Fréttablaðið - 17.07.2004, Side 1

Fréttablaðið - 17.07.2004, Side 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík — sími 550 5000 LAUGARDAGUR HAUKAR Í GARÐABÆINN Stjarn- an tekur á móti Haukum í 1. deild karla í fótbolta klukkan 14. Toppslagur verður í 2. deild karla. Klukkan 16 mætast KS og Leiknir R. á Siglufjarðarvelli. DAGURINN Í DAG VEÐRIÐ Í DAG HÆGLÆTIS VEÐUR ÁFRAM Hæg norðlæg átt og yfirleitt bjart sunnan- og vestanlands. Dálítil úrkoma á Austur- landi. Sjá síðu 6. 17. júlí 2004 – 193. tölublað – 4. árgangur ÓSÁTTUR VIÐ VEIÐIGJALD Sex pró- senta veiðigjald verður tekið af sjávarút- vegsfyrirtækjum. Formaður LÍÚ segir að það muni reynast skuldsettum fyrirtækjum þungur baggi. Sjá síðu 2 ÁLIT MINNIHLUTANS TILBÚIÐ Stjórnarandstaðan er á einu máli um að fjölmiðlalögin fari í þjóðaratkvæðagreiðslu. Fundur í allsherjarnefnd á mánudaginn. Álit minnihlutans er tilbúið. Sjá síðu 4 ÚTLIT FYRIR EIGNARNÁM Útlit er fyrir að Landsvirkjun þurfi að kalla eftir að land verði tekið eignarnámi á allt að fimm jörðum vegna línustæðis fyrir háspennulín- ur úr Fljótsdal yfir í Reyðarfjörð. Sjá síðu 8 HÆGT AÐ SPARA MILLJARÐA Spara má milljarða króna árlega með skilvirkri stjórn opinberra stofnana. Slík er reynsla Breta sem gefur vísbendingar um að ná megi fram miklum sparnaði hér. Sjá síðu 10 Kvikmyndir 30 Tónlist 33 Leikhús 33 Myndlist 33 Íþróttir 26 Sjónvarp 32 Er alltaf að hugsa um næstu mynd og horfir því á lífið í gegnum linsuna. Þórarinn Eldjárn: SÍÐA 24 ▲ Jagúar: ● hita upp fyrir james brown Ótrúlegur heiður SÍÐA 34 ▲ ● bílar Jeppalaus og hálfónýtur Sigvaldi Kaldalóns: ▲ Í MIÐJU BLAÐSINS Ari Magnússon: SÍÐUR 22 & 23 ▲ Nauðsynlegt að eiga ljóð fyrir börn og þá er ekki verra að þau innihaldi óðar flugur og halastjörnur. M YN D /A P KJARAMÁL „Það lítur út fyrir að skrif- stofurnar hér breytist í málflutn- ingsstofu á næstu dögum,“ segir Kristján Gunnarsson, formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Kefla- víkur og nágrennis. Til hans koma daglega félagsmenn sem starfa fyrir Varnarliðið á Keflavíkurflugvelli og kvarta undan kjarasamningsbrotum og hefur félagið sent utanríkisráð- herra einar 14 stefnur undanfarnar vikur vegna málsins. Kristján segir að verið sé að und- irbúa tugi lögsókna vegna málsins enda sýni varnarliðið engan sam- starfsvilja. Fullyrðir hann að félagsmenn séu komnir í stríðstellingar. „Það eru nú liðin tvö ár síðan varnarliðið ákvað að fara ekki eftir kjarasamningum sem í þessu landi gilda. Starfsfólk er mjög eðlilega orðið reitt og fúlt þar sem það nýtur ekki sömu kjara og allir aðrir lands- menn og verða af þúsundum króna í hverjum mánuði.“ Kristján segir að engir séu und- anskildir hvað þetta varðar. Allir hópar sem á Keflavíkurflugvelli starfi hafi orðið af sjálfsögðum kjarabótum. „Það liggur við að við sendum utanríkisráðherra stefnur í hverri viku enda er ekki hægt að eiga viðræður beint við varnarliðið. Slíkt þarf að fara gegnum utanríkis- ráðuneytið og svokallaða kaup- skrárnefnd sem starfar í umboði ráðuneytisins. Ég sé fram á mála- rekstur fyrir allt að 150 félagsmenn á næstu dögum og vikum.“ Utanríkisráðuneytið og lögfræð- ingar þess hafa viðurkennt að varn- arliðinu beri að virða íslenska kjara- samninga að fullu og tekið undir kröfur verkalýðsfélagsins en að hnífurinn standi á varnarliðinu. For- svarsmenn þess segja hendur sínar bundnar í málinu enda verði allar aukafjárveitingar að fara í gegnum bandaríska þingið og hljóta sam- þykki þar. albert@frettabladid.is TUGIR SKÓLABARNA LÁTAST Í BRUNA Eldur kom upp í skóla í Kumbakonam á Indlandi í gær. Að minnst kosti 84 börn létu lífið og meira en hundrað eru alvarlega slösuð. Skólastjórinn hefur verið handtekinn vegna málsins. Hann er grunaður um vanrækslu í starfi. Sjá nánar síðu 11. Torfærukeppni milli Íslands og Noregs blásin af: Bílarnir fastir í tolli TOLLAMÁL Sex norskir torfærujepp- ar sitja fastir í tolli í Reykjavík og því verður ekkert af fyrirhugaðri jeppakeppni milli Íslendinga og Norðmanna sem fram átti að fara í dag. Eru forsvarsmenn keppninnar ævareiðir þar sem mikið hefur ver- ið haft fyrir að koma slíkri keppni á og reyndist yfirvöldum ómögulegt að veita undanþágur þrátt fyrir að fyrirhugað væri að bílarnir færu aftur til Noregs á mánudaginn. „Við reiknuðum út að gjöld og tryggingar vegna þessara bíla yrðu um sjö til átta milljónir króna og fengum jákvætt svar frá okkar banka,“ segir Garðar Gunnarsson, einn aðstandenda keppninnar. „Síð- an kemur í ljós að tollstjóri vill 25 milljónir króna og við höfðum ekki aðgang að slíku fjármagni. Heimild er til að veita undanþágu vegna sérstakra aðstæðna en fjármála- ráðunneytið vildi ekkert fyrir okkur gera.“ Um talsverðan viðburð var að ræða og voru auk norsku keppend- anna hingað komnir blaðamenn frá fjórum þjóðum sem ætluðu sér að skrifa um atburðinn. Garðar telur ljóst að þetta verði ekki reynt aftur í bráð enda sé um hreina hneisu að ræða. ■ Í stríð við varnarliðið Íslenskir starfsmenn Varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli njóta ekki sömu kjara og aðrir launþegar í landinu. Varnarliðið sýnir engan samstarfsvilja og stefnur og lögsóknir eru fyrirhugaðar næstu daga og vikur. Leitin að Sri Rahmawati: Afmarkað svæði til rannsóknar MANNSHVARF Lögreglan í Reykjavík beinir sjónum sínum að svæði sem er í um 40 til 45 kílómetra radíus frá heimili mannsins sem grunaður er um að hafa banað Sri Rahmawati, 33 ára konu frá Indónesíu, í leit sinni að henni. Umfangsmikil leit hefur farið fram, bæði í Reykjavík og í ná- grenni borgarinnar. Lögregla hefur meðal annars notið aðstoðar sér- hæfðra leitarhópa hjálparsveita, notað hunda og svo skoðað ákveðin svæði úr lofti með þyrlu. Sjá bls. 6 Bandaríski skákmaðurinn í haldi Japana: Fischer framseldur JAPAN Stjórnvöld í Japan hafa hand- tekið bandaríska skákmanninn Bobby Fischer. Fischer hefur verið eftirlýstur af bandarískum stjórn- völdum síðan 1992 eftir að hafa brotið alþjóðalög með því að ferðast til Júgoslavía til að tefla við Boris Spasskí. Fischer lagði Spasskí en hvarf í kjölfarið eftir að bandarísk stjórnvöld höfðu lýst því yfir að þau ætluðu að lögsækja hann. Japan deilir framsalssáttmála með Banda- ríkjunum sem skuldbindur Japan til að handtaka alla þá sem koma inn í landið sem eftirlýstir eru af banda- rískum stjórnvöldum. Fischer sem er 61 árs segist ætla að áfrýja fram- salsskipuninni. ■ BOBBY FISCHER Verður fram- seldur til Bandaríkjanna

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.