Fréttablaðið - 16.07.2004, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 16.07.2004, Blaðsíða 48
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 550 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 550 5005, fax: 550 5006, ritstjorn@frettabladid.is Auglýsinga- og markaðsdeild: 550 5010 - fax 550 2727, auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is VI Ð S EG J U M F R É T T I R S M S L E IK U R FRUMSÝND 9. JÚLÍ Sendu SMS skeyti› JA SPF á númeri› 1900 og þú gætir unni›. VILTU MIÐA Á 99 KR.? 9. hver vinnur! A›alvinningur er: Sony Ericsson T630 + PS2 tölva + Spider-Man 2 PS2 leikurinn og mi›i fyrir 2 á Spider-Man2* Aukavinningar eru: • Mi›ar á Spider-Man 2 • Spider-Man 2 tölvuleikurinn • Spider-Man 1 á DVD og VHS • Ís frá Emmessís • Gla›ningur frá LEGO • Fullt af VHS og DVD myndum • Tónlistin úr myndinn o.fl. Vinningar ver›a afhendir hjá BT Smáralind. Kópavogi. Me› því a› taka þátt ertu kominn í SMS klúbb. 99 kr/skeytið SM Á A U G L Ý S I N G AS Í M I N N E R 550 5000 www.gunnimagg . i s Trúlofunar- og giftingarhringir 20% afsláttur í takmarkaðan tíma Gaman að þessu Ég tók eftir því í gær að bæði íútvarpinu og í einu dagblaðanna var orðið „skítsama“ notað í frétta- flutningi. Þetta gladdi mitt þunga hjarta. Ég minnist þess ekki að hafa heyrt orðið „skítsama“ áður í frétt- um. Þetta var í tengslum við krís- una á stjórnarheimilinu og sam- hengið var eitthvað á þá leið að full- yrt var, samkvæmt heimildum, að ef sjálfstæðismenn vildu ekki bakka með fjölmiðlalögin, myndi Fram- sókn líta svo á að þeim væri „skít- sama“ um stjórnarsamstarfið. ÉG VIL meira svona. Blátt áfram orðalag. Miklu betra en þetta enda- lausa „hitt er aftur annað mál“ og „ljóst er“ og „vissulega er það rétt“ – stofnanaorðalagið sem allt ætlar lifandi að drepa. Þá vil ég frekar heyra að mönnum sé bara skítsama, og ekkert maus. Fyrir nokkrum árum spáði ég því í góðra vina hópi að einhvern tímann myndi renna upp sú tíð að orð sem notuð eru af fólki í daglega lífinu myndu síast inn í útvarpið og fréttirnar. Nú er orðið „skítsama“ komið inn og við eigum vonandi eftir að heyra það meira notað í framtíðinni. Það eru nefnilega mörg tilefni. Eins og til dæmis þegar fjallað er um gereyð- ingarvopn í Írak. Þau hafa ekki enn fundist. Margir telja einmitt að Bush Bandaríkjaforseta sé alveg skítsama. NÆST má hugsa sér að fleiri orð og orðasambönd í þessum dúr geri vart við sig. „Slétt sama“ og „drullu- sama“ liggja beint við. Gaman yrði að heyra í fréttunum að ljóst væri að Framsókn teldi að sjálfstæðis- mönnum væri drullusama um þetta eða hitt. Þá myndi ég hlæja. Kannski verður orðasambandið „gera upp á bak“ notað í náinni framtíð? Eða sögnin „að drulla“ í merkingunni „að drulla sér“? Hver veit? Þetta eru allt algeng og sjálf- sögð orð í daglega lífinu. KANNSKI fáum við þá einhvern tímann að heyra fréttaflutning með orðalagi eitthvað á þessa leið: „Gott kvöld. Í fréttum er þetta helst. Fram- sóknarflokkurinn segir ríkisstjórnina vera búna að gera upp á bak í fjöl- miðlamálinu og að greinilegt sé að Sjálfstæðisflokknum sé skítsama. Flokkurinn hefur ákveðið að drulla sér úr stjórnarsamstarfinu.“ ■ BAKÞANKAR GUÐMUNDAR STEINGRÍMSSONAR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.