Fréttablaðið - 17.07.2004, Blaðsíða 33

Fréttablaðið - 17.07.2004, Blaðsíða 33
leitt ekki sömu kröfur til eigin- manna sinna og þær evrópsku. Þær eru vanar því að vera þolendur í hjónaböndum. Af hræðslu við að verða vísað úr landi sætir konan of- beldi í langan tíma áður en hún reynir að losna undan því. Aðeins í örfáum tilvikum óskar konan eftir því að komast af landi brott.“ Í starfi sínu talar Tosiki við pör í skilnaðarhugleiðingum og segir ofbeldismenn undantekningarlaust draga úr gjörðum sínum. „Þeir gangast ekki við að beita ofbeldi, segja það slys, óhöpp eða einungis gert í gríni.“ Alþýðuhúsið veitir fría lög- fræðiaðstoð og ráðgjöf en þar starfa einnig túlkar frá 50 mismun- andi löndum. Nokkrar erlendar konur hafa leitað réttar síns þang- að vegna ofbeldis í hjónabandi en að sögn lögfræðinga hússins eru slík mál sjaldgæf. Hættulegt að alhæfa Nýlega stofnuð Samtök kvenna af erlendum uppruna á Íslandi telja nauðsynlegt að undirstrika að í fæstum hjónaböndum erlendra kvenna og íslenskra manna tíðkist heimilisofbeldi. Tatjana Latinovic er meðal forsvarsmanna samtak- anna og situr í stjórn Samtaka um kvennaathvarf. Hún segir þó að tölur Kvennaathvarfsins gefi vísb- endingu um að vandamál sé til stað- ar og það þurfi að rannsaka nánar. „Erlendar konur hafa takmark- aðri úrræði sem þolendur heimilis- ofbeldis en íslenskar og því þarf að gæta varúðar við túlkun á tölfræði Kvennaathvarfsins. Þó er víst að á Norðurlöndunum er ástandið slæmt og við á Íslandi þurfum að vera vakandi fyrir samskonar þró- un. Við getum ekki beðið eftir því að vandamálið komi hingað, hér þarf að vinna markvisst að for- vörnum. Ofbeldismenn fá sjaldan refsingu þar sem erfitt reynist að sanna fyrir dómi eðli málsins en undantekningarlaust eru það þol- endur sem þurfa að flýja heimili sín. Lagasetning er til dæmis er- lendum konum ekki í hag ef þær sæta heimilisofbeldi því þær hafa ekki landvistarleyfi fyrr en eftir þriggja ára dvöl hérlendis. Atli Gíslason, varaþingmaður Vinstri grænna, kynnti tillögu að breyt- ingum á núverandi lögum sem myndi styrkja rétt kvenna í slíkum aðstæðum en tillagan var ekki sam- þykkt á Alþingi.“ Stígamót tóku þátt í Evrópu- verkefni sem fólst í að kanna stöðu erlendra kvenna sem áttu í ofbeld- issamböndum við menn frá ýmsum Evrópuríkjum. Markmiðið á Íslandi var að auka þekkingu á stöðu þeirra kvenna og kanna hvort bæta þyrfti lagaumhverfi, upplýsingastreymi eða tryggja rétt þeirra á annan hátt. Stígamót fengu til samstarfs við sig Félagsþjónustuna í Reykja- vík, Rauða krossinn, Kvennaath- varfið og Alþjóðahús og haldin var fjölmenn ráðstefna þar sem öllum aðilum tengdum hagsmunum þess- ara kvenna var boðið að koma ásamt erlendum sérfræðingum. Á ráðstefnunni var unnið í hópum að hugmyndum um hvað mætti betur fara. Niðurstaðan var meðal ann- ars tillaga um lagabreytingar sem fæli í sér að erlendar konur sem giftast íslenskum mönnum og skilja við þá vegna ofbeldis, haldi réttindum sínum. Dómsmálaráðh- erra og allsherjarnefnd voru sendar lagatillögurnar. Ekki vísað úr landi Jóhann Jóhannsson hjá Útlend- ingastofnun segir skilnað ekki vera brottvísunarsök en kannast vissu- lega við þann algenga misskilning sem ríkir í samfélaginu. „Við hjá Útlendingastofnun heyrum jú af ótta fólks við að það þurfi að „afplána“ þriggja ára hjú- skap til að tryggja sér dvöl sína á Íslandi. Erlendir ríkisborgarar fá tímabundið dvalarleyfi á landinu ef þeir eru í hjúskap með Íslendingi en eftir þriggja ára dvöl fær við- komandi varanlegt dvalarleyfi. Ef til skilnaðar kemur innan þriggja ára þarf erlendi aðilinn að sækja um dvalarleyfi sitt á öðrum fors- endum en ég man ekki eftir tilfell- um þar sem fólki hefur verið vísað úr landi vegna breyttrar hjúskap- arstöðu. Sem betur fer er mannlíf- ið ekki það dapurlegt.“ thorat@frettabladid.is LAUGARDAGUR 17. júlí 2004 Jour de fête! Frönsk vínstemmning dagana 14. júlí til 7. ágúst ÍSLEN SKA A U G LÝSIN G A STO FA N EH F./SIA .IS A V R 25316 07/2004 OFBELDI Erlendar eiginkonur danskra og norskra karla búa í ótrúlega mörgum tilfellum við ofbeldi af hálfu maka sinna. Vandamálið virðist vera vaxandi og fagaðilar á Íslandi telja ekki ástæðu til að ætla annað en sama staða gæti komið upp hér. Forvarnir þykja besta lausnin og því æskilegt að reynt sé að stemma stigu við ofbeldinu áður en það magnast enn frekar. DRÍFA SNÆDAL Framkvæmdastýra Samtaka um kvennaat- hvarf segir félagslega einangrun útlendra kvenna sem giftast íslenskum körlum geta verið kúgunartæki í höndum eiginmanna þeirra. Þær þekki rétt sinn illa og það sé hægt að ljúga nánast hverju sem er að þeim.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.