Fréttablaðið - 16.07.2004, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 16.07.2004, Blaðsíða 34
26 16. júlí 2004 FÖSTUDAGUR ALLAN BORGVARDT DRJÚGUR Tryggði FH sigur í Cardiff í gær. Evrópukeppni félagsliða: FH í fínum málum FÓTBOLTI FH-ingar eru komnir með annan fótinn í næstu umferð UEFA- bikarsins eftir að þeir lögðu velska liðið Haverfordwest í Cardiff í gær, 1–0. Markið skoraði Daninn magnaði Allan Borgvardt á 74. mínútu með þrumuskoti fyrir utan teig. „Mér fannst þetta frekar sann- gjörn úrslit. Við réðum ferðinni allan tímann og fengum fleiri færi til þess að gera út um þetta einvígi,“ sagði Heimir Guðjónsson, fyrirliði FH, í samtali við Fréttablaðið skömmu eftir leik í gær. „Þetta var frekar týpískt breskt lið sem kýlir boltanum fram á stóra og sterka framherja“ Heimir játaði að þeir væru komnir í góða stöðu en þyrftu að hafa fyrir því að klára dæmið. „Þetta lið mun berjast fyrir lífi sínu í seinni leiknum og því verðum við að vera klárir að taka á móti. En ef við náum upp okkar leik þá eigum við að klára dæmið.“ ■ 1–0 Reynir Leósson 6. 2–0 Stefán Þór Þórðarson 36. 2–1 Denis Malov 48. 3–1 Ellert Jón Björnsson 53. 3–2 Maxim Smirnov 58. 4–2 Julian Johnsson 90. DÓMARINN A. Juhvelt, Ungverjalandi góður BESTUR Á VELLINUM Ellert Jón Björnsson ÍA TÖLFRÆÐIN Skot (á mark) 11–9 (5–3) Horn 8–4 Aukaspyrnur fengnar 15–12 Rangstöður 0–0 GÓÐIR Ellert Jón Björnsson ÍA Grétar Rafn Steinsson ÍA Reynir Leósson ÍA Julian Johnsson ÍA Kári Steinn Reynisson ÍA Liivo Leepma TVMK Andrei Borissov TVMK Maxim Smirnov TVMK 4-2 ÍA TVMK TALLINN HETJA OG SKÚRKUR SKAGAMANNA Skagamenn fagna hér marki Stefáns Þórs Þórðarsonar á Skipaskaga í gær. Mark Stefáns kom ÍA í 2–0. Stefán hafði ekki sagt sitt síðasta orð á þessari stundu því hann lét reka sig af velli í síðari hálfleik. Stefán stal senunni á Skaganum Skagamaðurinn Stefán Þór Þórðarson stal senunni í leik ÍA og TVMK Tallinn í UEFA- bikarnum í gærkvöld. Hann skoraði mark og lét síðan reka sig af velli. ÍA vann leikinn 4–2. FÓTBOLTI Skagamenn eiga erfitt verkefni fyrir höndum í Eistlandi eftir viku eftir að þeir sigruðu TVMK Tallinn 4–2 á Akranesi í gær. Skagamenn höfðu fína stöðu í leikhléi en misstu tökin á leiknum í síðari hálfleik sem og einn leikmann. Heimamenn fengu óskabyrjun á 6. mínútu er varnartröllið Reynir Leósson kom Skagamönnum yfir. Markið kom upp úr hornspyrnu frá Ellerti Jóni Björnssyni. Guðjón Heiðar Sveinsson átti þrumuskot að marki sem hafnaði í varnarmanni. Þaðan datt boltinn fyrir fætur Reynis sem gat ekki annað en skorað. Gestirnir frá Eistlandi spiluðu með fimm manna vörn og þeirra leik- skipulag sem gekk út á að halda hreinu var þar með kolfallið. Eftir markið féll allt í dúnalogn á nýjan leik þar til á 36. mínútu er Skagamenn skoruðu úr sinni annarri almennilegu sókn. Þá fékk Ellert Jón stungusendingu upp hægri kantinn og gaf fastan, lágan bolta fyrir mark- ið þar sem Stefán Þórðarson kom aðvífandi og lagði knöttinn laglega í netið. Örfáum mínútum eftir seinna markið átti Gunnlaugur Jónsson skalla sem hafnaði í þverslá marks Eistanna. Annars var fyrri hálfleikurinn slakur af beggja hálfu en Skagamenn skoruðu úr tveimur af þremur alvöru sóknum sínum í hálfleiknum. Allt annað var upp á teningnum í upphafi síðari hálfleiks. Á fyrstu þrettán mínútum hálfleiksins var boðið upp á þrjú mörk og eitt rautt spjald. Denis Malov minnkaði muninn eftir hornspyrnu á 48. mínútu. Fimm mínútum síðar var Stefáni Þórðarsyni vikið af leikvelli fyrir að slá til mótherja sem hékk utan í Stefáni. Skagamenn létu rauða spjaldið ekki slá sig út af laginu heldur bættu við þriðja markinu á 53. mínútu og þar var að verki besti maður vallarins Ellert Jón Björnsson með skoti inn í teig eftir misheppnað úthlaup eistneska markvarðarins. Á 58. mínútu dró enn og aftur til tíðinda þegar miðjumaðurinn með skemmtilega nafnið, Smirnov, minnkaði muninn í eitt mark með góðu skoti utan við teig sem hafnaði í bláhorninu. Eftir þetta mark datt leikurinn í áðurnefnt dúnalogn allt þar til á síðustu mínútu leiksins er færeyski miðjumaðurinn Julian Johnsson skor- aði gríðarlega mikilvægt mark fyrir Skagamenn sem gæti reynst verðmætt þegar upp er staðið. Mark Julians var fastur skalli eftir horn- spyrnu. Skagamenn fá hrós fyrir að halda dampi þrátt fyrir liðsmuninn. Þeir spiluðu góðan varnarleik í síðari hálfleik og náðu að skora tvö mörk manni færri. Liðsuppstilling Ólafs Þórðarsonar í leiknum vakti mikla athygli en hann stillti upp mjög sókndjörfu liði ólíkt því sem hann hefur gert í sumar. „Það er rétt, við ætluðum að skora mörk því það getur verið mjög erfitt að sækja þessi eistnesku lið heim,“ sagði Ólafur skömmu eftir leikslok. „Við fáum samt á okkur tvö klaufa- mörk sem hefði auðveldlega verið hægt að koma í veg fyrir en það munar miklu um þetta mark sem við skoruðum í lokin.“ Ólafur bætti því síðan við að rauða spjaldið hefði verið hárréttur dómur. „Það er verið að brjóta á Stefáni. Hann er reiður, reynir að hrista hann af sér og hittir hann illa. Þetta var einfaldlega fáranlegt pirringsbrot.“ ■ FÓTBOLTI Zeljko Zankovic sagði í gær starfi sínu lausu sem þjálfari knattspyrnuliðs Grindavíkur. Guðmundur Valur Sigurðsson og Sinisa Valdimar Kekic stýra liðinu í stað Zeljkos út leiktíðina. Lítið hefur gengið hjá Grindavík í sumar en þeir eru í næstneðsta sæti deildarinnar með tíu stig. Þar af hafa síðustu tveir leikir liðsins tapast. ■ Knattspyrnulið Grindavíkur: Zeljko lýkur keppni FR ÉT TA B LA Ð IÐ /E .Ó L.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.