Fréttablaðið - 17.07.2004, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 17.07.2004, Blaðsíða 18
Þó að fjörutíu ár þyki ekki hár ald- ur miðað við hefðbundin íþrótta- félög á Íslandi eru golfklúbbarnir á Nesinu komnir í öldungaflokk í greininni. Golfið er tiltölulega ung íþrótt á Íslandi og aðeins höfðu fjórir aðrir golfklúbbar verið stofnaðir þegar félagarnir Pétur Björnsson og Ragnar J. Jónsson réðust í stofnun golfklúbbs Ness. Í dag fylla golfklúbbar á Íslandi vel á sjötta tuginn og iðkendur skipta þúsundum. Golfklúbbarnir á Nesinu eru tveir, Golfklúbbur Ness og Nesklúbburinn, sem á sér auð- vitað sínar skýringar eins og annað. GN, sem var stofnaður 1964, var einkaklúbbur og meira í anda sambærilegra klúbba í út- löndum þar sem menn áttu sér griðastað á golfvellinum og vín var veitt í skálanum. Af þeim sökum var klúbburinn ekki gjald- gengur innan vébanda íþrótta- hreyfingarinnar og félögum óheimilt að taka þátt í landsmóti og öðrum opnum mótum. Úr varð að árið 1969 var stofn- aður nýr klúbbur innan GN og hlaut hann nafnið Nesklúbburinn. Var hann opið félag sem uppfyllti öll skilyrði Golfsambandsins og félagsmönnum því heimilt að taka þátt í opnum mótum og njóta þeirra réttinda sem félagar ann- arra klúbba nutu. Stofnendur GN voru Pétur Björnsson og Ragnar J. Jónsson og auk þeirra sátu í fyrstu stjórn klúbbsins þeir Jón Thorlacius, Ólafur Loftsson og Sigurjón Ragnarsson. Þáttur Sigurjóns í stjórninni sýnir glögglega að klúbburinn var ekki bara golf- klúbbur heldur líka, og kannski ekki síður, sveitaklúbbur að er- lendri fyrirmynd. Sigurjón mun nefnilega aldrei hafa leikið golf en var þrátt fyrir það gjaldkeri stjórnar og hluthafi í klúbbnum ásamt Pétri og Ragnari. Félagsmenn höfðu greiðan að- gang að sambærilegum klúbbum í útlöndum, bæði í Bretlandi og Bandaríkjunum, en meðal félaga í einkaklúbbum af þessu tagi ríkir gagnkvæmt vinaþel. Nesið sem völlurinn var reistur á heitir Suðurnes og var í eigu nokkurra manna, meðal annars Björns, föður Péturs. Á því stóðu meðal annars sorphaugar Seltirn- inga, þar voru fiskitrönur og lög- reglan hafði þar aðstöðu til æf- inga. Nú hafa kylfingar Nesið út af fyrir sig, ásamt fuglunum fjöl- mörgu sem eiga þar jafnan til- verurétt. Þó að Suðurnesið sé fullnýtt gæla kylfingar við þá hugmynd að fá svæðið sem kennt er við gamla Landlæknisbústaðinn til umráða svo bæta megi öðrum níu holum við og gera völlinn þannig að full- gildum átján holu velli. Nýlega réðust félagsmenn í byggingu nýs golfskála en gamli skálinn hafði þjónað kylfingum vel og lengi. Var þess vandlega gætt að hafa þann nýja í svipuðum dúr og gamla skálann, byggingar- efnið var timbur og sálin vand- lega varðveitt. bjorn@frettabladid.is 18 17. júlí 2004 LAUGARDAGUR Klúbburinn fullur og biðlistinn langur Árni Halldórsson hefur verið fram- kvæmdastjóri Nesklúbbsins undanfarinn áratug en talsverðar breytingar hafa orðið á klúbbstarfinu á þeim tíma. „Hér hafa verið miklar framkvæmdir að undan- förnu. Við höfum byggt upp fimm flatir, þrjár nýjar brautir, nýjan skála og æfinga- skýli á síðustu árum,“ segir Árni og bætir við að golfvöllur sé í raun aldrei tilbúinn, alltaf sé hægt að laga og snurfusa. Nesklúbburinn hefur alltaf haft nokkra sérstöðu gagnvart flestum öðrum golf- klúbbum. „Hér hafa eldri kylfingar alla tíð verið áberandi og margt hjónafólk er duglegt við að spila hérna. Við höfum þó verið að efla unglingastarfið á undan- förnum árum og hér eru margir krakkar á aldrinum 10 til 15 ára.“ Hin harða keppnismennska er ekki jafn áberandi á Nesinu og í mörgum öðrum klúbbum. „Hér er engin atvinnu- mennska í gangi eins og sums staðar er, við tökum þó þátt í öllum sveitakeppn- um og slíku.“ Um fimm hundruð félagsmenn eru í Nesklúbbnum og biðlistinn er langur. „Þetta verður alltaf þrengra og þrengra, sprengingin í golfinu hefur orðið mikil síðustu ár en völlurinn hefur ekkert stækkað.“ Segja má að golf sé leikið allan sólar- hringinn á Nesvellinum, í það minnsta taka sumir daginn snemma og aðrir fara seint heim. „Það er oft góður hópur mættur hér klukkan sex eða sjö á morgnana og menn spila þá áður en þeir fara í vinnuna,“ segir Árni og bendir á að það sé besti tíminn til golfiðkunar, „þá er yfirleitt blankalogn og enginn að ónáða þig á vellinum“. Og hann mót- mælir þeirri staðhæfingu blaðamanns að sjaldnast ríki logn á vellinum. „Hér ríkir oft skínandi veður dögum saman.“ Þó að annríkið við klúbbreksturinn sé talsvert gefur Árni sér tíma til að spila sjálfur en forgjöf hans er 9,2. „Maður fer hring og hring að loknum vinnudegi og svo tek ég þátt í mótum.“ ■ ÁRNI HALLDÓRSSON FRAM- KVÆMDASTJÓRI „Það er oft góður hópur mættur hér klukkan sex eða sjö á morgnana og menn spila þá áður en þeir fara í vinnu.“ Golfklúbburinn á Seltjarnarnesi fagnar fjörutíu ára afmæli sínu á árinu. Saga klúbbsins er um margt sérstök og einnig vallarins á Suðurnesi en þar voru áður sorphaugar Seltirninga. Pör og fuglar í 40 ár FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T KYLFINGUR Í KRÍUVARPI Menn eiga það til að missa einbeit- inguna í sveiflunni þegar krían gargar yfir hausamótunum á þeim. Krían er aðgangshörð á Nesinu Þeir sem spila golf á Nesvellinum þurfa oft að glíma við annarskonar hindranir en tíðkast á öðrum golf- völlum. Krían verpir í þúsunda tali á vellinum og verði mönnum á að slá bolta sína út fyrir brautirnar eiga þeir á hættu að verða fyrir árásum þessa líf- lega fugls. Krían kemur eggjum sínum og ungum til varnar þegar mannvera nálgast hreiðrin. Það er og til marks um fjörlegt kríu- lífið að á forsíðu afmælisrits klúbbsins er ekki mynd af golfvellinum eða kylfingum heldur kríu á flugi með æti í goggi. Árni framkvæmdastjóri gerir ekki of mikið úr þætti kríunnar. „Ég fékk fyrsta gatið á hausinn um síðustu helgi. Og það var ekki hér heldur á Eyrarbakka. Það er alveg hægt að verjast kríunni en auðvitað fá margir að kenna á henni. Svo er fullt af fólki sem kemur ekki á völlinn þegar hún er sem verst, það fer þá bara eitthvað annað eða tekur sér frí frá golfinu.“ Það stoðar ekki að láta kríuna fara í taugarnar á sér - hún á allan rétt á vellinum. Má í raun segja að krían sé í klúbbnum. „Á tilteknum stað á níundu braut er mikið kríuvarp. Slái kylfingar bolta sína inn á svæðið er þeim óheimilt að athafna sig þar. Þeim ber að slá nýjan bolta utan við svæðið,“ segir Árni. Atgangur kríunnar er mestur síðustu dagana í júní og fram undir júlí lok. Fyrst ver hún eggin og svo ungana þegar þeir eru skriðnir út. Erfitt er að segja til um hversvegna krían hefur valið sér golfvöllinn á Seltjarnarnesi sem varpstað en ætla verður að hún finni skjól í faðmi kylfinganna og telji sig nokkuð örugga innan um þá. Sigurður golfkennari hefur spilað á flestum völlum landsins og reyndar líka víða um heim. Hann kann ágæt- lega við fuglinn. „Ég er alinn upp í Graf- arholtinu hjá Golfklúbbi Reykjavíkur og þegar ég spilaði þar fyrir tveimur árum þá truflaði lóan mig. Maður var orðinn svo háður kríunni, þessu stanslausa gargi hennar, að það var truflandi að heyra lóusöng í þögninni.“ Þó mest beri á kríunni á Nesinu er hún aldeilis ekki eini fuglinn sem verpir þar, þær skipta tugum tegund- irnar sem hafast við á nesinu fagra og friðsæla. ■ FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA Hola Par 1 4 2 3 3 5 4 4 5 3 6 4 7 5 8 4 9 4 =36 Nesvöllurinn STOFNENDURNIR PÉTUR BJÖRNSSON OG RAGNAR J. JÓNSSON Fyrir aftan þá má sjá Walter Lentz sjóntækjafræðing slá á fyrsta teig.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.