Fréttablaðið - 17.07.2004, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 17.07.2004, Blaðsíða 14
Satt þótt rangt sé Það er ómögulegt annað en að öllum að- dáendum George W. Bush og Tony Blair sé stórkostlega létt eftir að ráðgátan um röngu upplýsingarnar - ekki þessar réttu sem eitt dagblaðið færði okkur í gamla daga - leystist svo farsællega á fáeinum dögum. Þeir félagar sögðu í rauninni alltaf satt þótt þeir færu með rangt mál af því að það að segja satt er að segja það sem maður hefur fyrir satt, ekki satt? Steinþór Heiðarsson á murinn.is Breytingar voru gerðar Það er svo merkilegt, miðað við allt talið um „óbilgirni“, „einþykkni“ og „heift“, að það sé „vaðið áfram“ og „ekki hlustað á nein rök“, þá gerðu stjórnvöld nokkrum sinnum verulegar breytingar á frumvarpi sínu til „fjölmiðlalaga“, og voru þær breyt- ingar greinilega gerðar til að koma til móts við þá gagnrýni sem stjórnarand- staðan og ýmsir aðrir höfðu í frammi. Auðvitað nægja þær ekki fyrir aðila eins og Vefþjóðviljann, sem vill engin sam- keppnislög, en miðað við málflutning stjórnarandstöðunnar fyrir breytingar þá hefðu þær átt að hafa töluvert að segja. Vefþjóðviljinn á andriki.is Tveimur mánuðum eftir að Baldur Guðnason tókvið starfi forstjóra Eimskipafélagsins berast fréttir um hópuppsagnir hjá félaginu. Þær koma ekki mjög á óvart, því vitað var að verkefni hans hjá félag- inu er að bæta afkomu flutningastarfseminnar veru- lega. Hún hefur þótt lítt viðunandi á undanförnum árum. Baldur er ekki orðinn fertugur en á sér þegar langan feril í viðskipta- lífinu. Hann er Akureyringur og eftir stúdentspróf úr heimaskólanum fór hann til starfa hjá Sam- skipum þar sem hann gat sér fljótlega gott orð fyrir dugnað og framtakssemi, öguð vinnubrögð og að vera fljótur að taka ákvarðanir. Starfaði hann meðal annars að því að hasla fyr- irtækinu völl er- lendis og var bú- settur í Rotterdam, Hamborg og Bremen í átta ár. Bar það þann árangur að nú er meiri- hluti starfsem- innar utan land- steinanna. Meðal nánustu sam- starfsmanna hans hjá Samskipum voru menn sem síðan áttu eftir að verða þjóðkunnir í v i ð s k i p t a l í f i n u , Róbert Wessman for- stjóri Pharmaco og Kristinn Geirsson sem nú er forstjóri Ingvars Helgasonar. Þar var þá einnig - og er enn - Ólafur Ólafsson sem er nokkurs konar lærimeistari Baldurs. Kaflaskil á ferli Baldurs voru þegar hann sneri heim á ný og bauðst tækifæri til að kaupa meirihluta í efnaverksmiðj- unni Sjöfn á Akureyri. Hann sá möguleika í rekstrinum sem aðrir höfðu ekki áttað sig á. Í viðtali við Hafliða Helgason í Fréttablaðinu í mars síðastliðnum sagði hann: „Ég sá að það voru sameining- armöguleikar, bæði í málningar- framleiðslunni og í hreinlætis- framleiðslunni. Ég fór að vinna í því. Fyrst með sameiningu Hörpu og Sjafnar. Síðar sam- einuðum við þrjú hreinlætisfyrirtæki“. Baldur gerði Sjöfn að eignarhaldsfélagi og seldi hlut sinn og félaga sinna í Hörpu Sjöfn þegar hann hafði náð þeim árangri sem að var stefnt. Hann hélt síðan áfram fjárfestingum með umbreytingarstarfs- emi að leiðarljósi og kom víða við. Í fyrrnefndu viðtali sagði hann: „Það er mín reynsla að þrátt fyrir að starf- semi fyrirtækjanna sé ólík, þá er þetta sama hag- fræðin. Sömu lögmálin. Hvort sem maður er að framleiða vöru eða flytja hana inn, þá þarf að hugsa um að þjóna markaðnum. Þannig hef ég lagt áherslu á að þau fyrirtæki sem ég hef komið að séu þjónustu- og markaðs- drifin“. Samhliða verkefn- unum á Akureyri settist Baldur á skólabekk á ný og lauk MBA-námi frá Háskólanum í Reykjavík.Þegar eigendaskipti urðu á Eimskipafélaginu í fyrra settist Baldur í stjórn félagsins. Hann hafði því orðið góða yfir- sýn yfir starfs- emina, auk reynslunnar frá S a m s k i p u m , þegar hann tók við forstjórastarf- inu í vor. Líklegt er að auk hagræðing- araðgerða með sparnaði, skipu- lagsbreytingum og fækkun starfsfólks beini hann sjónum sínum að nýjum vaxt- artækifærum félagsins utanlands. Að því leyti muni hann reyna að endurtaka velheppnaða útrás Samskipa á tíunda áratugnum. Baldur spilaði knattspyrnu með Þórs- urum á Akureyri á yngri árum. Hann þótti harður varnarmaður fyrir lið sitt og fékk fyrir vikið oft að sjá bæði gula og rauða spjaldið. Sumum Akur- eyringum fannst fótbolt- astemningin vera yfir honum meðan hann var að kaupa, selja og sam- eina fyrirtæki í bænum. Ekki líkuðu öllum þeir við- skiptahættir. Árangurinn var hins vegar verulegur. Eimskipafélagið hefur löngum verið talið eitt „fínasta“ félag á Íslandi og forstjórastaða þar ígildi ráðherraembættis að völdum og virðingu. Mörgum hefur fundist að til að halda þeirri stöðu hafi félagið á undanförnum árum lagt í of mikinn „um- búðakostnað“. Nýi forstjórinn er sagður ætla að láta fínheitin lönd og leið og láta það eitt stýra gjörðum sínum að ná hámarksárangri. Sumir hafa haft áhyggjur af því að hagræðingaraðgerðirnar væntan- legu yrðu hranalegar en svo virðist sem vel og mildi- lega hafi verið staðið að uppsögnunum í vikunni. Að því leyti er tryggð haldin við gamlar hefðir hjá félagi sem löngum hefur verið einn eftirsóttasti vinnustaður landsins. ■ 17. júlí 2004 LAUGARDAGUR14 Árangur í stað fínheita Baldur spilaði knattspyrnu með Þórsurum á Akureyri á yngri árum. Hann þótti harður varnarmaður fyrir lið sitt og fékk fyrir vikið oft að sjá bæði gula og rauða spjaldið. Sumum Akureyringum fannst fótboltastemn- ingin vera yfir honum meðan hann var að kaupa, selja og sameina fyrirtæki í bænum. ,, Það kom í hlut formanns Framsókn- arflokksins að mæla fyrir nýju fjöl- miðlafrumvarpi ríkisstjórnarinnar í síðustu viku. Þar mæltist honum svo að með því mætti segja að ríkis- stjórnin legði líf sitt að veði þar sem alþingiskosningar yrðu áður en ný lög tækju gildi. Nánar tiltekið sagði hann: „Í því felst einmitt sú hugsun að þjóðinni gefist kostur á að lýsa viðhorfi sínu til þess meirihluta sem að baki breytingunum stendur og getur þá eftir atvikum losað sig við hann ef henni hugnast þær ekki. Þannig er ríkisstjórnin í raun reiðu- búin að ganga lengra en leiða mundi af þjóðaratkvæðagreiðslu um laga- frumvarpið eitt og sér. Með þessu má segja að hún leggi líf sitt að veði, enda gefist þjóðinni þá um leið kostur á að velja sér annan meiri- hluta.“ Nýleg Gallup könnun leiðir í ljós að 2/3 hluti kjósenda sem afstöðu taka sé andvígur fjölmiðlalögunum og um 60% þeirra sem styðja Fram- sóknarflokkinn. Ekki er ástæða til að ætla að þessi afstaða hafi breyst svo nokkru nemi við nýju útgáfuna og bendir könnun Fréttablaðsins til að það sé raunin. Andstaðan virðist ekki hafa minnkað. Flokksmenn hafa mikið haft samband við mig undan- farnar vikur og ekki legið á þeirri skoðun sinni að þeir eru algerlega andvígir málatilbúnaðinum og vilja ekki þessi lög í gildi, heldur setja málið í athugun í nefnd að nýju og stefna þar að breiðri samstöðu um löggjöf ef á annað borð verður talin þörf á henni. Ólgan og reiðin hefur farið vaxandi eftir því sem á hefur liðið. Mér er til efs að ólgan hafi verið meiri í áratugi og fjölmiðla- málið hefur vakið hana, þótt ég telji að fleira komi til. Því má ekki gleyma að Framsóknarflokkurinn er félagshyggjuflokkur. Menn skilja ekki hvers vegna ekki er hægt að fylgja skýrum fyrir- mælum í stjórnarskrá, svo sem varð- andi þjóðaratkvæðagreiðslu, hvers vegna þurfi að mismuna mönnun í slíkri atkvæðagreiðslu þannig að þeir sem styðja formann Sjálfstæð- isflokksins og núverandi forsætis- ráðherra fái meira atkvæðavægi en hinir sem eru honum ósammála, hvers vegna er verið að véfengja stöðu og valdsvið forseta Íslands, senda honum stöðug ónot og jafnvel sýna honum fjandskap, hvers vegna forsætisráðherra ræðst að lögfræð- ingum með fúkyrðum sem ekki eru sammála ríkisstjórninni og hvers vegna vegið er að Eiríki Tómassyni sem ætíð hefur verið talinn vel marktækur, og sérstaklega innan Framsóknarflokksins. Loks eiga menn erfitt með að sjá hvaða óefni eru uppi á íslenskum fjölmiðlamark- aði sem kallar á þessi hörðu viðbrögð ríkisstjórnarinnar og margir telja raunar að Bónus hafi gert vel fyrir íslenska alþýðu með því að stuðla að lækkun á matvælaverði. Við þessar aðstæður er ekki aðeins verið að leggja líf ríkisstjórn- arinnar að veði í næstu alþingiskosn- ingum heldur einnig Framsóknar- flokkinn. Hvers vegna er verið að stilla stuðningsmönnum flokksins, sem eru að meirihluta til á móti málinu, upp við vegg við næstu Alþingiskosningar og segja þeim að þeir geti losað sig við ríkisstjórnina og valið sér annan meirihluta? Það er verið að leggja Framsóknarflokkinn að veði fyrir Sjálfstæðisflokkinn og lýsa því yfir að flokkurinn ætli aðeins að starfa bæði nú og eftir næstu Alþingiskosningar með Sjálf- stæðisflokknum. Ég er algerlega ósammála þessu og spyr hvenær var þetta ákveðið? Það er mikið lagt undir og áður en það er gert væri ekki rétt að gera það sem enn er ógert, að ræða fjölmiðlamálið í æðstu stofnunum flokksins, miðstjórn og á flokksþingi og móta þar stefnuna? ■ KRISTINN H. GUNNARSSON ALÞINGISMAÐUR UMRÆÐAN RÍKISSTJÓRNIN Framsóknar- flokkinn að veði Það er verið að leggja Framsóknar- flokkinn að veði fyrir Sjálfstæðisflokkinn og lýsa því yfir að flokkurinn ætli aðeins að starfa bæði nú og eftir næstu alþingiskosn- ingar með Sjálfstæðis- flokknum. Ég er algerlega ósammála þessu. ,, DAGUR B. EGGERTSSON Hvernig væri að bregða heilbrigðis- gleraugunum á nefið þegar milljarðastuðningi ríkisins við landbúnað er ráðstafað? ,, SKOÐUN DAGSINS FÆÐI OG SKATTAR Starfsemi nýrrar Lýðheilsu- stöðvar byrjar af krafti með um- ræðum um reykingar, forvarnir, offitu og gjöld á sykur og gos. Þær hugmyndir hafa vakið hörð við- brögð Samtaka iðnaðarins sem von er. Nú þegar er 30 króna vörugjald á hvert kíló sykurs og 8 krónur eru lagðar á hvern gosdrykkjalítra. Einhver gæti sagt að hættulegt væri að hækka þessi gjöld í ljósi þess hversu skattsæknir Íslend- ingar eru. Þótt nær hvergi séu hærri bensíngjöld á engin þjóð fleiri bíla. Í það minnsta virðist óþarft að hækka þessi gjöld til að efla heilsu. Miklu nær er að hluti núverandi gjalda renni til heilsu- eflingar. Þannig er fyrirkomulagið þegar áfengi er annars vegar. Svo- nefnt tappagjald rennur í áfengis- og vímuvarnarsjóð. Heilsuefling á svo vitanlega að beinast að fleiru en sykuráti einu saman. Ástæður offitu eru flóknari en svo. Til að takast á við þau verkefni er jafn- framt fyllsta ástæða til að styrkja Lýðheilsustöð. Skattar og gjöld eru þó jafn- framt án efa eitt þeirra verkfæra sem beita má til að stuðla að bættri heilsu. Frekar en að hrinda af stað skattahækkunarhrinu í nafni heilsueflingar væri þó miklu nær að endurskoða þær álögur og niðurgreiðslur sem fyrir eru. Alger samstaða er væntanlega um há gjöld á tóbak og tóbaksvörur. Þau mætti jafnvel hækka. Mér er hins vegar til efs að það sama gildi um áfengi. Við leggjum meira en tvöföld gjöld á léttvínslítrann en þær Evrópuþjóðir sem næstar koma. Nýjustu rannsóknir benda jafnframt til að rauðvínsdrykkja sé verndandi gagnvart hjartasjúk- dómum. Getur verið við séum að refsa hófdrykkjumönnum vegna aldalangrar misnotkunar þjóðar- innar á áfengi? Steininn tekur þó úr þegar kemur að landbúnaðinum. Þar hef- ur meginreglan verið sú að ofur- tollar eru á hollustu en niður- greiðsla á fitu. Fyrir tveimur árum urðu raunar löngu tímabærar breytingar á grænmetistollum. Landbúnaðarráðherra gerði þær eftir gagnrýnið álit Samkeppnisst- ofnunar um þróun grænmetis- markaðar. Grænmeti og ávextir eru þó enn tollaðir. Ennþá eru inn- flutningstollar á ávaxtasöfum og hollum iðnaðarvörum. Á kjöt og mjólk er nánast innflutningsbann og niðurgreiðslurnar hærri eftir því sem kjötið er feitara. Hvernig væri að bregða heilbrigðisgleraug- unum á nefið þegar milljarðastuðn- ingi ríkisins við landbúnað er ráð- stafað? ■ Ofurtolluð hollusta og niðurgreidd fita AF NETINU MAÐUR VIKUNNAR BALDUR GUÐNASON FR ÉT TA B LA Ð IÐ /T EI KN IN G : H EL G I S IG U RÐ SS O N

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.