Fréttablaðið - 17.07.2004, Blaðsíða 45

Fréttablaðið - 17.07.2004, Blaðsíða 45
LAUGARDAGUR 17. júlí 2004 ■ FÓLK FRÉTTIR AF FÓLKI Þegar þú kaupir stafræna myndavél færð þú128 MB minniskort með fyrir aðeins 995,- Venjulegt verð er 7.995,- Þú sparar 7.000,- DSC-P73/S 4.1 milljón pixlar PictBridge (USB Direct Print) MPEG Movie VX með hljóði 3.299 krónur í 12 mánuði* eða 39.588 krónur DSC-P93 5.1 milljón pixlar PictBridge (USB Direct Print) MPEG Movie VX með hljóði 3.799 krónur í 12 mánuði* eða 45.588 krónur DSC-W12 5.1 milljón pixlar - effective Super HAD CCD 2.5" litaskjár (123K upplausn) Leðurtaska og aukarafhlaða fylgja 4.799 krónur í 12 mánuði* eða 57.588 krónur Opið alla helgina Í fyrra nam aukningin á stafrænum myndavélum um 71% milli ára. Af einstökum framleiðendum er Sony með mestu markaðshlutdeildina, 18%, Canon í 2. sæti með 16% og Olympus og Kodak í næstu sætum.** *Miðað við 12 jafnar vaxtalausar greiðslur á Visa eða Mastercard skuldabréf. 0,5% stimpilgjald bætist við samningsfjárhæðina og greiðist með jöfnum greiðslum yfir samningstímann. **Samkvæmt úttekt greiningarfyrirtækisins IDC -fást í Kringlunni Sigur með bleiku skeggi Vígalegur kappi sem kýs að kalla sig Buckmaster sigraði í Mottunni 2004, árlegri keppni um glæsilegasta yfirvara- skeggið á Sirkus á fimmtudags- kvöld. Buckmaster lagði 20 keppi- nauta að velli með glæsilegri, skærbleikri hormottu og þótti mörgum viðstöddum ljóst að eng- inn hefði roð við honum þegar hann birtist í öllu sínu veldi. Stemningin á Sirkus var með eindæmum góð og staðurinn var troðinn út úr dyrum og þreng- slin voru slík að einn dómar- anna, Sverrir Stormsker, varp- aði fram þeirri spurningu hvort ekki hefði mátt halda keppnina „á aðeins minni stað. Banka- stræti 0 til dæmis?“ Þrengslin breyttu þó engu um að allir skemmtu sér vel, jafnt kepp- endur sem áhorfendur. Rósa Ingólfs og Skjöldur Sig- urjónsson veitingamaður átti sæti í dómnefnd ásamt Sverri en Sverrir lét þess getið að í hópi keppenda hefðu verið margir „skemmtilegir en ólíkir karakterar.“ ■ Ós k a r s v e r ð l a u n a l e i k k o n a nGwyneth Paltrow og Coldplay söngvarinn Chris Martin hafa keypt sér 300 milljón króna hús til að geta verið sem næst gúrúum sínum í líf- inu en það eru nálastungulæknir, indverskur lækni og jóga kennari. Paltrow er, eins og aðdáendur henn- ar vita, afar andlega sinnuð og er auk þess grænmetisæta. Nýja húsið er í norðvestur London á rólegum stað og var áður í eigu leikkonunnar Kate Winslet. Parið er að láta gera endur- bætur á húsinu og ætlar að láta reisa háan vegg utan um eignina. Paltrow og Martin eru orðin leið á borgarlífi og vilja fá að lifa í ró og friði með ungri dóttur sinni, Apple Stuðmenn trylla lýðinn Stuðmenn verða með tónleika á skemmtistaðnum NASA á laugar- dagskvöld. Langt er síðan hljóm- sveitin hefur spilað í Reykjavík. Nýja stuðmannalagið Skál! mun verða leikið sem og lög úr vænt- anlegri kvikmynd Stuðmanna Í Takt við Tímann. Forsala aðgöngumiða hefst á NASA klukkan 14:00 á laugardag. BUCKMASTER Bar sigurorð af 20 skeggprúðum keppi- nautum í Mottunni 2004, keppni um flottasta yfirvaraskeggið á fimmtudag. Keppnin, sem er árviss viðburður, var haldin í þriðja sinn.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.