Fréttablaðið - 17.07.2004, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 17.07.2004, Blaðsíða 8
8 17. júlí 2004 LAUGARDAGUR Starfsmenn við Kárahnjúka kvarta yfir matnum: Einhæfur og vondur KÁRAHNJÚKAR „Það er rétt að sífellt fleiri kvarta yfir matnum í aðalbúðum en það virðist ekki hafa neitt að segja,“ segir Oddur Friðriksson, yfirtrúnaðarmaður starfsmanna við Kárahnjúka. Hafa allnokkrir haft samband við Fréttablaðið vegna þessa og segja það fæði sem boðið sé upp á fyrir neðan allar hellur. Undir- verktaki Impregilo, Universal Sodexho, sér um alla matreiðslu í búðum starfsmanna sam- kvæmt sérstökum samningi þar um. Oddur segir að við þau erfiðu störf sem unnin eru við fram- kvæmd Kárahnjúkastíflu og það hversu lítið annað er við að hafa sé það algjört lágmark að þreyttir starfsmenn gangi að því vísu að fá góðan og næring- arríkan mat hvern dag. „Það er erfitt að benda á eitthvert eitt atriði. Menn tala um vondan mat og einhæfan. Það sama er alltaf í boði og það er ákaflega auðvelt að fá nóg af slíku þegar menn puða hér mánuð eftir mánuð. ■ KÁRAHNJÚKAVIRKJUN Útlit er fyrir að Landsvirkjun þurfi að kalla eftir að land verði tekið eignar- námi á allt að fimm jörðum vegna línustæðis fyrir háspennulínur úr Fljótsdal yfir í R e y ð a r f j ö r ð sem flytja eiga strauminn úr K á r a h n j ú k a - virkjun. Línu- stæðið fer um 20 jarðir og búið að semja við um við um 15 land- eigendur. Albert Guð- mundsson, verk- f r æ ð i n g u r Landsvirkjunar, sem hefur yfir- umsjón með lagningu lín- anna yfir í R e y ð a r f j ö r ð , segist búast við að farið verði fram á eignarnám síðar í mánuðinum. „Þá fer í gang ákveðið ferli þar sem Matsnefnd eignarnámsbóta tekur málið fyr- ir,“ segir Albert, en bætir við að ekki liggi ljóst fyrir hvað greiða þurfi fyrir landið. „Við höfum ver- ið að greiða frá 90 til 200 þúsund krónum fyrir hvern hektara,“ sagði hann og bætti við að í þeim greiðslum væri stuðst við fyrri úrskurði matsnefndarinnar. Háspennulínurnar verða lagð- ar um 50 kílómetra leið, úr Fljóts- dal yfir í Reyðarfjörð, á um 125 metra breiðu belti. „Af öryggisá- stæðum verðum við að hafa lín- una tvöfalda, því álverið í Reyðar- firði má aldrei verða rafmagns- laust,“ sagði Albert. Töluvert fer fyrir mannvirkjunum í um- hverfinu því í línunum verða sam- tals 330 turnar, hver 20–35 metrar á hæð. Línurnar liggja frá tengivirki í Fljótsdal yfir Hallormsstaðarháls inn í Skriðdal en þar er línunum skipt upp þannig að önnur fer um Hallsteinsdal og hin um Þórudal á leið sinni inn að Reyðarfirði. „Þetta er gert til að draga úr hætt- unni á að snjóflóð raski orkuflutn- ingnum, en töluverð snjóflóða- hætta er í hvorum dal.“ Albert segir línurnar svo koma aftur saman inn í Áreyjardal og liggi svo samsíða inn að álveri Fjarða- áls í Reyðarfirði. Heildarkostnaður við lagn- ingu línanna, með tengingum og tengivirkjum, er ætlaður á bil- inu 8–9 milljarðar, en það er um 10 prósent af heildarkostnaði við Kárahnjúkavirkjun. Sam- kvæmt áætlun verður búið að koma upp háspennulínunum í árslok 2006. olikr@frettabladid.is STJÓRNMÁL Heimdallur, félag ungra sjálfstæðismanna í Reykja- vík, hvetur þingheim til að lækka skatta á sumarþinginu. Í ályktun frá félaginu segir að þingstörfin séu róleg, enda aðeins tvö mál á dagskrá og því sé ekkert til fyrir- stöðu að frumvarp um skatta- lækkanir verði lagt fram í sumar. Telur félagið það gott að taka ákvarðanir um skattalækkanir áður en fjárlagaumræðan hefst í haust. Jafnframt telur stjórn Heimdalls að aukið aðhald hins opinbera sé nauðsynlegt og að fjöldi opinberra stofnanna sé óheyrilegur miðað við ýmis nágrannalönd. ■ SVONA ERUM VIÐ FJÖLDI NEMENDA Á HVERN GRUNNSKÓLAKENNARA TILBÚNIR OG ELDAÐIR KJÚKLINGARÉTTIR Kjúklingur sem framleiddur er undir vörumerkinu Eldfugl hefur verið eldaður og er tilbúinn til notkunar. Eldfugl í magnpokum fæst með Hunangssósu, Hvítlaukssósu og Buffalósósu. Reykjagarður hf Eldfugl - Tilbúinn á grillið Höfuðlaust lík finnst í Írak: Líklega Búlgari ÍRAK Höfuðlaust lík var dregið úr ánni Tígris í norðurhluta Írak og er talið líklegt að það sé af öðrum af tveimur búlgörskum flutningabílstjórum sem eru í haldi ofsatrúarmanna. Verður framkvæmd DNA-rannsókn hið fyrsta til að fá úr því skorið hvor þeirra það sé. Sjónvarpsstöðin al Jazeera tilkynnti í vikunni að hún væri með upptöku af afhausun annars Búlgarans sem send hefði verið. Lögreglustjóri í Mosul vildi hins vegar meina að mennirnir væru báðir á lífi samkvæmt heimildum lögreglu. ■ Ítalska lögreglan: Vakta tökustað SIKILEY Ítalska lögreglan vaktar úr launsátri tökustað nýjustu kvik- myndar George Clooney, Ocean’s Twelve, á Sikiley að því er fram kemur á fréttavef BBC. Við eftirgrennslan lögreglu kom í ljós að meintir liðsmenn mafíunn- ar höfðu sést sniglast í kringum tökustað. Ekki er nákvæmlega vit- að hvað fyrir þeim vakti en talið er að þeir hafi viljað múta kvikmynda- gerðarmönnunum eða eigi falin vopn nærri tökustað. ■ MATSALUR AÐALBÚÐA IMPREGILO Fjöldi starfsmanna fyrirtækisins hefur kvartað yfir matnum sem framreiddur er þar og þykir ekki spennandi. Heimdallur ályktar: Skattalækkanir á sumarþingi GEIR H. HAARDE FJÁRMÁLARÁÐHERRA Heimdallur telur gott að taka ákvarðanir um skattalækkanir áður en fjárlaga- umræðan hefst í haust. Eignarnám lands undir háspennulínu Ekki hafa náðst samningar við alla landeigendur á leið háspennulínu frá Kárahnjúkavirkjun yfir í álver Fjarðaáls í Reyðarfirði. Útlit er fyrir að Landsvirkjun fari fram á að land verði tekið eignarnámi. HALLORMSSTAÐARHÁLS Nýtt línustæði Fljótsdalslína 3 og 4 verður vinstra megin við byggðalínuna sem sjá má liggja upp og yfir Hallormsstaðarháls. Turnarnir verða með V-lagi, 20 til 35 metra háir. Til samanburðar má nefna að línan sem nú liggur yfir hálsinn er um 15 metra há. 11,4 n e m e n d u r n e m e n d u r n e m e n d u r 11,3 10,2 1998 2000 2003 Heimild: Hagstofa Íslands ALBERT GUÐMUNDSSON Albert hefur umsjón með lagningu Fljóts- dalslína 3 og 4, en þær flytja orku frá Kárahnjúkavirkjun frá tengivirki í Fljótsdal, rétt innan Lagarfljóts, yfir í álver Fjarðaáls í Reyðarfirði.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.