Fréttablaðið - 28.07.2004, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 28.07.2004, Blaðsíða 2
2 28. júlí 2004 MIÐVIKUDAGUR Forseti staðfestir niðurfellingu fjölmiðlalaganna: Fjölmiðlalögin fallin úr gildi FORSETI Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, mun staðfesta lögin sem fella úr gildi fjölmiðla- lögin sem hann synjaði staðfest- ingar þann 2. júní. Ólafur Ragnar sendi frá sér svohljóðandi yfir- lýsingu í gær: „Í yfirlýsingu minni 2. júní 2004 var áréttað að mikilvægt sé að lagasetning um fjölmiðla styðj- ist við víðtæka umræðu í sam- félaginu og almenn sátt sé um vinnubrögð og niðurstöður. Sjálf- stæðir og öflugir, fjölbreyttir og frjálsir fjölmiðlar séu hornsteinar lýðræðisins,“ sagði forsetinn og bætti við: „Alþingi hefur nú fellt úr gildi lögin sem ollu hörðum og langvarandi deilum og mynduðu djúpa gjá milli þingvilja og þjóð- arvilja. Það er andi íslenskrar stjórn- skipunar að túlka beri stjórnar- skrá og lagareglur á þann veg að sem mest sátt takist í samfélaginu. Í anda slíkrar sáttar hef ég ákveðið að staðfesta lagafrum- varpið sem fellir úr gildi fjöl- miðlalögin nr. 48/2004“. ■ RANNSÓKN Jón Gerald Sullenberger var í sex klukkustundir í skýrslu- tökum hjá Ríkislögreglustjóra í gær vegna rannsóknar á meintum efnahagsbrotum forsvarsmanna Baugs. Hann er boðaður aftur til skýrslutöku í dag. Rannsóknin hef- ur staðið í tæp tvö ár. Jón Gerald mætti í skýrslutöku klukkan tvö í gærdag en kom út af skrifstofu Ríkislögreglustjóra snemma á níunda tímanum í gær- kvöldi. Jón sagðist ekkert mega segja um hvað hafi verið rætt, en gaf upp að hann væri boðaður aftur í skýrslutöku í dag. Upphaflega stóð til að teknar yrðu skýrslur af Jóni Geraldi fyrir dómi þar sem öllum er opinn að- gangur en í gærmorgun var ákveð- ið að skýrslutakan skyldi fara fram fyrir luktum dyrum í húsakynnum Ríkislögreglustjóra. Aðspurður sagðist Jón Gerald ekki vita af hverju þessu hefði verið breytt, því þyrfti lögregla að svara. Jón full- yrðir að samningur sé í gildi milli hans og Baugs þess efnis að hann gefi aðeins skýrslur í dómsal. Hann segir það þó ekki rof á samningnum þó hann hafi gefið skýrslu fyrir luktum dyrum hjá Ríkislögreglu- stjóra. Hreinn Loftsson, stjórnarfor- maður Baugs, hafnar með öllu að nokkur slíkur samningur sé í gildi milli Baugs og Jóns Geralds: „Við getum ekki samið um það hvernig Jón Gerald hagar sínum málum gagnvart lögreglunni. Það voru málaferli í gangi milli Nordica og Baugs sem laut að einkaréttarlegu uppgjöri. Því máli lauk með sátt fyrir ári síðan og liður í henni var samkomulag þess efnis að málsaðil- ar væru bundnir trúnaði um efni sáttarinnar. Sú sátt snertir hins vegar á engan hátt möguleika hans eða heimild til að reifa mál sín fyr- ir lögreglu eða öðrum yfirvöldum.“ Jón Gerald kom gagngert til landsins í skýrslutökur vegna Baugsrannsóknarinnar en hann er búsettur í Flórída. Hann er fram- kvæmdastjóri Nordica á Flórída, sem átti í viðskiptum við Baug, en kærði fyrirtækið á sínum tíma til lögreglu þar sem hann taldi Baug skulda sér ógreidda reikninga. hjordis@frettabladid.is bergsteinn@frettabladid.is Ákvörðunin forsetans: Samkvæmt væntingum FJÖLMIÐLALÖG Steingrímur J. Sig- fússon, formaður Vinstri hreyfing- arinnar - græns framboðs, segir að hann hafi frekar átt von á því að forsetinn staðfesti að fella lagafrumvarpið úr gildi miðað við þróun málsins. „Nú veit mað- ur ekki hversu ánægður hann hafi verið með þær aðstæður sem hann var í. Annars vegar að fella niður þessi lög sem hann hafði neitað að stað- festa og þar með eru þau úr sög- unni sem má segja að séu mikil rök fyrir hans fyrri ákvörðun. En á hinn bóginn verður þá ekkert að kosningunni sem að maður veit að margir töldu að eðlilegast hefði verið að færi fram. Augljóslega hefur hann valið þann kost að fall- ast á þá tillögu að lögin væru felld úr gildi og því ekkert tilefni fyrir kosningunni lengur.“ ■ „Nei. Þar sem Siggi stormur er - þar er aldrei stormur.“ Sigurður Ragnarsson er veðurfræðingur – hann er stundum kallaður Siggi stormur. Margir velta nú fyrir sér hvar besta veðrið verður um verslunarmannahelgina SPURNING DAGSINS Siggi, verður stormur á þjóðhátíð í Eyjum? Suður-Kórea: Tekið við liðhlaupum SEÚL, AP Tvö hundruð norður- kóreskir liðhlaupar komu til Seúl, höfuðborgar Suður-Kóreu, í gær. Þetta er stærsti hópur liðhlaupa sem komið hefur til borgarinnar. Liðhlauparnir komu með flug- vélum á vegum suðurkóreskra stjórnvalda til landsins frá landi í Suður-Asíu sem ekki hefur fengist uppgefið hvert er. Liðhlauparnir fóru beint upp í rútur en ekki er vitað hvert þeir voru fluttir. Búist er við að annar svipaður hópur komi til landsins í dag. ■ Fást í útibúum Íslandsbanka um land allt og hjá Íslandsbanka-Eignastýringu, Kirkjusandi. Hægt er að panta bækurnar hjá Þjónustuveri Íslandsbanka í síma 440 4000. Einnig eru bækurnar til sölu í bókabúðum Pennans-Eymundsson, hjá Máli og Menningu og hjá Bóksölu stúdenta. Frábærar bækur frá Íslandsbanka-Eignastýringu NÝ HEIMKYNNI Tvö hundruð norðurkóreskir liðhlaupar komu til Suður-Kóreu í gær. Stálu af þvottasnúrum: Þvottaþjófur í haldi LÖGREGLAN Maður var handtekinn í gærmorgun með töluvert af fatnaði, sem hann er grunaður um að hafa stolið í félagi við tvo aðra, af þvottasnúrum í Breiðholti. Ef einhverjir í Seljahverfi eða í Breiðholtinu sakna fatnaðar af snúru geta þeir haft samband við Lögregluna í Reykjavík. Lögreglan náði af mönnunum stórri íþróttatösku fullri af kven- manns-, karlmanns- og barnafatn- aði. Talið er að mennirnir hafi stolið fötunum af snúrum innan eða utan dyra í gærmorgun eða fyrrinótt. Einn þeirra var hand- tekinn og var yfirheyrður í gær. Hinir mennirnir náðu að hlaupa undan lögreglu en þó er vitað hver annar þeirra er. Mennirnir hafa áður komið við sögu lögreglu. ■ STEINGRÍMUR Átti von á þessu. Kjarnorkuáætlun Írana: Halda áfram VÍN, AP Íranir hafa haldið áfram byggingu búnaðar sem hægt er að nota til þess að búa til kjarnavopn. Með því hafa þeir rofið samkomu- lag sem gert var við stórþjóðir Evrópu. Bandaríkjamenn og bandamenn þeirra hafa ásakað Írani um starf að kjarnorkuáætlun en því hafa stjórnvöld í Teheran alfarið neitað. Eftir að hafa verið beittir þrýstingi samþykktu Íranir að hætta notkun úrans gegn því að Frakkar, Bretar og Þjóðverjar byðu þeim kjarnorkutækni til friðsamlegra nota. ■ Niðurstaða ekki fengin: Breytti venju samkvæmt FJÖLMIÐLALÖG Halldór Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokksins og forsætisráðherra í fjarveru Davíðs Oddssonar, segir að hann hafi vænt þess að forsetinn staðfesti að fella lagafrumvarp um fjölmiðla úr gildi eins og venja sé til. „Ég tel að þetta sé það sem að var rétt að gera og hann hafi gert það.“ Halldór segir niðurstöðu í málinu ekki fengna og unnið verði að því. „Það virðast allir vera sammála um að það beri að setja lög um umhverfi fjölmiðlanna og nú mun reyna á það hvernig það gengur.“ Halldór segir óákveðið hvenær fjölmiðlalög koma næst fyrir þingið. ■ ÓLAFUR RAGNAR GRÍMSSON „Það er andi íslenskrar stjórnskipunar að túlka beri stjórnarskrá og lagareglur á þann veg að sem mest sátt takist í samfélaginu.“ RAMALLAH, AP Forsætisráðherra Palestínu, Ahmed Qureia, dró til baka uppsögn sína eftir fund með leiðtoganum Jasser Arafat í Ram- allah í gær. Þannig lauk tíu daga átökum milli mannanna tveggja sem valdið hafa miklum svipting- um í palestínskum stjórnmálum. „Forsetinn neitaði að taka upp- sögn mína gilda og ég mun fara eftir því,“ sagði Qureia eftir fundinn með Arafat í gær. Qureia sagði af sér eftir að Arafat neitaði að veita honum umboð til þess að byggja upp öryggissveitir Palestínumanna. Qureia neitaði þó að í samkomu- lagi þeirra Arafat fælust aukin völd ráðherrans yfir öryggissveitunum. „Ég mun ekki deila við forsetann um öryggismál,“ sagði Qureia. „Við höf- um næg völd yfir þeim nú þegar.“ Völd Qureia verða áfram tak- mörkuð við innanríkisöryggissveitir Palestínumanna meðan Arafat held- ur völdum sínum yfir palestínsku leyniþjónustunni og vopnuðum sveitum landsins að sögn embættis- manna. Arafat mun þó hafa sam- þykkt að vinna gegn spillingu innan heimastjórnarinnar með því að leyfa lögfræðingi að rannsaka málefni ein- stakra embættismanna. ■ Forsætisráðherra komst að samkomulagi við leiðtoga Palestínumanna: Qureia situr áfram í embætti ARAFAT OG QUREIA Leiðtogi og forsætisráðherra Palestínu hittust að máli í gær til þess að leysa deilu sína. Deilan kom upp eftir að sá síðarnefndi sagði af sér og vildi aukin völd yfir öryggissveitum. Sex tíma í skýrslu- töku hjá lögreglu Jón Gerald Sullenberger var í skýrslutöku hjá Ríkislögreglustjóra fram á kvöld vegna meintra efnahagsbrota stjórnenda Baugs. Skýrslutökunni verður haldið áfram í dag. VIÐ KOMU TIL SKÝRSLUTÖKU Jón Gerald Sullenberger kom til skýrslutöku hjá lögreglu klukkan tvö í gær. Þar var hann til klukkan átta þegar skýrslutöku var frestað til dagsins í dag.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.