Fréttablaðið - 17.07.2004, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 17.07.2004, Blaðsíða 36
Patterson beint á toppinn Bandaríski spennusagnahöfundurinn James Patterson má vel við una þessa dagana. Um leið og ný bók hans Sam’s Letters to Jennifer kom í bókabúðir streymdu að kaupendur og bókin skaust samstundis í fyrsta sæti metsölulista New York Times. Bókin segir segir frá konu sem finnur á æskuheimili sínu bréf til sín sem gjörbreyta lífi hennar. Patterson er einn vinsælasti höfundur heims og sérstakra vinsælda njóta bækur hans um lögreglumanninn Alex Cross. JPV forlag hefur gefið út nokkrar bækur Pattersons og nú er að bíða og sjá hvort þessi nýja bók rati á útgáfulista forlagsins í framtíðinni. BÓKASKÁPURINN 24 17. júlí 2004 LAUGARDAGUR ALLAR BÆKUR ÍSLENSK FJÖLL Ari Trausti og Pétur Þorleifsson DA VINCI LYKILLINN Dan Brown ÍSLENSKA VEGAHANDBÓKIN Stöng ÍSLENDINGAR Sigurg. Sigurjónss. og Unnur Jökulsd. BETTÝ Arnaldur Indriðason KORTABÓK 1:300.000 Mál og menning HÁLENDISHANDBÓKIN 2004 Páll Ásgeir Ásgeirsson SUMARSALÖT Margrét Þóra Þorláksdóttir SVO FÖGUR BEIN Alice Sebold STÓRA GARÐABÓKIN Forlagið SKÁLDVERK - INNBUNDNAR BÆKUR HOBBITINN J.R.R. Tolkien ÖXIN OG JÖRÐIN Ólafur Gunnarsson STÚLKA MEÐ PERLUEYRNALOKKA Tracy Chevalier Í LEIT AÐ GLÖTUÐUM TÍMA Marcel Proust ÞORSTEINN FRÁ HAMRI - RITSAFN Þorsteinn frá Hamri SJÁLFSTÆTT FÓLK Halldór Laxness LJÓÐAS.STEINUNNAR SIGURÐARD. Steinunn Sigurðardóttir STORMUR Einar Kárason GLÆPUR OG REFSING Fjodor Dostojevskí ILMURINN Patrick Suskind SKÁLDVERK - KILJUR DA VINCI LYKILLINN Dan Brown BETTÝ Arnaldur Indriðason SVO FÖGUR BEIN Alice Sebold GRAFARÞÖGN Arnaldur Indriðason MÝRIN Arnaldur Indriðason REISUBÓK GUÐR. SÍMONARD. Steinunn Jóhannesdóttir ÖXIN OG JÖRÐIN Ólafur Gunnarsson SYNIR DUFTSINS Arnaldur Indriðason ANNA, HANNA OG JÓHANNA Marianne Fredriksson KVENSPÆJARASTOFA NÚMER 1 Alexander McCall Smith LISTINN ER GERÐUR ÚT FRÁ SÖLU DAGANA 07. 07.- 13. 07. 2004 Í BÓKABÚÐUM MÁLS OG MENNINGAR, EYMUNDSSONAR OG PENNANS. 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 Ódysseifskviða eftir Hómer Bjartur hefur sent frá sér Odysseifs- kviðu Hómers í hinni stórfenglegu þýðingu Sveinbjarnar Egilssonar. Enginn bókelskur maður ætti að fara í gegnum lífið án þess að lesa um mögnuð ævintýri hins ráðagóða Ódysseifs á heimleið hans til hinnar vitru og trygglyndu Penelópu. Verkið er í kiljuformi og á afar hagstæðu verði. Gullaldarbókmenntir! EYMUNDSSON MÁL OG MENNING PENNINN [ METSÖLULISTI ] Hinar geysivinsælu kvæðabæk- ur Þórarins Eldjárns, Óðfluga, Heimskringla og Halastjarna, hafa nú verið endurútgefnar í einni bók sem ber titilinn Óðhal- aringla. Þetta er þriðja útgáfa af Óðflugu en hinar tvær bækurnar hafa lengi verið ófáanlegar. Bækurnar eru sérstaklega ætl- aðar börnum sem hafa tekið þeim fagnandi og það hefur ekki farið framhjá foreldrum og kennurum að fjölmörg börn kunna kvæðin. „Já, ég hef hitt börn sem kunna kvæðin utan að, jafnvel heilu bækurnar,“ segir Þórarinn, „og það er mjög gam- an því maður hefur á tilfinning- unni að þau hafi lært kvæðin svotil óvart. Kvæðin hafa verið lesin fyrir þau þegar þau voru ung og svo tóku þau sjálf við lestrinum þegar þau höfðu aldur til og uppgötvuðu að þau kunnu kvæðin utan að.“ Allt í lagi að misskilja Skiptar skoðanir eru um gildi utanbókarlærdóms á ljóðum. „Ég held að hann sé mjög hollur og nauðsynlegur,“ segir Þórarinn. „Næst á eftir þéringum eru þýskar endursagnir það nytsam- legasta sem ég lærði í mennta- skóla. Ég gæti farið með Lorelei fyrir þig ef það hentaði í svona viðtali. Mér finnst allt í lagi að börn séu látin læra ljóð sem þau skilja ekkert í. Þau misskilja þau þá oft mjög skemmtilega. Ég hef sett fram þá skoðun að hollt sé að fylla harða diskinn af ljóðum nógu snemma, þá eru þau þarna í heilabúinu og svo kannski á gamals aldri uppgötvar maður ljóð sem maður hafði alla tíð mis- skilið. Og ég held það sé miklu betra að hafa ljóðlínur í hausnum en gömul símanúmer sem eru löngu orðin úrelt.“ Nauðsynlegt að eiga ljóð fyrir börn Systir Þórarins, Sigrún Eld- járn, myndskreytir ljóðabæk- urnar þrjár á afar skemmtileg- an hátt. „Verkaskiptingin var þannig að ég gerði ljóðin og síðan fóru þau í myndskreytingu og þá bættist yfirleitt einhver vídd við þau. Í einstaka tilvikum fékk ég hugmynd hvernig snjallt væri að myndskreyta og benti Sigrúnu á mögulega leið, sem hún stundum fór eftir og stundum ekki. Í þessum bókum þar sem ég er höfundur og hún gerir myndirnar var ekki um það að ræða að myndirnar yrðu til fyrst. En svo eru aðrar bækur, Stafrófskver og Talnakver, sem eru í rauninni eftir Sigrúnu, þar sem myndirnar komu fyrst og ég ljóðskreytti síðan.“ Þórarinn segist alltaf vera að yrkja. „Það er með það eins og annað, hugmyndir koma og vilja verða eitthvað. Hending virðist ráða hvort úr verða barnaljóð eða fullorðinsljóð. Ég er eigin- lega alveg hættur að greina þarna á milli og geri það kannski frekar þegar ég fer að sópa ljóðunum saman í bækur. Ég held samt að það verði að vera til ljóð sem eru sérstaklega ætluð börnum. Það hlýtur að opna fyrir almennan ljóðaáhuga hjá einhverjum þeirra. En vitan- lega er til gnægð af svokölluð- um fullorðinsljóðum sem henta börnum mjög vel.“ Ný skáldsaga á leiðinni Engin ljóðabók er væntanleg frá Þórarni í bráð en þessa dag- ana er hann að vinna að skáld- sögu sem kemur út fyrir jól hjá Vöku-Helgafelli. Hann segist vera langt kominn, „á síðustu fermetrunum“, eins og hann orðar það. „Skáldsagan byggir á manni sem margir hafa heyrt af og var kallaður Hvítárvallabar- óninn. Hann var fransk-banda- rískur ævintýramaður sem sett- ist að á Íslandi í kringum alda- mótin 1900 og reyndi fyrir sér á ýmsum sviðum. Hann hefur lengi þótt mjög dularfullur og þarna fer ég í saumana á sögu hans og geri úr skáldskap.“ Og um hina margumtöluðu stöðu ljóðsins segir Þórarinn: „Mér finnst vera mikið lesið af ljóðum. Það getur vel verið að ljóðabókakaupendur séu eitt- hvað færri en skáldsagnakaup- endur og það helgast að ein- hverju leyti af því að það er svo auðvelt að lesa ljóðabækur í búðum. Ég kannast ekkert við það að staða ljóðsins sé slæm eða jafnvel að enginn hafi sótt um hana. Mér sýnist áhuginn vera mjög mikill.“ kolla@frettabladid.is [ BÓK VIKUNNAR ] Hinar geysivinsælu kvæðabækur Þórarins Eldjárns, Óðfluga, Heimskringla og Halastjarna, eru komnar í eina bók Ljóð fyrir börnin Á þessum degi árið 1889 fæddist Erle Stanley Gardner, höfundur bókanna um lögfræðinginn Perry Mason. Hann starfaði um tíma sem lögfræðingur og skrifaði smásögur sem vöktu nokkra athygli. Hann skapaði Perry Mason árið 1933 en á ferlinum skrifaði hann rúmlega 80 bækur um hann. Perry Mason varð að framhaldsleikritum í útvarpi á árunum 1943-1955. Árið 1957 voru gerðar gríðarlega vinsælar sjónvarpsmyndir um Mason þar sem leikarinn Raymond Burr fór með aðalhlutverkið í níu ár samfleytt og sneri síðan aftur og endurtók leikinn á árunum 1985-1993. Arnaldur á glæpasagnahátíðÍ næstu viku hefst bók- menntahátíð í Bretlandi sem helguð er glæpasögum. Fjöldi þekktra sakamálahöfunda mun mæta á Harrogate hátíðina sem stendur frá 22. - 25. júlí. Heiðursgestur er Minette Walters. Arnaldur Indriðason verður meðal höfunda og sömu- leiðis Colin Dexter, Karin Slaughter, Stella Rimington, Karin Altvegen og Robert Wilson. Mundu að fegurstu hlutirnir á jörð- inni eru þeir sem síst eru til nytja. Svo sem páfuglar og liljur. John Ruskin Hending virðist ráða hvort úr verða barnaljóð eða fullorðinsljóð. Ég er eiginlega alveg hættur að greina þarna á milli og geri það kannski frekar þegar ég fer að sópa ljóðunum saman í bækur. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA Já, ég hef hitt börn sem kunna kvæðin utan að, jafnvel heilu bæk- urnar,“ segir Þórarinn, „og það er mjög gaman því maður hefur á tilfinningunni að þau hafi lært kvæðin svotil óvart. Kvæðin hafa verið lesin fyrir þau þegar þau voru ung og svo tóku þau sjálf við lestrinum þegar þau höfðu aldur til og upp- götvuðu að þau kunnu kvæðin utan að.“ ,,

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.