleiðis bandíttum. ■ SADDAM HUSSEIN Einræðisherrann fyrrverandi er að semja spennusögu í fangelsinu. INGÓLFUR MARGEIRSSON UMRÆÐAN SKÁLDSKAPUR OG STJÓRNMÁL HANS GÚSTAFSSON UMRÆÐAN BUBBI KÓNGUR Leikhús veruleikans BUBBI KÓNGUR Var þetta forspá? spyr greinarhöfundur. OTTÓ SVERRISSON BARÁTTUMAÐUR UM JAFNRÉTTI

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.