Fréttablaðið - 28.07.2004, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 28.07.2004, Blaðsíða 16
Sumarið er tími til að gleyma. Ég fór ásamt fríðum hópi í göngu um óbyggðir Hornstranda í júlímán- uði. Við þræddum víkur, fjöll og heiðar. Leið okkar lá um Fljóta- vík, Kögur, Beylu, Tungudals- heiði, Látra, Stakkadal, Rekavík Látur, Straumnesfjall, Hesteyri og Sléttu. Fyrir mörgum eru þessi örnefni bara stafir á pappír, en fyrir æ fleiri, ekki bara Íslending- um, eru þau fjörefni sem gefa líf- inu gildi að lifa því. Þetta eru slóð- ir sem verða æ verðmætari með hverju árinu sem líður. Bæði með tilliti til fjármuna og andlegra verðmæta. Við fórum upp á Straumnes- fjall upp úr Rekavík á Látrum. Tilgangur okkar var að berja augum rústir herstöðvar Banda- ríkjahers sem byggð var þarna á sjötta áratugnum. Samkvæmt korti Landmælinga Íslands átti að vera slóði þarna upp. Svo reyndist ekki vera svo við héld- um áfram göngu okkar upp í þoku og vindi, þótt sól og blíð- viðri væri niðri í Rekavík. En brátt var ekki um villst að við værum á réttri leið. Fyrst ein- staka spýtur, síðan spýtnabrak svo rafmagnskapall og upphlað- inn stokkur, líklega vatnsleiðsla, sem endanlega sannfærði okkur um að við værum brátt á leiðar- enda þrátt fyrir 15 - 20 metra skyggni. Risastórar húsarústir blöstu brátt við okkur, drauga- þústir í þoku og hvassviðri. Ótrú- legt var að nokkur hefði getað dvalið hér um hávetur, en hér voru 70 manns staðsettir. Heimkominn, feginn hvíldinni frá fjölmiðlum, er ég brátt kom- inn inn í Hvíta húsið og þar blasa við kunnugleg andlit, Georg Bush, forseti Bandaríkja Norður-Amer- íku, og okkar eigin Davíð Oddsson forsætisráðherra þreyttur á van- þakklæti landans og feginn að vera þar sem hann er metinn að verðleikum. Ekki er heldur ama- legt að vera með sjálfan Hannes Hólmstein Gissurarson sem fylgdarmann til að túlka ummæli og vilja stórveldisfurstans. Jafn- vel til að skrifa góða ræðu með réttum tilvitnunum. Maður sér á þessum blaðamannafundi að þarna eru á ferðinni nánir vinir og bandamenn. Frá því þeir hitt- ust á fyrsta NATO - fundi forset- ans hefur verið djúp vinátta milli þeirra og Ísland hefur alltaf verið stöðugur og mikilvægur vinur. Forsetinn að sögn Davíðs (um leiðtogafundinn í Istanbul) „hefur breytt andrúmsloftinu innan Nató til hins betra. Fortíðin er að baki, fólk er sameinað fyrir framtíð- ina“! Já svo mörg voru þau orð. „Ekki nóg með það heldur skilja allir þegar hann talar“. Jú, það er gott að eiga vini sem skilja mann. Og í lok fundarins, forsetinn eyðir ekki tíma sínum í óþarfa, fundurinn tekur 7 mínútur, spyr hann hvort einhver annar þurfi að spyrja að einhverju. Þá kemur Davíð með yfirlýsingu, það má ekki vera neinn vafi á því að þeir eru skoðanabræður í flestu. „Jæja, ég bara – Ég verð að segja að ég er sammála forsetan- um um Írak. Framtíð Íraks er – framtíð heimsins er langtum betri vegna gjörða Bandaríkjanna, Bretlands og bandamanna þeirra. Og ef það hefði ekki verið gert hefði ástandið í þeim heimshluta verið langtum hættulegra en það er nú. Það er von núna. Það var engin von áður.“ Svo hljóðar sú trúarjátning. Heimsveldið og leiðtogar þess verða að hafa áhangendur. Gleymum ekki að þeir eru margir. Svo hefur það verið á öllum tím- um. Rómarveldi, Spánn, Breska heimsveldið, Sovétríkin. En gleymum því ekki að það getur verið erfitt að vera vinur. Vinirn- ir þurfa oft að þrífa upp eftir heimsveldin. Reikningurinn kem- ur á eftir. Einn vinurinn, Tony Blair, þurfti að nota orðalag Margaret Thatcher á þingi nú í vikunni. „Fögnum yfir Írak“, sagði hann. „Fögnum“ Það er mörgu að fagna: Dauði rúmlega 900 bandarískra hermanna, 60 breskra hermanna, 6000 írakskra hermanna, 13000 írakskra borg- ara, 120 verktaka, 124 billjóna dollara kostnaður (10.000 billjónir íslenskra króna). Ómetanleg eyði- legging umhverfis og menningar- verðmæta. Þetta er samt bara byrjunin. Þess vegna þurfa Bandaríkja- menn að fá fleiri vini til að hreinsa eftir sig. Við sjáum lítið dæmi um það upp á Straumnes- fjalli, þar sem enn á eftir að hreinsa ummerki hernaðarmann- virkja, rusl og drasl á stóru svæði. Þetta er ekki eini staðurinn hér á landi. Og það á eftir að verða meiri umræða þegar banda- ríski herinn hverfur héðan með flugsveitir sínar. Það getur verið ansi dýrt að vera vinur. Við eigum að velja okkur vini og bandamenn af meiri kostgæfni. ■ Óróleiki vegna þjónustumiðstöðva Eitt af kosningaloforðum R-listans var að koma á fót sérstökum þjónustumiðstöðv- um í hverfum borgarinnar þar sem íbúarn- ir gætu snúið sér á einn stað með öll sín er- indi. Tillaga þess efnis var samþykkt í borg- arstjórn í lok júní eftir töluverða togstreitu sem sér reyndar ekki fyrir endann á. Grunn- og leikskólarnir neituðu að vera með í verk- efninu nema að mjög takmörkuðu leyti og starfsmenn íþrótta- og tómstundaráðs voru ekki spenntir. Fyrir vikið er upprunalega hugmyndin vart svipur hjá sjón. Það kom svo nokkuð á óvart þegar tillagan var sam- þykkt í borgarstjórn þar sem talið var að for- maður ÍTR, framsóknarkonan Anna Krist- insdóttir, væri henni andsnúin. Fyrir vikið er nokkur skálfti ríkjandi innan ÍTR og óvissa um framhald málsins. Vantrú á hrifla.is Á vefsvæði framsóknarfélaganna í Reykja- vík, hrifla.is, bera menn sig nú vel og þakka foringja sínum Halldóri Ásgríms- syni fyrir að höggva á hnútinn í fjölmiðla- málinu. Gestir vefsíðunnar virðast aftur á móti vantrúaðir á áhrif Framsóknarflokks- ins í ríkisstjórnarsamstarfinu því 54 prósent þeirra svara spurningunni: „Veitir Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkn- um aðhald?“ neitandi í skoðanakönnun á síðunni. Sleggjunni ekki haggað Það styttist óðum í sársaukafullt uppgjör framsóknarmanna um hverjum skuli fórn- að þegar ráðherrastólum flokksins fækkar um einn í haust. Ein hugmynd sem hefur verið viðruð er að losa um forstjórastól Karl Steinars Guðnasonar í Trygginga- stofnun og færa þangað Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra eða jafnvel Kristinn H. Gunnarsson og losa þar með um stöðu þingflokksformanns. Með því væru slegnar tvær flugur í einu höggi, Kristinn yrði ekki lengur til ófriðs innan þingflokksins og staða hans sem þingflokksformaður gæti orðið einhverjum góð dúsa. Ekkert farar- snið mun þó vera á Kristni og hann kannast ekkert við þreifingar í þá veru. Sem þarf þó ekki að merkja að þessi flétta hafi ekki verið skoðuð. Á kvörðun Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, sem til-kynnt var í gær, að staðfesta afnám fjölmiðlalaganna varréttmæt og skynsamleg. Með henni leggur forsetinn lóð sitt á vogarskál sáttar í samfélaginu eftir hörð átök undanfarinna mán- uða. Nú skapast svigrúm og tími til að hefja málefnalega vinnu við að skoða leikreglur og lagaumhverfi á fjölmiðlamarkaði og ræða af yf- irvegun og þekkingu um stjórnarskrána og stjórnskipanina. Hvort tveggja eru þýðingarmikil verkefni, þótt með afar ólíkum hætti sé. Því er ekki að neita að lögfræðilegur efi ríkir um réttmæti þess að fella úr gildi lög sem forseti Íslands hefur synjað staðfestingar og þannig kallað fram þjóðaratkvæðagreiðslu. En hér hlaut skynsemi að ráða niðurstöðunni, jafnt hjá Alþingi sem forseta, frekar en ein- strengingsleg bókstafstúlkun. Vont er hins vegar að að slík staða komi upp. Hún sýnir ásamt öðru nauðsyn þess að stjórnarskráin fái vandaða endurskoðun fyrir lok kjörtímabils núverandi ríkisstjórnar. Kveða þarf upp úr – og ná víðtækri sátt – um hvert eigi að vera hlut- verk og vald forseta Íslands. Marka þarf stefnu um rétt alþingis- manna og kjósenda til að krefjast þjóðaratkvæðagreiðslu um stór ágreiningsefni. Ætti í því efni að horfa til fyrirmynda í stjórnar- skrám nágrannaríkjanna. Ekkert sem gerst hefur á fjölmiðlamarkaði að undanförnu knýr beinlínis á um lagasetningu. Engin vá er eða hefur verið fyrir dyrum. Þótt breitt eignarhald á fjölmiðlum sé æskilegt verður ekki með nokkurri sanngirni horft framhjá því að fjölbreytni í fjölmiðlum hef- ur stóraukist hér á landi á undanförnum mánuðum. Stærstan þátt í því eiga þeir aðilar sem standa að fjölmiðlafyrirtækinu Norðurljós- um, sem meðal annars er eigandi Fréttablaðsins. Án atbeina þeirra er ekki ósennilegt að hér væri aðeins eitt dagblað og ein sjónvarps- og útvarpsstöð sem burði hefði til að reka fréttastofu og innlenda dagskrárgerð. Stærsta brotalömin á fjölmiðlamarkaðinum er rekstur Ríkisút- varpsins sem með lögbundnum sérréttindum sínum skekkir og skað- ar samkeppnisstöðu einkarekinna ljósvakamiðla. Um framtíð þess rekstrar þarf að nást víðtækt samkomulag. Almenn lagasetning um fjölmiðla kann einnig að vera skynsamleg í því skyni að skapa frið og sátt í þjóðfélaginu um þessa mikilvægu starfsemi. En slík lagasetn- ing verður að taka mið af veruleika hins íslenska markaðar, fámenn- is þjóðarinnar og takmarkaðrar arðsvonar af fjölmiðlarekstri. Hún má ekki hindra nýsköpun í greininni, tæknilegar framfarir og rétt manna til að njóta stjórnarskrárvarins tjáningarfrelsis. Mikilvægt er að málsmeðferðin á næstu mánuðum og misserum verði í anda þeirrar lýðræðishefðar, sem stundum er kölluð umræðu- stjórnmál, en ekki foringjatilskipana, sem þjóðin er búin að fá sig fullsadda af. ■ 28. júlí 2004 MIÐVIKUDAGUR SJÓNARMIÐ GUÐMUNDUR MAGNÚSSON Staðfesting forsetans skapar skilyrði fyrir friðsamleg og málefnaleg vinnubrögð Rétt ákvörðun Ólafs Ragnars Heimsveldið og vinir þess ORÐRÉTT Miður sín yfir sigri Stjórnarandstaðan á Alþingi er í öngum sínum yfir sigrinum í hund- raðdagastríðinu svokallaða um fjölmiðlalögin. Hver á fætur öðr- um rísa forystumenn stjórnarand- stöðunnar upp í þinginu og lýsa hryggir, beygðir og þrumu lostnir yfir óánægju sinni með sigurinn. Glúmur Jón Baldvinsson. DV 27. júlí. Einkennileg öfund „Þetta er bara öfund og ekkert annað,“ segir Hilda Hafsteins- dóttir en hún vaknaði við vond- an draum þegar hún las í DV í gær að nágranni hennar hefði vígbúist og hótaði að drepa hana. Hún var fljót að koma sér niður á lögreglustöð. Frétt um nágrannaerjur á Kleppsvegi. DV 27. júlí. Hvert á að snúa sér? Víkverji vill ennfremur lýsa yfir óánægju sinni með rigninguna sem dundi yfir bæinn í gær- kvöldi. Víkverji Morgunblaðsins. Morgunblaðið 27. júlí. FRÁ DEGI TIL DAGS Mikilvægt er að málsmeðferðin á næstu mánuðum og misserum verði í anda þeirrar lýðræðishefðar, sem stundum er kölluð umræðustjórnmál, en ekki foringja- tilskipana, sem þjóðin er búin að fá sig fullsadda af. ,, jk@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: Frétt ehf. RITSTJÓRI: Gunnar Smári Egilsson FRÉTTASTJÓRI: Sigurjón M. Egilsson RITSTJÓRNARFULLTRÚAR: Steinunn Stefánsdóttir og Jón Kaldal AUGLÝSINGASTJÓRI: Þórmundur Bergsson RITSTJÓRN, AUGLÝSINGAR OG DREIFING: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is SETNING OG UMBROT: Frétt ehf. PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablað- inu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu sendingarkostnaðar, 1.100 krónur á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 Á STRAUMNESFJALLI Þar eru rústir bandarískrar herstöðvar. ERLING ÓLAFSSON SAGNFRÆÐINGUR UMRÆÐAN FRÁ STRAUMS- FJALLI Í HVÍTA HÚSIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.