Fréttablaðið - 16.07.2004, Blaðsíða 35

Fréttablaðið - 16.07.2004, Blaðsíða 35
FÖSTUDAGUR 16. júlí 2004 27 EITT STERKASTA GOLFMÓT ÁRSINS Vinna Íslendingarnir aftur á Canon PRO/AM? PRO/AM 2004 Nýherji hf. · Borgartúni 37 · 105 Reykjavík · Sími 569 7700 · Fax 569 7799 Canon og Nýherji standa fyrir einu sterkasta golfmóti ársins, Canon PRO/AM 2004, þegar fremstu kylfingar landsins mæta þeim Trevor Immelman og Tony Johnstone. Mótið fer fram á golfvelli Keilis á Hvaleyri í Hafnarfirði, 26. júlí nk. Nýherji, í samstarfi við Golfsamband Íslands og Golfklúbbinn Keili, býður sterkustu kylfingum landsins að taka þátt í mótinu og þá tryggðu þrír efstu keppendurnir á Nýherji Canon Open, sem haldið var 19. júní sl., sér þátttökurétt í mótinu. Á síðasta móti fór Sigurpáll Geir Sveinsson með sigur af hólmi og Magnús Lárusson hafnaði í öðru sæti. Það verður því spennandi að fylgjast með hvort íslensku kylfingarnir ná að endurtaka leikinn og sigra þá Immelman og Johnstone. Ná Íslendingarnir að stöðva Immelman? Trevor Immelman er fimmti tekjuhæsti kylfingurinn á Evrópsku mótaröðinni um þessar mundir en hann hefur unnið sér inn rúmar 65 milljónir kr. á þessu ári. Þá er hann i 36 sæti á heimslistanum. Trevor Immelman er 25 ára gamall og fetaði í janúar síðast liðnum í fótspor Gary Players þegar hann varði sigur á South African Airways Open með framúrskarandi spilamennsku en það mót er liður í Evrópsku mótaröðinni. Þá sigraði Immelman á Opna þýska meistaramótinu í maí sl. en þar hafnaði Padraig Harrington í öðru sæti. Immelman hefur verið á góðri siglingu síðustu tvö ár og það verður því spennandi að sjá hvernig honum gengur að kljást við íslensku kylfingana. Sigraði Els Tony Johnstone er gamall reynslubolti en hann gerðist atvinnumaður árið 1979. Hann sigraði Ernie Els með tveimur höggum á Alfred Dunhill SA PGA árið 1998 og sigraði á Qatar Masters árið 2001 þar sem Robert Carlsson lenti í öðru sæti og Angel Cabrera í því sjötta. Um er að ræða eitt sterkasta golfmót ársins – Gríptu tækifærið og mættu á Hvaleyrina. Ókeypis aðgangur. Landsbankadeild karla í knattspyrnu: Engir heimasigrar þegar Magnús dæmir FÓTBOLTI Víkingum tókst ekki að landa heimasigri gegn Fram á dögunum þrátt fyrir stórskotahríð að marki Safamýrarliðsins í seinni hálfleik. Ástæðan var kannski sú að dómari leiksins var Keflavík- ingurinn Magnús Þórisson en hann hefur ekki reynst heimaliðunum vel það sem af er í Landsbanka- deild karla. Magnús var í Víkinni að dæma sinn sjötta leik í deildinni í sumar og heimaliðunum hefur aldrei tekist að vinna í þessum sex leikj- um. Fjórum sinnum hafa leikirnir endað með jafntefli og tvisvar hafa útiliðin farið með sigur af hólmi. Magnús er einn af níu dóm- urum í deildinni en heimasigrar hafa orðið hjá öllum hinum átta dómurum deildarinnar. Hins vegar hafa útiliðin aldrei tekið með sér öll þrjú stigin þegar Garðar Örn Hinriksson og Jóhannes Valgeirs- son sjá um dómgæslu. Það er þó ekki að sjá á tölfræðinni að Magn- ús dæmi á móti heimaliðunum en þau hafa fengið fjórum fleiri auka- spyrnur og einu spjaldi fleira en útiliðin í þessum leikjum. Þau lið sem hafa verið á heimavelli þegar Magnús hefur flautað eru Fram (tap), Grindavík (tap), ÍA, Víking- ur, KA og ÍBV en leikir þeirra fjögurra síðastnefndu enduðu með jafntefli. Útiliðin voru fyrst til að skora í öllum sex leikjunum. ■ TÖLFRÆÐI MAGNÚSAR ÞÓRIS- SONAR Í SUMAR Leikir 6 Heimasigrar 0 Jafntefli 4 Útisigrar 2 Aukaspyrnur dæmdar 226 (37,7) Gul spjöld 27 (4,5) Rauð spjöld 2 Víti dæmd 1 ENGIN HEIMADÓMGÆSLA HJÁ MAGNÚSI Heimaliðin í Landsbankadeildinni vonast örugglega ekki til að Magnús Þórisson dæmi því heimasigur hefur aldrei orðið þegar hann hefur dæmt í sumar. Íslenski kvennalandsliðshópurinn í körfubolta valinn fyrir Promotion Cup: Anna María spilar með landsliðinu í Andorra KÖRFUBOLTI Ívar Ásgrímsson, lands- liðsþjálfari kvenna í körfubolta, hefur valið tíu manna landsliðs- hóp sinn sem tekur þátt í áttundu Evrópukeppni smærri þjóða í Andorra, svonefndu Promotion Cup, en mótið fer fram í lok mánaðarins. Það vekur mesta athygli að hin síunga Anna María Sveinsdóttir fer með í ferðina og spilar þar væntanlega sinn 60. landsleik en engin kona hefur spilað ofar fyrir íslenska kvennalandsliðið. Anna María, sem er 34 ára, lék síðast með íslenska landsliðinu fyrir tveimur árum síðan en hún lék sinn fyrsta landsleik 1986. Íslensku stelpurnar fengu silfur á sama móti fyrir tveimur árum og liðið tapaði þá naumlega fyrir Albaníu í úrslitaleiknum sem var síðasti landsleikur Önnu Maríu. Íslenska landsliðið hefur einu sinni náð að vinna þetta Evrópumót en það var fyrir átta árum. Sex af tíu leikmönnum íslenska liðsins voru með fyrir tveimur árum en allir leikmenn liðsins sem fara út að þessu sinni hafa góða reynslu og allar nema tvær hafa leikið meira en 20 landsleiki fyrir Íslands hönd. Þrjú lið eiga þrjá leikmenn hver en það eru lið ÍS, Keflavíkur og Grindavíkur. Fyrrum Keflvík- ingarnir Erla Þorsteinsdóttir og Erla Reynisdóttir hafa báðar skipt yfir í Grindavík og spila því í Andorra sína fyrstu landsleik sem leikmenn Grindavíkur. Fyrsti leikur íslenska liðsins er gegn Skotum þann 26., næst verð- ur svo leikið gegn heimamönnum í Andorra 28. júlí, þann 29. gegn Azerbaijan og 30. gegn Möltu. 31. júlí verður svo leikið um sæti í mótinu við lið úr hinum riðlunum. Í þeim riðli eru lið Lúxemburgar, Wales, Kýpur, Gíbraltar og Armeníu. Þetta mót í Andorra er góður vettvangur fyrir íslensku stelpurnar að sanna styrk sinn en liðið tekur einnig þátt í norðurlan- damótinu í Svíþjóð um miðjan ágúst næstkomandi. Næstu vikur eru því viðburðarríkar hjá kvennalandsliðinu. ■ LANDSLIÐSHÓPURINN Á PROMOTION CUP Alda Leif Jónsdóttir ÍS Anna María Sveinsdóttir Keflavík Birna Valgarðsdóttir Keflavík Erla Reynisdóttir Grindavík Erla Þorsteinsdóttir Grindavík Hildur Sigurðardóttir KR Lovísa A. Guðmundsdóttir ÍS Marín Rós Karlsdóttir Keflavík Signý Hermannsdóttir ÍS Sólveig Gunnlaugsdóttir Grindavík Ívar Ásgrímsson þjálfar íslenska liðið og Guðbjörg Norðfjörð er fararstjóri. LEIKIR ÍSLENSKA LIÐSINS Á PROMOTION CUP Ísland – Skotland 26. júlí Ísland – Andorra 28. júlí Ísland – Aserbaídsjan 29. júlí Ísland – Malta 30. júlí Ísland spilar um sæti 31. júlí ANNA MARÍA AFTUR MEÐ Anna María Sveinsdóttir spilar væntanlega sinn 60. lands- leik í Evrópukeppni smærri landsliða sem fram fer í Andorra í lok mánaðarins.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.