Fréttablaðið - 16.07.2004, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 16.07.2004, Blaðsíða 40
32 16. júlí 2004 FÖSTUDAGUR ■ ■ TÓNLEIKAR  12.00 Föstudagshádegi á Lista- sumri á Akureyri. Norðan 2 tenór- arnir Jóhann Friðgeir Valdimars- son og Óskar Pétursson og Idol- stjarnan Anna Katrín Guð- brandsdóttir í Ketilhúsinu.  20.00 Tónleikar eftir kvöldverð á Listasumri á Akureyri. Norðan 2 tenórarnir Jóhann Friðgeir Valdi- marsson og Óskar Pétursson og Idolstjarnan Anna Katrín Guð- brandsdóttir í Ketilhúsinu.  20.00 LungA, Listahátiðin á Seyð- isfirði verður haldin í Félagsheim- ilinu Herðubreið. Fram koma Kimono, Hudson Wayne, Biggi Maus og Rassi Prump.  20.00 Ragnheiður Gröndal og hljómsveitin Black Coffee heldur tónleika á Búðarkletti í Borgar- nesi. Leikin verða ýmis blús-, djass- og popplög ásamt lögum eftir Ragnheiði.  22.00 Hljómsveitin Isidór spilar á Gauk á Stöng í tilefni af útgáfu breiðskífunnar Betty takes a ride. ■ ■ SKEMMTANIR  23.00 Heiða og heiðingjarnir, Æla og Tokyo Megaplex spila á Grand Rokk.  Paparnir spila í Sjallanum, Akureyri.  Love Gúrú spilar á Gauk á Stöng.  Gullfoss og Geysir spila á Vegamótum.  Hljómsveitin Sent frá Akureyri verður á fjölskylduhátíðinni í Hrísey.  Palli og Biggi Maus á 22.  Sandaragleði hefst á Hellissandi með dansleik með Landi og son- um. Síðar um kvöldið verður varðeldur í Krossavík.  Danshljómsveitin Upplyfting leikur á Kringlukránni.  Acoustics skemmtir í Ara í Ögra.  Zar, dönsk þjóðlagahljómsveit með jazz útfærslum spilar á Ásláki í Mosfellsbæ.  Í svörtum fötum spila á Players, Kópavogi.  Hermann Ingi yngri spilar á Búálfin- um, Hólagarði.  Hljómsveitin Sín leikur á Gullöldinni.  Upplyfting spilar á Kringlukránni.  Einar Örn spilar á Celtic Cross.  Hljómsveitin Buff spilar á Amster- dam.  Hinsegin dagar í Reykjavík - Gay Pride halda styrktarball á NASA. Skjöld- ur „Míó“ Eyfjörð frumflytur nýja Pride lagið, hommaleikhúsið Hé- gómi skemmtir, DJ næturinnar er Páll Óskar. Miðaverð er 1000 kr. og rennur upphæðin óskipt til styrktar Hinsegin dögum í Reykjavík.  Guðmundur Rúnar spilar á Catalinu.  Dj. Andri leikur á skemmtistaðnum Felix.  Dj. Kiddi Bigfoot leikur á Hverfisb- arnum. „Þetta er fyrst og fremst upphit- unarpartí fyrir homma, lesbíur og vini þeirra,“ segir plötusnúð- urinn Páll Óskar en í kvöld verð- ur haldið styrktarball á Nasa þar sem miðasalan rennur óskipt til styrktar Hinsegin dögum í Reykjavík. „Gay Pride hátíðin er öll unnin í sjálfboðavinnu og við þiggjum hverja krónu með þökk- um. Þetta byrjaði sem lítil eftir- miðdags skemmtun á Ingólfstorgi en hefur þróast út í að verða lit- skrúðugasta karnival Reykjavík- urborgar með skrúðgöngu og öllu tilheyrandi. Gangan í ár verður farin laugardaginn 7. ágúst og undirbúningurinn hefst í kvöld. Þessi hátíð hefur þá sérstöðu fram yfir aðrar Gay Pride hátíðir í heiminum að fjölskyldur og vinir samkynhneigðra taka fullan þátt. Það er einmitt mergurinn málsins því samkynhneigð er ekkert einkamál samkynhneigðra og við viljum að sjálfsögðu fagna okkar tilfinningalega frelsi með okkar nánustu.“ Á styrktarballinu á Nasa í kvöld kennir ýmissa grasa. „Hommaleikhúsið Hégómi stígur á stokk en svo ætlar dragdrottn- ing allra landsmanna, Skjöldur Eyfjörð eða Míó eins og hún vill láta kalla sig, að frumflytja Gay Pride lagið í ár. Skjöldur sér líka um allt sjálfur, saumar búninga, hannar gervi og gefur allt í verk- ið. Það verður án efa hátíðleg at- höfn þegar lagið verður frumflutt í kvöld,“ segir Páll Óskar en hann verður plötusnúður kvöldsins. „Ég held uppi stuðinu á Nasa langt fram eftir nóttu, verð fyrsti mað- urinn inn í húsið og síðasti maður- inn út.“ ■ Gay Pride ball á NasaHVAÐ? HVENÆR? HVAR? 13 14 15 16 17 18 19 Föstudagur JÚLÍ BALL PÁLL ÓSKAR HJÁLMTÝSSON ■ Segir Gay pride hafa byrjað sem litla eftirmiðdagsskemmtun á Ingólfstorgi en þróast út í litskrúðugasta karnival borgar- innar. Tekið verður forskot á Gay Pride sæluna í kvöld með styrktarballi á Nasa. ■ MATJURTIR TILBOÐ Öl og borgari á aðeins 950 kr. KÚREKAHELGI MEÐ KÚREKUM NORÐURSINS línudans og verðlaun fyrir bestu búingana Námskeið í Grasgarðinum Laugardaginn 17. júlí, kl. 10–17 Menningarsaga, ræktun, umhriða og matreiðsla Leiðbeinendur: Þráinn Lárusson matreiðslumaður og Auður Jónsdóttir garðyrkjufræðingur. Skráning í síma 553-8870 Grasagarður Reykjavíkur Kryddjurtir og grænmeti MÍÓ Frumflytur Gay Pride lagið í ár á styrktarballi á Nasa í kvöld. ■ ■ LEIKLIST  20.00 Söngleikurinn Hárið er sýnd- ur í Austurbæ. ■ ■ LISTOPNANIR  13.00 Samsýning Önnu S. Hróð- marsdóttur og Guðrúnar H. Bjarnadóttur, Bláskel, opnar í Samlaginu listhús. Sýningin stendur til 25. júlí.  17.00 Sýning á verkum 41 jap- anskra myndlistarmanna opnar í Hafnarborg, menningar- og lista- stofnun Hafnarfjarðar. Sýningin er opin alla daga nema þriðjudaga frá kl. 11.00 - 17.00 og henni lýk- ur 2. ágúst.  20.00 Höggmyndaverkið Bið eftir Ein- ar Má Guðvarðarson opnar í Sverris- sal, Hafnarborg. Sýningi er opinn alla daga nema þriðjudaga frá kl. 11.00 - 17.00 og henni lýkur 2. ágúst. ■ ■ ÚTIVIST  22.00 Gengið til móts við Galdra-Loft á Draugarölti á Hólum í Hjaltadal. ■ ■ NÁMSKEIÐ  20.00 Helga Braga heldur dömunámskeið í Magadanshús- inu í Skipholti. Upplýsingar um viðburði og sýningar sendist á hvar@frettabladid.is ekki síðar en sólarhring fyrir birtingu. „Við verðum með til umfjöllunar sögu jurtanna, menningarsögu, uppruna, ræktun, umhirðu og matreiðslu. Þannig að við tökum á þessu á breiðum grunni. Ég hef fengið skólameistara Hússtjórn- arskólans á Hallormsstað, Þráinn Lárusson, og Auði Jónsdóttur, garðyrkjufræðing og starfsmann Grasagarðsins, til að hafa umsjón með námskeiðinu en það verður ótrúlega fjölbreytt,“ segir Eva Guðný Þorvaldsdóttir, forstöðu- maður Grasagarðsins í Reykja- vík, en á morgun verður haldið námskeið um mat- og kryddjurtir í garðinum. Eva segir áhugann á jurtunum hafa vaxið gífurlega á Íslandi undanfarin ár. „Síðan við opnuð- um nytjajurtagarðinn hjá okkur árið 2000 hefur verið mikil ásókn í fræðslu hjá okkur á sumrin sem fram fer öll fimmtudagskvöld.“ Námskeiðið verður með þeim hætti að fólk fær að smakka og kynnast hinum ýmsu jurtum og segir Eva að dekrað verði við þátt- takendur. „Það verður sérstakur hádegismatur þar sem notast verður við þær jurtir sem við erum með í ræktun. Þráinn og Marentzu Poulsen, sem rekur Café Flóran, hafa sett saman mat- seðil sem svíkur engan.“ Þetta er í fyrsta skipti sem námskeiðið er haldið í grasagarð- inum. „Þetta er ákveðin tilraun hjá okkur þar sem það er sífellt algengara að fólk rækti jurtir sem þessar í garðinum heima hjá sér. Það er líka nýlega búið að stofna matjurtaklúbb innan Garð- yrkjufélags Íslands þannig að áhuginn er greinilega vaxandi,“ segir Eva og bætir því við að allir geti lagt stund á ræktunina. „Það er mesti misskilningur að það þurfi stóran garð til verksins því kosturinn við matjurtirnar er að það þarf aðeins að rækta þær í litlu magni og blómabeðin duga vel til þess.“ Áhugasamir geta skráð sig á námskeiðið hjá Grasa- garðinum og er þátttökugjald 8.000 krónur. ■ Dekra við þátttakendur AUÐUR JÓNSDÓTTIR Þátttakendur fá að kynnast hinum ýmsu matjurtum á námskeiði í Grasagarðinum á morg- un. Auður Jónsdóttir er kennari á námskeiðinu ásamt Þráni Lárussyni.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.