Fréttablaðið - 27.07.2004, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 27.07.2004, Blaðsíða 1
● fylkir þrem stigum á eftir fh Landsbankadeildin: ▲ SÍÐA 16 Grindavík sótti stig í Árbæinn MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík — sími 550 5000 ÞRIÐJUDAGUR KNATTSPYRNA Þrír leikir verða háðir í 1. deild karla í kvöld kl. 20. Á Kópavogs- velli spila Breiðablik og Þróttur R. Á Fjölnisvelli eigast heimamenn í Fjölni og Njarðvík við og á Akureyrarvelli hittir Þór liðið HK fyrir. DAGURINN Í DAG VEÐRIÐ Í DAG VÍÐAST NOKKUÐ BJART Skýjað með köflum eða léttskýjað víða um land, síst þó á Vestfjörðum. Hiti 10–17 stig, hlýjast austanlands. Sjá síðu 6. 27. júlí 2004 – 203. tölublað – 4. árgangur SÝKN OG SEKUR Fyrrverandi skóla- stjóri Rafiðnaðarskólans var sýknaður af aðalákæru máls síns í Héraðsdómi Reykja- víkur í gær. Hann var sakfelldur fyrir skjala- fals og fjársvik og dæmdur í þriggja mán- aða skilorðsbundið fangelsi. Sjá síðu 7 VERSTU FLÓÐ Í ÁRATUG Nær þús- und manns hafa látið lífið í miklum flóð- um í Suður-Asíu síðasta mánuðinn. Um tveir þriðju hlutar Bangladess eru undir vatni og eru flóðin þar þau verstu í tæpan áratug. Sjá síðu 6 EIGANDINN ÓSÁTTUR Líkur á því að Austurbæjarbíó verði rifið hafa minnkað frá því sem áður var segir formaður skipulags- og byggingarnefndar. Eigandinn er ósáttur og íhugar næstu skref sín. Sjá síðu 9 SUMARBÓKAFLÓÐIÐ Bókasala að sumarlagi hefur aukist verulega síðustu ár. Söluhæsta bók ársins er Da Vinci lykillinn sem hefur selst í tíu þúsund eintökum frá því hún kom út í vor. Sjá síðu 2 36%50% Kvikmyndir 18 Tónlist 18 Leikhús 18 Myndlist 18 Íþróttir 16 Sjónvarp 21 Karl Ingi Karlsson: ▲ Í MIÐJU BLAÐSINS Leikir eru frísk- andi á sumrin ● heilsa Haukur Heiðar Hauksson: ▲ SÍÐA 14 Gerir nýtt myndband ● er 22 ára í dag Kaldaljós: ▲ SÍÐA 22 Tvær til- nefningar ● á evrópsku kvikmyndahátíðinni. KJARAMÁL Boðuðu verkfalli háseta skipa Hafrannsóknastofnunar var afstýrt í gær þegar Sjómanna- félag Reykjavíkur skrifaði undir kjarasamning fyrir þeirra hönd við samningsnefnd fjármála- ráðuneytisins. Jónas Garðarsson, formaður Sjómannafélags Reykjavíkur, segir að komið hafi verið til móts við kröfur þeirra. „Það er opnun- arákvæði í samningnum í mars 2006. Þá geta hvorir um sig sagt upp samningnum,“ segir Jónas. Hann er sáttur við niðurstöðuna. Samningsviðræðurnar strönd- uðu á sjómannaafslættinum og vildu hásetarnir að yðri hann afnuminn félli samningurinn úr gildi eða væri uppsegjanlegur. Gunnar Björnsson, talsmaður samningsnefndar fjármálaráðu- neytisins, segir báða geta verið sátta með niðurstöðuna. Um hvort samningurinn gefi fordæmi fyrir komandi kjarasamningaviðræður sjómanna og útvegsmanna sagði Gunnar: „Þarna er um að ræða 15 einstaklinga. Það er mjög sér- kennilegt ef þeir ættu að vera for- dæmi, sérstaklega í ljósi þess að samningar þessara manna hafa alla tíð tekið mið að því sem gerist á hinum almenna vinnumarkaði.“ Gunnar segir niðurstöðuna ekki breyta því. ■ LANDAÐ Í GRINDAVÍK Skipverjar á Verði frá Grenivík höfðu í nógu að snúast við löndun í Grindavíkurhöfn í gær. Allur afli þeirra, fimmtíu tonn af blönduðum afla sem veiddist í troll á Flákanum úti af Snæfellsnesi, var settur í gám fyrir flutning á markað í Englandi. Hásetar hafrannsóknarskipa fengu sjómannaafsláttinn ekki tryggðan: Verkfalli hásetanna var afstýrt Tíundi hver fangi er útlendingur Erlendum föngum hefur fjölgað mikið í íslenskum fangelsum síðustu ár. Sjö erlendir fangar voru í eða luku afplánun árið 2000 en voru 30 í fyrra. Tölurnar eru sagðar í samræmi við þróun útlendingamála. FANGELSISMÁL Útlendum föngum hefur fjölgað mikið í íslenskum fangelsum síðustu ár. Stórt stökk varð árið 2001 en þá var 21 erlendur fangi í eða lauk afplán- un, en voru aðeins sjö árið á und- an. Í gær voru ellefu útlendingar í afplánun eða gæsluvarðhaldi. Mikill meirihluti útlending- anna sitja inni vegna fíkniefna- brota. Af 30 sem voru í eða luku afplánun á síðasta ári voru sextán inni vegna fíkniefnabrota sem eru 53 prósent eða meira en helming- ur. Næst á eftir fíkniefnabrotun- um eru auðgunarbrot. „Árið 2001 byrjum við að taka fjölda af erlendum burðardýrum og fá þau dæmd. Ég myndi skjóta á að um níu af hverjum tíu útlend- ingum sem fara í fangelsi eru menn sem við höfum tekið ýmist fyrir smygl á fólki, fíkniefnainn- flutning eða fólk með fölsuð vega- bréf,“ segir Jóhann R. Benedikts- son, sýslumaður á Keflavíkur- flugvelli. Hann segir aukningu erlendra fanga sýna tvennt, ann- ars vegar að alþjóðleg brota- starfsemi er farin að teygja anga sína hingað til lands. Hins vegar sé bætt tollgæsla og löggæsla ein- faldlega að skila góðum árangri. „Skýringa á þessari fjölgun er fyrst og fremst að leita í stærra út- lendingasamfélagi. Tölurnar eru í nokkuð eðlilegu samræmi við þró- un útlendingamála á Íslandi al- mennt,“ segir Georg Lárusson, for- stjóri Útlendingastofnunar. Hann segir nýja kynslóð útlendinga hafa byrjað að koma til landsins skömmu fyrir aldamótin og um árið 2000 og árin þar á eftir hafi orðið sprenging. Þá segir hann fjölgunina einnig skýrast af aukn- ingu eftirlits á Keflavíkurflugvelli. hrs@frettabladid.is Nýjung í bílaiðnaði: Hanna bíl sem brosir TÆKNI Uppfinningamenn hjá bíla- framleiðandanum Toyota hafa fengið einkaleyfi í Bandaríkjun- um fyrir hugmynd að bíl sem sýn- ir tilfinningar. Hugmyndin er sú að með lita- breytingum, ljósastillingum og öðru verði unnt að gefa tilfinning- ar ökumanna til kynna á ytra byrði bíla þeirra. Þannig geti bíllinn sýnst reiður þegar svínað er fyrir hann, undrandi þegar gengið er í veg fyrir hann og glaður þegar aðrir vegfarendur sýna tillitssemi. Í frétt New York Times í gær kom ekki fram hvenær áætlanir stæðu til að koma slíkum tilfinn- ingabíl í framleiðslu en haft var eftir uppfinningamönnunum að hægt væri að beita svipuðum að- ferðum til að sýna skapbrigði skipa, mótorhjóla og flugvéla. ■ Karzai í framboð: Stríðsherra vikið af lista KABÚL, AP Hamid Karzai, forseti Afganistans, tilkynnti í gær um framboð sitt í kosningunum sem fram fara í Afganistan í haust. Þá ákvað Karzai að taka öflugan stríðsherra, Mohammad Fahim, af framboðslista sínum eftir mikinn þrýsting, meðal annars frá NATO. Kom það á óvart þar sem Fahim er einn nánasti samstarfsmaður Karzai og núverandi varaforseti. Karzai valdi óþekktan bróður mestu frelsishetju landsins sem varaforsetaefni. ■ FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA Ár Fjöldi Heildarfj. Hlutfall erl. fanga fanga erl. fanga 1996 7 417 1,68% 1997 12 311 3,86% 1998 8 268 2,99% 1999 5 234 2,14% 2000 7 219 3,20% 2001 21 254 8,27% 2002 25 251 9,96% 2003 30 325 9,23% TÖLURNAR ERU MIÐAÐAR VIÐ FANGA SEM VORU Í EÐA LUKU AFPLÁNUN KARZAI KEMUR TIL FUNDAR Karzai tilkynnti í gær um framboð sitt til forseta Afganistans.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.