Fréttablaðið - 16.07.2004, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 16.07.2004, Blaðsíða 30
„Ætli ég fari ekki bara með for- eldrum mínum á kaffihús í dag og taki þessu rólega,“ segir Helgi Rafn Ingvarsson sem flestir kann- ast við úr Idolinu í vetur. „Ég er venjulega mikið afmælisbarn og þegar ég var lítill var alltaf haldið garðpartí af því að afmælið mitt er um hásumar. Þá voru blöðrur hengdar upp í trén og öllum félög- unum í hverfinu var boðið í brjálað grillpartí,“ segir Helgi sem var varla búinn að átta sig á því að hann ætti afmæli þegar blaðamað- ur náði tali af honum. „Það er bara búið að vera svo mikið í gangi að ég hef ekki haft tíma til að leiða hugann að afmælinu,“ en Helgi Rafn tekur um þessar mundir þátt í Hárinu í Austurbæ. „Svo er bara svo margt sem liggur fyrir. Ég er að mála herbergið mitt og stend líka í miklum framkvæmdum úti í bílskúr. Þar er ég að reyna að koma mér upp stúdíói og svo er ég á fullu að æfa með hljómsveitinni minni,“ segir Helgi Rafn sem hefur í rúmt ár verið í hljóm- sveitinni Gaur. „Við semjum alls kyns tónlist og spilum svo aðallega rokklög eftir aðra,“ segir Helgi Rafn. „Við verðum í Galtalæk um verslunarmannahelgina og þess vegna erum við með æfingatörn í gangi en ef fólk vill forvitnast frekar um hljómsveitina þá erum við með heimasíðuna gaur.info.“ Helgi Rafn, sem verður nítján ára í dag, ætlar bæði að leika og syngja á afmælisdaginn. „Það er sýning á Hárinu í kvöld en eftir á ætla ég að hitta vini mína og taka því létt,“ segir Helgi Rafn sem er ekki alls óreyndur á leiksviðinu. „Ég hef verið í leiklist síðan í átt- unda bekk og síðustu þrjú árin hef ég verið í leikfélagi Mennta- skólans við Hamrahlíð. En Hárið er fyrsti söngleikurinn sem ég tek þátt í, ég fór í prufur í vor og finnst frábært að hafa fengið að vera með.“ ■ 22 12. júní 2004 LAUGARDAGUR Mickey Rourke Einu sinni, fyrir margt löngu, var þessi leikari einn mesti töffari sem sást. Því miður má segja að persóna hans í Barfly hafi yfirtekið líf hans. Mickey er 51 árs í dag. AFMÆLI Karl Lilliendahl tónlistarmaður er 71 árs. Þorkell Sigurbjörnsson tónskáld er 66 ára. Anna Kristín Arngrímsdóttir leikkona er 56 ára. BRÚÐKAUP Jóna Ellen Valdimarsdóttir og Lárus Long Þann 3. júlí voru gefin saman í hjóna- band í Hafnarfjarðarkirkju Jóna Ellen Valdimarsdóttir og Lárus Long. Prestur var sr. Þórhallur Heimisson. ANDLÁT Björg Gunnlaugsdóttir, Dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund, áður til heimils í Melgerði 12, Reykjavík, lést þriðjudaginn 13. júlí. Davíð Örn Þorsteinsson, Fosshóli, Vesturárdal, V-Húnavatnssýslu, lést sunnudaginn 11. júlí. Guðbjörg Gunnarsdóttir, Lyngási 2, Garðabæ, lést þriðjudaginn 13. júlí. Guðrún Ingólfsdóttir lést miðvikudag- inn 14. júlí. JARÐARFARIR 10.30 Ingibjörg Guðmundsdóttir lyfja- fræðingur verður jarðsungin frá Dómkirkjunni í Reykjavík. 10.30 Þuríður Jónsdóttir (Hulla), Meist- aravöllum 7, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju. 13.30 Borghildur Sólveig Ólafsdóttir, Hjallalundi 3a, Akureyri, verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju. 13.30 Guðmunda Lilja Ólafsdóttir, Selja- hlíð, Hjallaseli 55, verður jarðsung- in frá Dómkirkjunni í Reykjavík. 15.00 Hafþór Líndal Jónsson frá Minni- Bakka við Nesveg, síðast til heim- ils í Hátúni 10, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Seljakirkju. 15.00 Jón Árnason, Þverá, Eyjafjarðar- sveit, verður jarðsunginn frá Munkaþverárkirkju. Leikur og syngur á afmælisdaginn Í Jekaterinborg var keisari Rúss- lands, Nikulás II, og fjölskylda hans tekin af lífi af bolsévikum á þessum degi árið 1918. Þar með leið þriggja alda stjórn Rómanov ættarveldisins undir lok. Fjöl- skyldan, sem hafði verið í haldi bolsévika síðan í mars 1917, var leidd niður í kjallara undir því yfirskini að það ætti að taka af þeim mynd. Þess í stað stormuðu hermenn inn og skutu þau. Nikulás var krýndur keisari árið 1896. Hann hafði hvorki fengið þjálfun til að taka við rík- inu né virtist hann sérlega áhuga- samur um það hlutverk. Eftir slæma útreið Rússa í stríði þeirra við Japana hófst rússneska bylt- ingin 1905 sem Nikulás tókst að kæfa með því að samþykkja stofnun rússneska þingsins, Dúmunar, og með því að lofa stjórnarskrárbreytingum. Hann stóð þó ekki við loforð sín, ekkert varð af stjórnarskrárbreytingum og ítrekað leysti hann upp Dúmuna. Þetta leiddi til aukins stuðnings við bolsévika og aðra uppreisnarhópa. Árið 1914 voru Rússar orðnir aðilar að fyrri heimsstyrjöldinni og óánægja óx með minnkandi matarbirgðum. Í mars 1917 gengu hermenn í Petrograd í lið með verkamönn- um í verkfalli og var krafist sósíalískra umbóta og áheyrnar keisarans. 15. mars ákvað Niku- lás að láta af tilkalli til krúnunn- ar og afhenda völdin til bróður síns, Mikaels. Mikael hins vegar neitaði að taka við krúnunni sem leiddi til endaloka keisaraveldis- ins í Rússlandi. Lík Nikulásar, Alexöndu og þriggja barna þeirra voru grafin í skógi nærri Jekaterinborg. Það voru einungis lík krónprinsins Alexei og Anastasíu sem ekki var vitað um og leiddi það til þjóð- sögunnar um að Anastasia hefði lifað aftökuna af. Fjölmargar konur hafa stigið fram og sagst vera hin týnda Rómanov-dóttir, en engin þeirra gat fært sönnur á mál sitt. ■ ÞETTA GERÐIST RÓMANOV-FJÖLSKYLDAN TEKIN AF LÍFI 16. júlí 1918 OLGA, MARÍA, NIKULÁS, ALEX- ANDRA, ANASTASÍA, ALEXIS OG TATIA RÓMANOV Leyndardómur hefur hvílt yfir örlögum Anastasíu og fjölmargar konur hafa sagst vera hún. „Ég vissi alltaf að ég myndi afreka eitthvað mjög sérstakt – eins og að ræna banka eða eitthvað í þá áttina.“ - Metnaðurinn hefur aldrei þvælst sérstaklega fyrir Mickey Rourke, afmælisbarni dagsins. AFMÆLISBARN DAGSINS HELGI RAFN INGVARSSON ER 19 ÁRA „Fólk getur komið og keypt bæk- ur úr safni uppáhalds söngvarans, stjórnmálamannsins eða skálds- ins. Sem dæmi selur Einar Kára- son bækur úr safninu sínu, Nylon stelpurnar, Jónsi og Jónína Bjart- marz,“ segir Kristjón Kormákur Guðjónsson, framkvæmdastjóri Hróksins, en félagið efnir til bókamarkaðar í dag og á morgun á útitaflinu í Lækjargötu til styrktar barnastarfi félagins. Kristjón segir hugmyndina hafa kviknað þegar Hrafn Jökulsson ákvað að gefa allt bókasafnið sitt til styrktar starfinu. „Við ákváð- um í framhaldinu að hafa sam- band við fleiri einstaklinga sem allir hafa tekið mjög vel í þetta. Ef þessi fyrsta helgi gengur vel er markaðurinn kominn til að vera enda höfum við ekki haft tíma til að hringja í nándar nærri alla sem gætu lagt okkur lið.“ Féð sem safnast mun allt renna í barnastarf Hróksins sem félagið einbeitir sér að. „Við hættum þátt- töku í Íslandsmótinu til að beita okkur á þessu sviði. Í haust mun- um við halda í hringferð í kring um landið þar sem við gefum öll- um 3. bekkingum „Skák og mát“ eins og við höfum gert undanfarin ár.“ Kristjón segir árangurinn ekki láta á sér standa því skák- áhuginn sé sífellt að aukast. Hrafn Jökulsson selur allt bókasafnið sitt HRAFN JÖKULSSON Bókasafnið hans verður selt á útitaflinu við Lækjargötu í dag frá klukkan 12 og á morgun frá klukkan 13. Ágóðinn mun renna í barnastarf Hróksins. Rússneska ættarveldið líður undir lok ÞETTA GERÐIST LÍKA 1790 Washington DC verður höfuðborg Bandaríkjanna. 1875 Ný stjórnarskrá Frakklands lítur dagsins ljós. 1926 Fyrstu litmyndirnar, teknar neðan- sjávar birtast í tímaritinu National Geographic. Myndirnar voru teknar nálægt Florida Keys. 1940 Adolf Hitler skipar mönnum sínum að búa sig undir innrás í England. 1944 Sovéskir hermenn taka yfir völd í Vilna í Litháen á leið sinni til Þýskalands. 1945 Bandaríkjamenn sprengja sína fyrstu atómbombu í tilrauna- sprengingu í Alamogordo, Nýju Mexíkó. 1951 Bók J.D. Salinger, Bjargvætturinn í grasinu, kemur fyrst út. 1979 Saddam Hussein verður forseti Íraks. 1990 Jarðskjálfti á Filippseyjum, sem mæl- ist 7,7 á Richter-kvarðanum, leiðir til dauða rúmlega 1.600 manna. HELGI RAFN INGVARSSON Hefur í nógu að snúast um þessar mundir. Hann tekur þátt í Hárinu í Austurbæ en kemur svo fram með hljómsveitinni Gaur um verslunarmannahelgina.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.