Fréttablaðið - 16.07.2004, Blaðsíða 37

Fréttablaðið - 16.07.2004, Blaðsíða 37
29FÖSTUDAGUR 16. júlí 2004 ar gu s 04 -0 40 6 flugustangir, veiðifélagar fyrir lífstíð vísindi í þágu veiðilistar í veiðinni fyrir norðan er mjög góður og þetta nær alveg vestur og suður fyrir líka. Árnar fyrir norðan, sem hefðu mátt gefa fleiri laxa í fyrrasumar, virðast allar vera að koma til. Laxinn hellist inn í þær þessa dagana. „Veiðin er frábær í Leirvogs- ánni og í morgun komu á land 30 laxar, sem er meiriháttar veiði,“ sagði Bergur Steingrímsson, fram- kvæmdastjóri Stangaveiðifélags Reykjavíkur, er við leituðum frétta af veiðinni. „Áin er komin yfir 270 laxa og mikið er af fiski í henni. Hollið sem hætti veiðum í Hítará veiddi 44 laxa, en alls eru komnir 135 laxar úr ánni,“ sagði Bergur. „Það er mikið af laxi að ganga inn í Hrútafjarðará núna og veiði- menn sem voru neðst í ánni sáu stórar torfur af fiski, mest var víst í Maríubakkanum, hann kraumaði hylurinn,“ sagði Þröst- ur Elliðasson, leigutaki árinnar, og sagði að líka hefði rignt í gær- dag í Hrútafirðinum. Góður gangur hefur verið í Blöndu en Blanda hefur gefið yfir 500 laxa. Veiðimaður sem var á Blöndubökkum sagði að mikið væri af fiski í ánni og sumir væru vel vænir. „Í Laxá í Aðaldal eru alls ekki uppgrip þessa dagana og það eru víst komnir um 70 laxar á land,“ sagði veiðimaður sem var við Æðarfossa í gærdag og hafði reynt og reynt. „Jú, það er eitt- hvað af fiski að ganga en alls ekki mikið. Hann Guðmundur Árnason veiddi 20 punda lax á svarta franses flugu á Hólmavaðsstífl- unni, fallegan fisk sem hann sleppti aftur,“ sagði veiðimaður- inn ennfremur. Pallurinn í Ölfusá hefur gefið 45 laxa og þó nokkuð af silungi, veiðimenn sem við hittum við pall- inn í fyrradag, sögðu að veiðiskap- urinn gengi frekar rólega, einn og einn fiskur væri að gefa sig. Nokkrir veiðimenn voru að berja við brúna yfir Ölfusá og sumir voru að fá eitthvað. Fyrir fáum dögum átti veiðimaður leið um svæðið og sagði að líklega hefðu um 100 veiðimenn verið við veiðar á svæðinu. Ytri- og Eystri-Rangá eru allar að koma til og það eru að veiðast um 20 laxar á dag. ■ Bullandi göngur í árnar á Norðurlandi VEIÐIHORNIÐ GUNNAR BENDER ■ skrifar um veiði. BENEDIKT GUÐMUNDSSON Benedikt renndi fyrir fiska í Laxá í Dölum fyrir fáum dögum og voru hann og veiðifélagi hans komnir með þrjá laxa. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G U N N AR B EN D ER - mest lesna blað landsins Á LAUGARDÖGUM Hin hliðin á bílum Stærsti bílamarkaður landsins Auglýsingasíminn er 550 5000 auglysingar@frettabladid.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.