Fréttablaðið - 17.07.2004, Blaðsíða 35

Fréttablaðið - 17.07.2004, Blaðsíða 35
LAUGARDAGUR 17. júlí 2004 23 BJÖRK OG ÓLAFUR? „Nei, en ekkert svo ólíkt þeim. Alda stílisti fann þessa krakka alla í 10-11 þegar við vorum í tökum þar. Fríða María sem sá um make up og hár sýndi hér snilldartakta . Eitt af þessum momentum sem allt smellur og hlutirnir takast miklu betur en maður þorði nokkru sinni að vona í mjög svo krefjandi verkefni,“ segir Ari. BJÖRK OG JÓNSI Hittust í fyrsta skipti þennan dag. Ljósmynd tekin fyrir breska tímaritið i-D. NIKITA CLOTHING Ari tók myndir fyrir Nikita sem er íslensk fatalína fyrir stelpur sem seld er út um all- an heim. Myndin er af japanskri stelpu sem heitir Keiko og er ein færasta hjólabrettastelpa heims. Myndin var tekin í Amsterdam. GULLFOSS OG GEYSIR Plötusnúðarnir Reynir Lyngdal og Jói B slógu fyrst í gegn á Kaffibarnum en eru nú á leið til Rússlands. MÚSLIMI Á GANGI YFIR HÁTEIGSVEG „Þessa mynd bjó ég til stuttu eftir hryðjuverkaárásirnar 11. september,“ segir Ari. DAVE GROHL - FOO FIGHTERS „Ég fór með hljómsveitinni á Stokkseyri og varð vitni að því þegar Dave Grohl fór og trommaði með hljómsveitinni Nilfisk. Þessa mynd tók ég af honum í fjörunni á Stokkseyri. Grohl er ótrúlega hress náungi,“ segir Ari.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.