Fréttablaðið - 16.07.2004, Blaðsíða 31

Fréttablaðið - 16.07.2004, Blaðsíða 31
FÖSTUDAGUR 16. júlí 2004 23 „Þetta var fyrir störf mín hjá Alliance française,“ segir Árni Þorvaldur Jónsson, forseti Alli- ance française á Íslandi sem á dögunum var sæmdur heiðurs- orðu af franska ríkinu. „Það er gaman að verða var við það að svona félagsstarf er einhvers metið. Þetta er ólaunað starf en samvinna sem hefur tekist vel. Ég var að grínast með það að verða einhvern tímann skytta, svo veita þeir mér riddaratign í staðinn.“ Árni varð fyrst forseti félags- ins árið 1992 og starfaði sem slíkur í sex ár. Á þeim tíma hefur félagið lent á nokkrum hrakhól- um með húsnæði en þegar Árni varð aftur formaður 2001 vildi hann láta reyna á gamlan draum og festi kaup á húsnæði sem er hentugt fyrir starfsemi félags- ins. „Ég held að allir séu mjög lukkulegir með Tryggvagötu 8, þar sem við höfum verið í vetur. Félagið hefur staðið fyrir ýms- um uppákomum og verið virkt og áberandi í menningarmálum. Svo er málakennslan visst akkeri í starfseminni.“ Áhugi Árna á frönsku og franskri menningu hefur lengi verið til staðar. „Ég heillaðist af tungumálinu þegar ég sá fransk- ar bíómyndir hér í den. Lengi vel gerði ég ekkert í þessum áhuga mínum, en lét verða af því að fara til Frakklands og læra málið árið 1979. Svo kláraði ég nám í arkitektúr í París þannig að við vorum búsett þarna til 1988. Frakkar eru mjög gömul þjóð sem er rík af menningu. Þó að fólk einblíni gjarnan á hinar fög- ru listir eru Frakkar mjög fram- arlega á tæknisviði og í vísind- um. Sjálfum finnst mér þeir standa mjög framarlega í bygg- ingarlist og matargerðarlistin þeirra er mjög auðug.“ ■ Franskar bíómyndir kveiktu áhugann Gildir á meðan birgðir endast. Flugdót í úrvali, tilvalið í útileguna Vatnsbyssu slökkvitækiSkemmtilegir bílar og bátar 199kr/stk verð áður 299- 49kr/pk verð áður 99- 199kr/stk verð frá249kr/stk verð frá Flottar sápukúlubyssur. Rafhlöður fylgja Sápukúlur í allar áttir Rafhlöður fylgja Blástu kúlur og spilaðu Saxafónn m/8 lögum Sápukúlu- stautar 2 á spjaldi 3way Bó k a f o r l a g i ðH l j ó ð b ó k . i s hefur gefið út 15 af Skemmtilegu smábarnabókun- um á hljóðbók í lestri Hönnu G. S igurðardót tur. Sögurnar fimmtán eru: Stúfur, Þrír litlir grísir, Græni hatturinn, Benni og Bára, Svarta kisa, Geiturnar þrjár, Tommi er stór strákur, Kötturinn Branda, Litla rauða hænan, Hjá afa og ömmu, Villi hjálpar mömmu, Þegar Kolur var lítill, Kolur í leik- skóla, Mamma er best og Ari og Ása leika sér. Bó k a f o r l a g i ðHljóðbók.is hef- ur gefið út Valin Grimms-ævintýri á hljóðbók í lestri Þorsteins Thoraren- sen. Ævintýrin eru Froskakóngur inn eða Járn-Hinrik, Spunakerlingarnar þrjár, Slöngulaufin, Úlfurinn og kiðling- arnir sjö, Ruslaralýður og Garða- brúða, Rauðhetta, Undarlega átveisl- an, Þrastarskeggur kóngur, Brima- borgarspilararnir, Skraddarinn í himnaríki, Snillingurinn Hans, Kerl- ingin Gríður og Brúðkaup lafði Lág- fótu. Bó k a f o r l a g i ðHljóðbók.is hefur gefið út Línu lang- sokk á hljóðbók í lestri Völu Þórsdótt- ur. Sagan um Línu á Sjónarhóli þekkja vel flestir, stelpan sem getur lyft heilum hesti, ráðið við stæðilega lögreglu- þjóna og bundið tvo þjófa í einu. Nokkuð er ljóst að Tomma og Önnu mun aldrei leiðast aftur eftir að Lína flytur á Sjónarhól með apa, hest og fulla tösku af gullpeningum. Bó k a f o r l a g i ðHljóðbók.is hef- ur gefið út Hróa hött á hljóðbók í lestri Rúnars Freys Gíslasonar. Sagan gerist á Englandi þegar konungurinn, Ríkharður Ljónsh- jarta, er víðs fjarri í krossferð og aðals- menn fara sínu fram. Hrói er sann- kölluð hetja sem ásamt mönnum sínum Litla Jóni, Tóka munki og fleir- um í Skírisskógi berst fyrir réttlæti í landi þar sem ógnarstjórn fógetans í Nottingham ríkir. Bó k a f o r l a g i ðHljóðbók.is hef- ur gefið út Grafar- þögn eftir Arnald Indriðason í lestri Sigurðar Skúlason- ar. Hér les Sigurður lítillega stytta út- gáfu sem er um sjö og hálf klukku- stund í flutningi, á sex geisladiskum. Arnaldur Indriðason hlaut Gler- lykilinn árið 2002 fyrir þessa bók sína sem segir frá lögreglumanninum Erlendi og rannsókn sem hefst þegar mannabein finnast í grunni nýbygg- ingar í útjaðri Reykajvíkur. NÝJAR BÆKUR ÁRNI ÞORVALDUR JÓNSSON Heillaðist af frönsku þegar hann horfði á franskar bíómyndir þegar hann var yngri. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /E .Ó L

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.