Fréttablaðið - 28.07.2004, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 28.07.2004, Blaðsíða 18
Þeir sem ætla að „tjalda til einnar nætur“ eða öllu heldur helgar, kjósa sumir að leigja sér tjald eða tjaldvagn í stað þess að fjárfesta í slíkum búnaði til fram- búðar. Ekki fundum við nema eina tjaldaleigu í borginni sem hefur venjuleg fjölskyldutjöld til leigu. Það er verslunin Útilíf sem er með markað við Vatnsmýr- arveg, rétt við BSÍ. Þar kostar 4.500 krón- ur að leigja sér rúmgott og vandað 2–3 manna tjald í þrjá daga en 4–5 manna tjald af sama gæðaflokki og með for- tjaldi kostar 5.700 kr. miðað við sama tíma. Krafist er staðfestingargjalds. Í Seglagerðinni Ægi eru leigðir út 4–6 manna tjaldvagnar með fortjöldum og kostar vikan 29.000 kr. en þá þarf að panta með fyrirvara því biðlisti er eftir þeim um þetta leyti árs. ■ Margir sem eiga aldrei pening lenda í þeirri gryfju að borga of mikið fyrir hlutina. Berðu saman vörur á mörgum stöðum og keyptu svo – það margborgar sig. Góð ráð INGÓLFUR HRAFNKELL INGÓLFSSON, FÉLAGSFRÆÐINGUR OG LEIÐBEINANDI Á NÁMSKEIÐUM FJÁRMÁLA, SVARAR SPURNINGU UM YFIRDRÁTT. Losnað við yfirdráttinn Sæll Ingólfur. Mig langar til að vita hvort þú lumir á góðum ráðum varðandi yfirdrætti? Þannig er að við erum að greiða yfir 10 þús. krónur í vexti á mánuði vegna yfir- dráttarheimilda. Þetta er náttúrlega alltof mikið og væri betra að ráðstafa þessum peningum t.d. í sparnað. En þetta er vítahringur sem erfitt er að komast úr. Er sniðugt að taka lán fyrir yfirdrættinum? Er það ekki bara léleg lausn? Ertu með einhver ráð? Kveðja Svala. Sæl Svala. Þú hefur í rauninni aðeins um tvo kosti að velja fyrir utan að bíða eftir lottó- vinningnum sem ég mæli ekki með. Annaðhvort semur þú við þig sjálfa um að greiða ákveðna upphæð inn á heimildina á hverjum mánuði þangað til hún er búin, eða þú tekur skuldabréf með mánaðarlegum greiðslum. Kostur- inn við skuldabréfið eru lægri vextir og aginn sem mánaðarlegir greiðsluseðlar veita. Seðlarnir liggja á manni eins og mara og maður losnar ekki við þá fyrr en maður borgar. Veljir þú hina leiðina mæli ég með að þú semjir um yfir- dráttarvextina, annaðhvort við bankann þinn eða einhvern annan. Lánastofnan- ir hafa ekkert á móti tiltölulega skil- vísum skuldurum og Netbankinn, nb.is, hefur til dæmis gert fólki tilboð í yfir- dráttinn þeirra og boðið lægri vexti en ég hef séð annars staðar. Veljir þú þessa leið verður þú sjálf að bera ábyrgð á mánaðarlegum greiðslum. Þú verður að veita þér nauðsynlegt aðhald til þess að greiða reglulega inn á heim- ildina. Bankinn setur ekki á þig þrýsting því honum líður vel á meðan hann tínir af þér vextina. Til þess að gera þér þessa leið auðvelda, legg ég til að þú takir 10% af mánaðarlegum nettó- tekjum þínum og notir þá upphæð til þess að greiða niður heimildana. Þú getur svo notað sömu upphæð í sparn- að þegar þú hefur klárað yfirdráttinn. Þú segir að þetta sé vítahringur hjá ykkur. Er hugsanlegt að þið stýrið neyslunni ekki nógu vel og nýtið þar af leiðandi peningana illa? Getur verið að þið vitið ekki almennilega í hvað pen- ingarnir fara; notið kreditkort, kaupið eitthvað sniðugt og ódýrt en síður það sem þið þurfið og ykkur vantar alltaf eitthvað? Þegar kortareikningurinn kemur hverfur ánægjan og þið munið ekki hvað þið keyptuð eða hvað það var sem kostaði svona mikið. Er þetta einhvern veginn svona? Ef svo er, mæli ég með að þið notið peningana eins og þið væruð að undirbúa góða og dýra máltíð: Skipuleggið kaupin með góðum fyrirvara og kaupið aðeins besta hráefnið. Látið ykkur hlakka til og finnið fyrir eftirvæntingunni og spenn- unni. Nostrið við matargerðina og skreytið borðið af tilfinningu og hug- myndaauðgi. Gefið ykkur góðan tíma við að matast, smjattið vel á réttunum og lifið lengi á eftirbragðinu. Verði ykkur að góðu, Ingólfur Hrafnkell Ertu með spurningu til Ingólfs? Sendu spurningar á fjarmal@frettabladid.is 80%veðsetningarhlutfall Stokkaðu upp fjármálin Þú getur auðveldlega samið um hagstætt lán hjá Frjálsa fjárfestingar- bankanum, sem er kjörið til að skuldbreyta óhagstæðum lánum á borð við skammtímabankalán. Þannig lækkarðu greiðslubyrðina hjá þér og eykur fjárhagslegt svigrúm. Lánið er veitt til allt að 40 ára gegn veði í fasteign. Ráðgjafar okkar veita allar nánari upplýsingar. Þú getur litið inn í Ármúla 13a, hringt í síma 540 5000 eða sent tölvupóst á frjalsi@frjalsi.is www.frjalsi. is – með hagstæðu fasteignaláni H im in n o g h a f/ 9 0 4 0 4 4 2 5,40% 5,95% 6,50% 7,50% 30 ár 5.610 5.960 6.320 6.990 40 ár 5.090 5.470 5.850 6.580 2 4.500 4.960 5.420 6.250Afborgunar-laust * *Lán með jafngreiðsluaðferð án verðbóta Dæmi um mánaðarlega greiðslubyrði af 1.000.000 kr.* Vextir % Tjaldað til einnar nætur Þótt tilhlökkun sé vonandi sterk- asta tilfinningin í aðdraganda versl- unarmannahelgar er líka nauðsyn- legt að hugsa fyrir útgjöldunum því allt kostar eitthvað. Hvort sem leið- in liggur á útihátíð eða bara í tjaldútilegu í frekar miklum róleg- heitum þá er næsta víst að allir verða að taka upp veskið. Það þarf að kaupa bensín á bílinn eða reiða fram rútu- eða flugfargjald. Tjald- stæði eru víðast hvar á 700–750 krónur fyrir manninn hverja nótt þó hitt sé til að boðið sé upp á ókeypis tjaldstæði, þannig er það til dæmis á Neskaupstað. Á einstaka stað er tekin greiðsla fyrir hvert tjald, óháð mannfjölda í þeim. Það gildir til dæmis um Úthlíð í Bisk- upstungum. Þar kostar 1000 kall fyrir tjaldið pr. nótt. Nesti eða eitt- hvað að borða og drekka er óhjá- kvæmilegur útgjaldaliður. Við könnuðum lítillega hvað það kostar einstakling að fara á þjóðhá- tíð í Eyjum og hinsvegar hvað par sem fer í tjaldútilegu til Akureyrar þarf að hafa handa á milli. Neyslan er auðvitað alltaf einstaklingsbund- in og hér er um ágiskanir að ræða í þeim efnum. Fargjöld og aðgangs- eyrir voru hinsvegar könnuð og hér er ekki reiknað með að kaupa þurfi tjöld eða annan viðleguútbúnað. ■ Útihátíðir og útilegur eru skemmtilegar en útgjöld eru líka óhjákvæmileg. Verslunarmannahelgin: Stuðið kostar sitt Einstaklingur til Eyja Fargjald BSÍ – Þorlákshöfn, báðar leiðir 1.900 Fargjald með Herjólfi báðar leiðir 3.400 Miði á þjóðhátíðina 8.800 Kassi af bjór 5.000 Nesti 3.000 Sjoppufæði á staðnum 5.000 Pitsa og kók 2.000 Alls 29.100 Par á leið til Akureyrar Bensín á bílinn 10.000 Tjaldstæði í þrjár nætur 4.200 1 og 1/2 kassi bjór 7.500 1 flaska áfengi 4.000 Nesti 5.000 Matur á staðnum 15.000 Inn á böll 6.000 Barinn 2.500 Alls 54.200 Tryggingamiðstöðin býður nú fyrst íslenskra tryggingafélaga upp á sérstaka námsmannatryggingu sem felur meðal annars í sér forfallatryggingu fyrir skóla- gjöldum. Tryggingin bætir skráningar- og skólagjöld sem ekki fást endurgreidd, geti námsmaður ekki hafið nám eða fellur frá námi sökum veikinda eða slys- fara hans sjálfs eða náinna vandamanna innan átta vikna frá upphafi kennsluárs eða á fyrri helmingi styttra náms. Hægt er að sækja um námsmannatrygginguna á heimasíðu TM, tmhf.is ■ Námsmannatrygging „Ég næ oftast að safna mér góðum pening á sumrin og yfirleitt á ég af- gang á vorin. Þó er ég dugleg að kaupa mér föt, fara í bíó og gera það sem mig langar til. Ég hef bara haft það góð laun á sumrin og síðan fæ ég dreifbýlisstyrk tvisvar á ári,“ segir Kristín Lilja Friðriksdóttir, 19 ára nemi við Kvennaskólann í Reykjavík. Hún kemur frá Grund- arfirði og hefur þess vegna þurft að vera dugleg að vinna á sumrin til að geta séð fyrir sér á veturna hér í höfuðborginni. Hún segist þó hafa fengið góða fjárhagslega aðstoð frá foreldrum sínum en þau búa í Grundarfirði. „Fyrstu tvo veturna bjó ég hjá ömmu minni. Þá fékk ég oftast í kringum fimm þúsund krónur á viku í vasapening sem ég lét duga og var það ekkert mál. Núna bý ég með kærastanum mín- um í íbúð sem hann og foreldrar mínir eiga og þarf ég því ekki að borga neina leigu sem munar auð- vitað mikið um. Ég þarf samt sem áður að borga fæði, símareikninga og annað sem tínist til,“ segir hún. Tvö síðustu sumur vann Kristín Lilja í frystihúsi í Grundarfirði en í sumar vinnur hún á Hlölla bátum upp á Höfða og líkar vel. „Ég vann þar einmitt í vetur með skólanum aðra hverja helgi en það var líka í fyrsta skipti sem ég gerði það. Það gekk bara vel og bitnaði vinnan ekkert á náminu,“ segir hún. Kristín Lilja segist þekkja nokkra sem hafa þurft að safna sér pening á sumrin til að eiga fyrir skólagöngu á veturna. „Ein vinkona mín hefur verið í skóla á Akranesi og þurft að leigja íbúð þar. Hún þarf að vera mjög dugleg á sumrin að vinna sér inn pening því það er auðvitað dýrt að þurfa að leigja og halda sér uppi að öllu leyti. Þetta gengur upp ef krakkar fara vel með peningana sína og eyða þeim ekki í óþarfa vitleysu,“ segir Kristín Lilja. halldora@frettabladid.is Kristín Lilja Friðriksdóttir: Sumarhýran dugir til vors „Það er dýrt að þurfa að sjá fyrir sér,“ segir Kristín Lilja.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.